Laugardagur 17.4.2021 - 09:45 - Rita ummæli

Þráinn Eggertsson

Einn virtasti fræðimaður Íslendinga á alþjóðavettvangi, dr. Þráinn Eggertsson prófessor, er áttræður á þessu ári. Tvær bækur hans á ensku um stofnanahagfræði eru lesnar og ræddar í háskólum um allan heim. Ekki er síður um það vert, að Þráinn hefur í nokkrum snjöllum ritgerðum varpað ljósi hagfræðinnar á sögu Íslands. Ein þeirra er um ítöluna og birtist í International Review of Law and Economics árið 1992. Þar minnir Þráinn á samnýtingarbölið (tragedy of the commons). Ef margir nýta saman einhverja auðlind, þá er hætt við því, að hún verði ofnýtt, því að ávinningur af viðbótarnýtingu rennur óskiptur til nýtandans, en kostnaðurinn dreifist á alla. Eitt dæmi um þetta er beitarland í íslenskum afréttum að fornu. Hver sveit nýtti saman slíkt beitarland, en þá gátu einstakir bændur freistast til að reka of margt fé frá sér á fjall. Hrepparnir íslensku mynduðust ekki síst til að hafa stjórn á beitinni. Hver jörð fékk ítölu, eins konar kvóta, tölu þess fjár, sem reka mátti frá henni á fjall, og var heildartalan í hverri afrétt miðuð við, að eftir sumarið sneri féð aftur í eins góðum holdum og kostur væri frekast á. Hliðstæðan við núverandi kvótakerfi í sjávarútvegi leynir sér ekki, enda er vandinn sama eðlis.

Önnur ritgerð Þráins birtist í Journal of Economic Behavior and Organization árið 1996. Hún er um þá ráðgátu, hvers vegna Íslendingar sultu öldum saman heilu og hálfu hungri, þótt hér væri gnótt fiskjar. Þráinn telur skýringuna vera, að konungur og fámenn stórbændastétt hafi í sameiningu þrengt að sjávarútvegi, sem var að öðru óbreyttu arðbærasti atvinnuvegurinn. Konungur óttaðist, að ella gengi landið undan honum, eins og lá við að gerðist á „ensku öldinni“ svokölluðu, fimmtándu öld. Hann kaus frekar litlar skatttekjur en engar. Stórbændurnir vildu hins vegar ekki missa vinnuaflið að sjávarsíðunni. Útlendingum var því bönnuð veturseta, og landsmenn urðu að vera vistaðir á einhverju hinna fimm þúsund býla landsins og gátu aðeins stundað fiskveiðar í hjáverkum. Með konunglegum tilskipunum var verð á fiski fært langt niður frá markaðsverði, en verð á landbúnaðarafurðum að sama skapi fært upp.  Afleiðingin var, að Ísland festist í fátæktargildru, sem það losnaði ekki úr, fyrr en yfirvöld í Kaupmannahöfn höfðu skilið kenningu hagfræðinnar um kosti alþjóðlegrar verkaskiptingar og viðskipta. Þráinn Eggertsson er einn fremsti fulltrúi þeirrar rannsóknarhefðar á Íslandi.

(Fróðleiksmoli í Morgunblaðinu 17. apríl 2021.)

Flokkar: Óflokkað

Laugardagur 17.4.2021 - 09:29 - Rita ummæli

Leiðréttingarnar sem voxeu neitaði að birta

Foreword

Iceland is a tiny, remote island of which others know little. The Danish kings who ruled the country from 1380 to 1918 tried at least five times to sell her to others, thrice to the King of England, once to the merchants of Hamburg and once to Prussia. Unsurprisingly, then, Iceland has been an ideal target of fantasists, fabulists and mythmakers, the most notorious one being Dithmar Blefken, an itinerant preacher in Germany whose 1607 book on Iceland prompted a distinguished scholar, Arngrim Jonsson the Learned, to write a spirited defence of his motherland. The accounts by Blefken and other vilifiers of Iceland were however believed by some. Jean-Jacques Rousseau wrote for example (in Note P to the Second Part of his Discourse on Inequality) that some of the noble savages from Iceland brought to Denmark to be educated withered away and died, whereas others drowned when they tried to swim back to their country. Friedrich Engels, in a letter to Karl Marx from December 1846, spoke with disdain about the ‘greasy’ Icelanders who drank fish-oil, lived in earthen huts and broke down if the atmosphere did not reek of rotten fish. Now we have got a modern counterpart to old Blefken, and an Icelander to boot: Thorvaldur Gylfason, Professor of Economics at the University of Iceland, whose fifteen minutes of fame consisted in being elected in 2010 to a Constitutional Assembly which the left-wing government of 2009–2013 set up. Because of irregularities in the conduct of the elections to the Assembly, the Icelandic Supreme Court invalidated the elections. Nevertheless, Gylfason was appointed by the leftwingers in government to what was then called the ‘Constitutional Council’. This unelected group wrote a draft of a new constitution for Iceland that was seen as being so flawed that even the left-wing government refrained from accepting it. (In a 2012 referendum on the draft, only 49 per cent of the voters bothered to turn up, with two thirds of them accepting the draft as a proper guideline for a new constitution, which means that it was backed by only one third of those with a right to vote) In anger, Gylfason founded a political party whose sole purpose was to get the draft from the Constitutional Council accepted. This party received less than 2.5 per cent of the votes cast in the 2013 parliamentary elections and seems after that to have vanished into thin air. Gylfason has however written widely abroad about the ever-increasing corruption in Iceland of which, he claims, the rejection of the draft from the Constitutional Council is the clearest example. In a recent article in the online journal voxeu, Gylfason made some extraordinary claims, some being plainly wrong and slanderous, others being the half-truths that Tennyson called the blackest of lies. I sent some corrections to the Editor of voxeu, Professor Richard Baldwin, but he refused to publish them. Below are the corrections which I sent under the title ‘Iceland is Not a Failed State’. In a separate piece I shall publish the extraordinary correspondence with the voxeu Editor.

