Á síðustu árum þá hefur Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni verið tíðrætt um hrægamma og gang samningaviðræðna við kröfuhafa föllnu bankanna. Forsætisráðherra greindi samt aldrei frá því, að miklir fjárhagslegar hagsmunir, voru með þeim hætti að réttmætt væri að draga óhlutdrægni hans í málinu, í efa. Um það verður ekki deilt! Efast má stórlega um að í nokkru […]
Lítill raunverulegur vilji virðist vera hjá stjórnvöldum að leysa þann brýna húsnæðisvanda sem brennur einkum á ungu fólki. Ekki skortir að ráðandi stjórnmálamenn hafi gefið fjölmörg hátíðleg loforð um byggingu mörg þúsund leiguíbúða og víðtækar aðgerðir á húsnæðismarkaðnum í aðdraganda síðustu kosninga. Um helgina birtist svo enn eitt loforðið og nú frá forseta ASÍ og […]
Alþingi hneykslast nú mjög á þeirri ætlan Sjóvár að hafa ætlað að greiða hluthöfum sínum miknn arð. Til þess að standa undir arðgreiðslunum átti ekki einungis að hækka iðgjöld, heldur einnig að ganga á bótasjóð félagsins. Það kom nokkuð á óvart að þeir þingmenn sem leiddu vandlætingarumræðuna voru engir aðrir, en þeir Steingrímur J. Sigfússon […]
Umræða um háan húsnæðiskostnað heimila er á algerum villigötum. Ekki virðist mega ræða það augljósa þ.e. vaxtaokrið. Af fréttum af Fasteignaráðstefnunni 2016, í Hörpu í dag, þá virðist sem vaxtokrið hafi ekki borið á góma og það jafnvel þó svo að fréttir hafi borist af því samdægurs að bankarnir hafi grætt á annað hundrað milljarða króna […]
Afar áhugaverðar niðurstöður er að finna í glænýrri skýrslu dr. Gunnars Steins Jónssonar um ákomu næringarefna í Mývatn. Skýrslan var unnin fyrir Umhverfis- og auðlindaráðuneytið og er hana að finna hér. Magn P (fosfór) virðist skipta höfuð máli fyrir vöxt og viðgang blágerla sem valda óæskilegu leirlosi í vatninu. Ef mikið er af P (fosfór), þá […]
Í Norræna húsinu í dag var haldinn mjög upplýsandi fundur á vegum Dögunar, um starfrækslu samfélagsbanka. Frummælendur á fundinum voru þau Ellen Brown og Wolfram Morales. Ellen er bandarískur lögfræðingur og rithöfundur, sem hefur skrifað fjölda greina og bækur um banka og lánastarfsemi. Hún er gjarnan fengin sem álitsgjafi í fjölmiðlum og hjá félagasamtökum. Það […]
Stofnun á vegum Sameinuðu þjóðanna hefur komist að þeirri niðurstöðu að sænsk og bresk stjórnvöld hafi beitt forvígismann Wikileaks, Julían Assange, ólögmætri frelsissviptingu. Það er augljóst að ríkin voru handbendi BNA í málinu. Bandarísk stjórnvöld vildu koma fram hefndum gegn Wikileaks, sem upplýsti um vafasaman stríðsrekstur og mannréttindabrot Bandaríkjamanna. Ólíklegt er að bresk stjórnvöld kippi […]
Bankastjóri Landsbankans er nokkuð góður með sig þessa dagana enda nýbúinn að fá ríflega launhækkun vegna mikillar ábyrgðar. Ekki er á allra vitorði hvað hann leggur hart að sér í vinnunni, en upp komst þó að hann hafi þurft að selja kortafyrirtækið Borgun að næturþeli. sem var í eigu almennings. Í næturvinnunni þá sparaði bankastjórinn […]
Afar jákvætt var að hlýða á málflutning landlæknis í viðtali á RÚV í dag. Allt bendir til þess að hann hafi farið rækilega með gagnrýnum hætti í gegnum íslenska heilbrigðiskerfið, á því rúma ári sem hann hefur verið í starfi. Það kvað við nýjan gagnsemistón, en umræðan hefur lengi verið þjökuð af upphrópunum um einkavæðingu […]
Lengi vel vakti félags- og húsnæðismálaráðherra ríkisstjórnarinnar mikla aðdáun fyrir falleg loforð um hvernig hún ætlaði að koma á félagslegu húsnæðiskerfi og styðja við leigjendur og þá sem stæðu höllum fæti á húsnæðismarkaðnum. Þegar líða fór á kjörtímabil ríkisstjórnarinnar, þá fóru ýmsir að átta sig á því að ráðherrann hefði ekkert gert og væri ekkert […]