Eitt af meginhlutverkum háskóla er að vera gagnrýnið afl í samfélaginu. Forseti Félagsvísindasviðs Háskóla Íslands virðist engan vegin átta sig á því hlutverki ef marka má viðtal við hann á Bylgjunni þann 12. ágúst sl. Málflutningur forsetans var í stuttu máli sagt áróður fyrir íslenska kvótakerfinu, sem hefur leitt til brottkasts, svindls og byggðaröskunar, auk þess […]
Síðan kvótakerfinu var komið á hafa reglulega borist neyðaróp frá Flateyri, en ráðamenn hafa hingað til ekki haft dug í sér til þess að taka á rót vandans. Mér var því nokkuð brugðið í fyrstu þegar það barst stríðsyfirlýsing frá forseta bæjarstjórnar á Ísafirði um að framinn hefði verið glæpur gegn samfélaginu á Flateyri. Í fyrstu hélt ég að nú loksins […]
Margir þeirra, sem báru miklar vonir til þess að nýja ríkisstjórnin kæmi hjólum atvinnulífsins á fulla ferð strax eftir kosningar, eru nú farnir að efast um að áætlun ríkisstjórnarflokkanna hafi náð lengra en að komast í stjórn með innihaldslausum loforðum. Ýmsir hafa boðið ríkisstjórninni, sem er að leysa úr miklum vanda, aðstoð sína, m.a. Jón […]
Óstjórn hefur ríkt við stjórnun Reykjavíkurborgar á liðnum árum. Borgarfulltrúar liðinna ára gerðu sig seka um að hlaupa á eftir allskyns kynjum útrásarliðs, spekúlanta og gullgerðarmanna, sem þóttust ætla að spinna gull í REI ævintýrum, Orkuveitunni, Hörpunni og fasteignabraski. Borgarbúar eru minntir daglega á óstjórnina með hækkuðum orkureikningum, vatnssköttum og órækt innan borgarmarkanna. Ólafur F. Magnússon, sem hefur að eigin […]
Nýr sjávarútvegsráðherra kynnti þá ákvörðun sína að þorskveiðin á næsta fiskveiðiári yrði 214 þúsund tonn! Hann gerði það nokkuð kotroskinn og taldi að hann væri að kynna mikilsverðan árangur, sem hefði náðst vegna þess að ráðgjöf Hafró hefði verið fylgt í einu og öllu á liðnum árum. Hvernig er það, veit ráðherra ekki að boðaður afli […]
Hvernig í ósköpunum var mögulegt að tapa á því að lána skilvísum almenningi pening á gríðarháum verðtryggðum vöxtum? Tapið á starfrækslu einnar ríkisstofnunar, Íbúðalánasjóðs, sem ætti af framansögðu að skila miklum miklum ágóða, hefur valdið ríkissjóði gríðarlegu tjóni. Svo háu að það nemur hálfum fjárlögum ríkisins. Í hvaða lýðræðisríki væri almenningi boðið upp á þann málflutning að svo svakalegt tap hafi ekki […]
Formaður Verkalýðsfélags Akraness hefur lengi verið einn einarðasti andstæðingur verðtryggingarinnar. Þegar það var komið á hreint að boðuð skjaldborg Samfylkingarinnar var plat þá gerðist hann einn harðasti andstæðingur síðustu ríkisstjórnar. Ekki lét hann þar við sitja heldur greiddi því eðlilega götu, fyrrverandi stjórnarandstöðuflokka og þó einkum Framsóknarflokksins, í aðdraganda síðustu Alþingiskosninga. Vihjálmur Birgisson hefur sett sig í þá stöðu […]
Talsmenn Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks eru komnir út í algera þvælu í röksemdafærslum sínum þegar þeir reyna að skýra það út fyrir þjóðinni hvers vegna það sé í forgangi að aflétta álögum af þeim sem njóta einokunarforréttinda til þess að nýta sameiginlega auðlind þjóðarinnar. Sömuleiðis er ekki mikill hljómgrunnur fyrir því að aflétt verði sérstaklega sköttum af ríkustu Íslendingunum áður en skuldir heimilanna […]
Allt stefnir í að Sveitarfélagið Skagafjörður ríði á vaðið hvað varðar breytingar á innheimtuaðgerðum í ljósi loforða ríkisstjórnarinnar um skuldaleiðréttingar heimilanna. Á fundi sveitarstjórnar Skagafjarðar í dag lagði ég fram eftirfarandi tillögu: Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkir að fresta öllum kostnaðarsömum innheimtuaðgerðum. Ríkisstjórn Íslands hefur boðað stórtækar aðgerðir til lausnar á skuldavanda heimilanna. Það er ljóst að […]
Eitt helsta baráttumál þeirra sem hafa gengið fram undir gunnfána frelsis í viðskiptum á Íslandi, er að auka frelsi með sölu áfengra drykkja í matvöruverlsunum. Þeir sem þykjast vilja ganga hvað lengst vilja brennivínið í matvörubúðir, en hófsemdarmenn í framangreindum hópi vilija takmarka frelsið við bjór og léttvín. Fyrir þessu hafa verið færð margvísleg og […]