 

The comments on Iceland in a recent article in Voxeu by Professor Thorvaldur Gylfason (2021) have surprised many Icelanders. These comments certainly stand in need of some corrections and clarifications. I shall try to be as brief as possible and confine myself to matters of fact.

Gylfason says: ‘Iceland is a country that some observers have begun to view as a failed state.’ On the contrary, Iceland does well on almost any criteria for success. She is and has long been, with Luxembourg, Norway, and Switzerland, one of the most prosperous countries in Europe, in terms of GDP per capita. The infant mortality rate is, according to the UN, the lowest in the world (United Nations, 2019). The crime rate (the number of reported crimes divided by the total population) is lower than in the other Nordic countries and one of the lowest in the world (World Population Review, 2021). The rapid recovery of Iceland after the 2008 bank collapse has been widely noted. Moreover, Iceland is a well-functioning democracy. Civil rights are relatively well protected there. In short, Iceland is a typical Nordic country, prosperous and peaceful, and far from being a failed state in the sense of Acemoglu and Robinson (2012).

The Quota System in the Fisheries

Nonetheless, Gylfason writes: ‘Iceland has a serious problem with its Russia-style oligarchs. These are usually owners of fishing vessels, whom the political class has enriched by awarding them free (or virtually free) access to Iceland´s valuable fish resources. In exchange for cash, the politicians have created a fish-based ruling class that behaves like a state within the state, dictating policy platforms to political parties, court verdicts, newspaper editorials, some academic appointments, and more.’

This is highly misleading. Income distribution is more equal in Iceland than in almost any other European country. According to Eurostat (2021), the risk-at-poverty rate (the proportion of people with income below 60 per cent of median income) is lower in Iceland than in any other European country, and therefore probably in the whole world. The latest available figure for Iceland is 8.8 per cent, whereas for Finland it is 12.0, for Denmark 12.7, for Norway 12.9, and for Sweden 16.4. Another set of numbers might be relevant in a discussion about oligarchy. According to the World Bank (2021), the latest figure for the proportion of income enjoyed by the top 10 per cent of the population was 22.5 per cent in Iceland. Corresponding figures for the other Nordic countries were for Denmark 24.0, Finland 22.6, Norway 21.6, and Sweden 22.3. In other words, the economic position of the most affluent group in Iceland was no stronger than in the other Nordic countries.

Gylfason’s assertion, that ‘in exchange for cash, the politicians have created a fish-based ruling class’, is almost beyond belief. It involves, apparently, a serious allegation against Icelandic politicians: that they were bribed to give quotas to owners of fishing vessels. The truth of the matter is quite different.

Catch quotas, or shares in the total allowable catch in each fish stock, were first introduced in the two pelagic fisheries in response to their possible collapse: in the herring fishery in 1975 and in the capelin fishery in 1980. Since most of the vessels in these fisheries were of similar size, initial allocation was non-controversial. The boats simply received equal quotas. Soon it was found that flexibility required the possibility for transfers of quotas between vessels. This was seen to be successful and this nascent system of transferable catch quotas eventually became the model for the economically much more important demersal fisheries which were also threatened by collapse. In 1984 catch quotas were introduced in the demersal fisheries, for cod, catfish, haddock, halibut and other groundfish. Initial allocation was made on the basis of catch history over the three years preceding the introduction of the system (the ‘grandfathering’ principle). In 1990, a law was passed by which the quota system was made comprehensive, and the quotas were made almost fully transferable; they were allocated without any time limits. Since then, almost all the quotas initially allocated have been transferred between fishing firms. The more efficient owners of fishing capital have bought out the less efficient ones and total fishing effort has gone down to what approaches the optimum. Today, the Icelandic fisheries are both profitable and sustainable, unlike fisheries in most other countries (Gissurarson, 2015).

In other words, the quotas are not, and have never been, allocated on political grounds, in a discretionary way. Initially, some 45 years ago in the herring fishery and some 37 years ago in the demersal fisheries, they were allocated on the basis of catch history (according to the ‘grandfathering’ principle), and since then they have been allocated spontaneously in the market for quotas, by transfers between fishing firms. The assertion that ‘in exchange for cash, the politicians have created a fish-based ruling class’ is completely baseless. It is a different issue altogether that the economic success of the system has ignited disagreement on the legal status of the now very valuable catch quotas (whereas under open access to fishing grounds the right of all to harvest fish at sea becomes virtually worthless as a result of excessive fishing effort, as H. S. Gordon (1955) demonstrated).

