Færslur fyrir flokkinn ‘Óflokkað’

Laugardagur 20.10 2018 - 12:00

Hvað sagði ég á Stóru hundaeyju?

Spænska nafnið á eyjaklasanum, sem Spánn ræður skammt undan strönd Blálands hins mikla, er Canarias, en það merkir Hundaeyjar. Dagana 30. september til 5. október 2018 tók ég þátt í ráðstefnu alþjóðlegs málfundafélags frjálslyndra fræðimanna, Mont Pelerin-samtakanna, á Gran Canaria, Stóru hundaeyju. Ég tók tvisvar til máls, fyrst á morgunverðarfundi um stjórnmálaviðhorf í Rómönsku Ameríku. […]

Sunnudagur 07.10 2018 - 10:48

Bankahrunið: Svartur svanur

Í dag eru tíu ár liðin frá bankahruninu. Ég hef komist að þeirri niðurstöðu, að það hafi verið „svartur svanur“, eins og líbanski rithöfundurinn Nassem Taleb kallar óvæntan, ófyrirsjáanlegan atburð, sem er engum að kenna, heldur orsakast af því, að margt smátt verður skyndilega eitt stórt. Það fór saman, að sölu ríkisbankanna lauk í árslok […]

Föstudagur 05.10 2018 - 13:44

Falsfrétt frá Össuri Skarphéðinssyni

Nú er mikið talað um falsfréttir. Eitt dæmi um slíkar fréttir er í nýlegri Facebook-færslu Össurar Skarphéðinssonar. Hann skrifar: Brynjar Níelsson segir að tíu ára afmæli hrunsins sé notað í pólitískum tilgangi. Í frægri skýrslu Hannesar Gissurarsonar um hrunið er ein af niðurstöðunum þessi: “Ábyrgðina ætti því ekki að finna hjá Oddssyni heldur gömlum andstæðingum […]

Sunnudagur 30.09 2018 - 14:06

„Hollenska minnisblaðið“

Þriðjudaginn 25. september 2018 fór skýrsla mín um erlenda áhrifaþætti bankahrunsins á netið frá fjármálaráðuneytinu. Þar eru tveir kaflar um Icesave-deilu Breta við Íslendinga. Fimmtudaginn 27. september skrifaði aðalsamningamaður Íslands í fyrstu lotu málsins, Svavar Gestsson, á facebooksíðu sína: „Svokölluð skýrsla HHG um hrunið er komin út. Hún er eiginlega Reykjavíkurbréf; þau eru ekkert skárri […]

Laugardagur 29.09 2018 - 16:01

Óvönduð vinnubrögð Marinós G. Njálssonar

Marinó G. Njálsson hefur birt athugasemdir við skýrslu mína um erlenda áhrifaþætti bankahrunsins, þótt hann viðurkenni, að hann hafi ekki lesið hana, aðeins íslenskan útdrátt úr henni. Furða ég mig á því, hvað mönnum gengur til, sem taka til máls opinberlega og hinir hróðugustu án þess að hafa kynnt sér umræðuefnið. Hér mun ég leiðrétta Marinó lið […]

Fimmtudagur 27.09 2018 - 17:52

Svavar Gestsson og skýrsla mín

Svavar Gestsson skrifar á Facebook síðu sína: „Svokölluð skýrsla HHG um hrunið er komin út. Hún er eiginlega Reykjavíkurbréf; þau eru ekkert skárri á ensku. Auðvitað er sleppt óþægilegum staðreyndum eins og hollenska minnisblaðinu.“ Nokkrir einstaklingar merkja við, að þeim líki þessi færsla, þar á meðal Mörður Árnason, Vésteinn Ólason og Karl Steinar Guðnason. Á […]

Fimmtudagur 27.09 2018 - 14:49

Svar til Trausta Salvars Kristjánssonar blaðamanns

Trausti Salvar Kristjánsson skrifaði mér: Sæll Hannes. Er að gera frétt uppúr Facebookfærslu almannatengils í Brussel (íslenskur) sem hefur greint heimildaskrá skýrslunar hjá þér. Hann virðist komast að þeirri niðurstöðu að aðeins hafirðu rætt við einn vinstrimann, Alistair Darling. Hann flokkar viðmælendur eftir lit, bankamenn eru rauðir, hægrimenn eru bláir og gulir eftirlitsaðilar. Ég spyr […]

