Dagana 30.-31. ágúst skipulagði Gylfi Zoëga prófessor ráðstefnu í Háskóla Íslands um bankahrunið 2008 með ýmsum kunnum erlendum fyrirlesurum og nokkrum íslenskum, þar á meðal þeim Þorvaldi Gylfasyni, Stefáni Ólafssyni og Guðrúnu Johnsen. Þótt Gylfi fengi styrki til ráðstefnunnar frá Háskólanum og Seðlabankanum var hún lokuð og á hana aðeins boðið sérvöldu fólki. Íslendingarnir sem […]
Gylfi Zoëga prófessor hélt á dögunum leynifund í Háskóla Íslands, þar sem nokkrir erlendir fræðimenn töluðu um fjármálakreppuna. Til að lýsa ástandinu á Íslandi fyrir og eftir bankahrunið fékk hann Þorvald Gylfason prófessor. Líklega hefur Þorvaldur komið víða við eins og fyrri daginn. En vonandi hefur hann ekki reifað getgátur sínar um morðið á Kennedy […]
Eftir bankahrunið reyndu ýmsir þeir, sem höfðu að eigin dómi lítt notið sín áður, að gera sér mat úr því, ekki síst með því að níða niður landa sína erlendis. Í þessum hópi, sem ég hef kallað hrunmangara hefur mjög borið á prófessorunum Þorvaldi Gylfasyni og Stefáni Ólafssyni. Ég sé ekki betur en þeim hafi […]
Evrópuþingið hefur gert 23. ágúst að minningardegi um fórnarlömb alræðisstefnunnar, kommúnisma og nasisma. Þennan dag árið 1939 gerðu þeir Hitler og Stalín griðasáttmála og skiptu þar á milli sín Evrópu. Næstu tvö árin voru þeir bandamenn, og gekk Stalín jafnvel svo langt að hann afhenti Hitler ýmsa þýska kommúnista sem hann hafði haft í haldi. […]
Fréttablaðið hefur með tilvísun til upplýsingalaga beðið um afrit af bréfaskiptum vegna skýrslu minnar fyrir fjármálaráðuneytið. Ég hef ekkert við það að athuga, og hér eru bréfin (ég sleppi stuttum skeytum um, hvenær menn geti náð hver í annan í síma, ávörpum og kveðjuorðum o. sv. frv.). Heiðar Örn Sigurfinnsson á RÚV sendir bréf til […]
Sárt er að sjá grandvaran embættismann, Ingimund Friðriksson, fyrrverandi seðlabankastjóra, sæta ómaklegum árásum fyrir það, að Seðlabankinn hefur fylgt fordæmi norska seðlabankans og falið honum ýmis verkefni, sem hann er manna best fær um að leysa. Stundin segir Rannsóknarnefnd Alþingis um bankahrunið hafa komist að þeirri niðurstöðu, að hann og hinir tveir seðlabankastjórarnir fyrir bankahrun […]
Hús Seðlabankans við Kalkofnsveg er líkt og hús flestra annarra seðlabanka heims smíðað eins og virki, og sést þaðan vítt um sjó og land. Mikið var um að vera í þessu virki í sumarblíðunni fimmtudaginn 31. júlí 2008. Seðlabankastjórarnir þrír, Davíð Oddsson, Eiríkur Guðnason og Ingimundur Friðriksson, hittu tvo fulltrúa breska fjármálaeftirlitsins, Michael Ainley og […]
Á Apollón-hofinu í Delfí er ein áletrunin tilvitnun í Sólon lagasmið, Kynnstu sjálfum þér. Þetta var eitt af heilræðum vitringanna sjö í Forn-Grikklandi. Ég er hræddur um, að einn samkennari minn, Stefán Ólafsson félagsfræðiprófessor, hafi lítt skeytt um slík sjálfskynni. Hann skrifar andsvar í tímaritið Econ Watch við ritgerð eftir mig um stjórnarstefnuna 1991–2004. Þar […]
Árið 2017 birti ég yfirlitsgrein í tveimur hlutum í bandaríska tímaritinu Econwatch um frjálshyggju á Íslandi. Fyrri hlutinn var um frjálshyggju á 19. og 20. öld, þar á meðal verk Jóns Sigurðssonar, Arnljóts Ólafssonar, Jóns Þorlákssonar og Ólafs Björnssonar. Seinni hlutinn var um hinar víðtæku umbætur í frjálsræðisátt árin 1991-2004: Hagkerfið hér mældist hið 26. […]
Þegar ég fylgdist með heimsmeistaramótinu í knattspyrnu 2018, rifjaðist upp fyrir mér samanburður, sem Ólafur Björnsson, hagfræðiprófessor og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gerði á hægri- og vinstristefnu á ráðstefnu Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúdenta, 18. mars 1961. Hægrimenn teldu, að ríkið ætti að gegna svipuðu hlutverki og dómari og línuverðir í knattspyrnuleik. Það skyldi sjá um, að fylgt […]
Nýlegar athugasemdir