Miðvikudagur 26.09 2018 - 18:25

Svör Félagsvísindastofnunar við spurningum Kjarnans

Kjarninn sendi nokkrar fyrirspurnir til Félagsvísindastofnunar um skýrslu mína, og finnst mér rétt, að spurningar hans og svör hennar birtist hér. Ljóst er, að Kjarninn beinir athygli sinni að aðalatriðum, eins og nafn miðilsins sýnir, en ekki neinu hismi. Spurning: Í viðtali við Morgunblaðið í gær sagði Hannes Hólmsteinn að hann hafi „skrifað mjög langa […]

Laugardagur 22.09 2018 - 08:31

Villan í leiðréttingu Soffíu Auðar

Um síðustu helgi benti ég á tvær yfirsjónir í nýlegri ritgerð Soffíu Auðar Birgisdóttur um kvæðabálk Þórbergs Þórðarsonar, Marsinn til Kreml. Þórbergur hafði sett vísuorð á þýsku inn í bálkinn: „Wenn das Judenblut von Messer spritzt/denn geht uns nochmals so gut.“ Þegar gyðingablóðið spýtist úr hnífnum, þá gengur okkur hálfu betur. Neðanmáls kvað Þórbergur orðin […]

Laugardagur 15.09 2018 - 04:06

Þórbergur um nasistasöng

Guðmundur G. Hagalín sagði eitt sinn, að Þórbergur Þórðarson hefði verið þjóðfífl Íslendinga, ekki þjóðskáld. Hafði Hagalín eflaust í huga ýmis afglöp Þórbergs, til dæmis þegar hann kvaðst eftir árás Hitlers á Pólland 1. september 1939 skyldu hengja sig, ef Stalín réðist líka á Pólland. Eftir að Stalín réðst á Pólland 17. september, varð Þórbergur […]

Höfundur

Hannes Hólmsteinn Gissurarson er prófessor emeritus í stjórnmálafræði í Háskóla Íslands og hefur verið gistifræðimaður við fjölmarga erlenda háskóla, þar á meðal Stanford-háskóla og UCLA. Hann fæddist 1953, lauk doktorsprófi í stjórnmálafræði frá Oxford-háskóla 1985 og er höfundur fjölmargra bóka um stjórnmál, sögu og heimspeki á íslensku, ensku og sænsku.


Nýjustu bækur hans eru Twenty Four Conservative-Liberal Thinkers, sem hugveitan New Direction í Brüssel gaf út í tveimur bindum í árslok 2020, Bankahrunið 2008 og Communism in Iceland, sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gaf út árið 2021, og Landsdómsmálið, sem Almenna bókafélagið gaf út í desember 2022. Hann hefur gefið út átta bókarlangar skýrslur á ensku. Sjö eru fyrir hugveituna New Direction í Brüssel: The Nordic Models og In Defence of Small States (2016); Lessons for Europe from the 2008 Icelandic Bank Collapse, Green Capitalism: How to Protect the Environment by Defining Property Rights og Voices of the Victims: Towards a Historiography of Anti-Communist Literature (2017); Why Conservatives Should Support the Free Market og Spending Other People’s Money: A Critique of Rawls, Piketty and Other Redistributionists (2018). Ein skýrslan er fyrir fjármálaráðuneytið, Foreign Factors in the 2008 Bank Collapse (2018). Hann er ritstjóri Safns til sögu kommúnismans, ritraðar Almenna bókafélagsins um alræðisstefnu, en nýjasta bókin í þeirri ritröð er Til varnar vestrænni menningu: Ræður sex rithöfunda 1950–1958. Árin 2017 og 2018 birtust eftir hann þrjár ritgerðir á ensku um frjálshyggju á Íslandi, Liberalism in Iceland in the Nineteenth and Twentieth Centuries, Anti-Liberal Narratives about Iceland 1991–2017 og Icelandic Liberalism and Its Critics: A Rejoinder to Stefan Olafsson.  

RSS straumur: RSS straumur

Nýlegar athugasemdir