The Revision of the Icelandic Constitution

Gylfason goes on to say that ‘this alliance of politicians and oligarchs has persisted in unapologetically disregarding the result of a 2012 national referendum, where 67% of the voters declared their support for a new post-crash constitution drawn up by a constitutional assembly elected by the nation in 2010’.

This is also highly misleading. When Iceland in 1944 repealed the Act of the Union with Denmark, in force since 1918, a referendum was held on the new Constitution for the Republic which was in most important aspects based on the Constitution given to Iceland by the Danish government in 1874. The results were impressive. Of those eligible to vote, 98.4 per cent used their right. Of those who voted, 95.0 per cent voted for the new Constitution (Statistics Iceland, 1988). After the 2008 bank collapse some felt that a new constitution was needed, although others failed to see the logic behind this. Be that as it may, the left-wing government taking power in 2009 held elections to a 25-strong constitutional assembly in 2010. The turnout was very low, only 36.7 per cent. Subsequently, some irregularities in the conduct of the elections led the Icelandic Supreme Court to invalidate the elections. Then the government simply appointed the 25 delegates who had received the most votes in the now-invalidated ‘elections’ to a ‘Constitutional Council’. This Council delivered its proposals for constitutional changes in 2012. In a referendum on the suggestions, the turnout was again quite low, 48.9 per cent. Of those who voted, 66.1 per cent wanted the proposals of the Constitution Council to form the basis of a new draft Constitution, and 33.1 voted against it (Statistics Iceland 2021).

In other words, there was no constitutional assembly legally elected by the nation in 2010, and only one-third of Icelanders with the right to vote declared their support for the proposals of the Council appointed by government of which, incidentally, Gylfason was a vocal member. Compare this to the 98.4 per cent turnout in the 1944 referendum and the 95.0 per cent support then for the Constitution. Consequently, the left-wing government (which can hardly be said to be an ‘alliance of politicians and oligarchs’) decided not to act on the Council’s proposals. In protest, Gylfason founded a party which ran in the 2013 parliamentary elections on a single issue, the demand for constitutional changes in accordance with the proposals of the Constitutional Council. The party received 2.5 per cent of the votes cast and no parliamentary seat.

In passing, Gylfason mentions a case of alleged bribery by an Icelandic fishing firm being investigated in Namibia. It should be emphasised that this case is still unresolved. But even if the courts would eventually conclude that bribes had been given, certainly Iceland as a society should no more be judged by that than for example Sweden by the bribery scandals at arms manufacturers Brofors and Saab. Here I shall not go either into Gylfason’s allegation that a ‘fish-based ruling class’ in Iceland is ‘dictating policy platforms to political parties, court verdicts, newspaper editorials, some academic appointments, and more’ except to say that it would be interesting to see the evidence for this sweeping indictment of Icelandic judges, journalists and academics.

Party Patronage in Iceland

Gylfason writes: ‘Iceland’s civil service and court system are stacked with political appointees who, as members, take their cue from the political class. Large swaths of the business community fit the same pattern.’ It is certainly true that in Iceland, as in other democratic countries, government ministers make many appointments, although usually they can only choose between candidates that selection committees have considered competent. But there is no reason to believe that such appointments are made in a less professional way than in most other European countries. The latest study of the subject seems to be a comparative survey from 2008 of party patronage in 15 European countries, including Iceland, Denmark and Norway. The conclusion was that party patronage was least common in the UK, the Netherlands, Denmark, Iceland, and Norway, with the Index of Party Patronage going up from 0.09 in the UK to 0.26 in Norway. Party patronage was most common in Greece, Austria, Italy, Germany and Hungary, with the Index going down from 0.62 in Greece to 0.43 in Hungary (Kopecký and Mair, 2012, 367). Certainly, this study does not lend much support to Gylfason’s assertions.

References

Acemoglu, D and J Robinson (2012), Why Nations Fail: The Origins of Power, Prosperity, and Poverty, New York NY: Crown Business.

Eurostat (2021), Income Poverty Statistics, https://ec.europa.eu/eurostat/statistics-explained/index.php?title=Income_poverty_statistics

Gissurarson, H (2015), The Icelandic Fisheries: Sustainable and Profitable, Reykjavik: University of Iceland Press.

Gylfason, T (2021), From truth to reconciliation: Lessons from Iceland, VoxEU.org 6 February 2021. https://voxeu.org/article/truth-reconciliation-lessons-iceland

Gordon, H S (1955), “The Economic Theory of a Common-Property Resource: The Fishery,” Journal of Political Economy, 62 (2), 124–142.

Kopecký, P and P Mair (2012), Conclusion: Party Patronage in Contemporary Europe, Party patronage and party government in European democracies, eds. P Kopecky, P Mair and M Spirova, Oxford: Oxford University Press.

Statistics Iceland (1988), Kosningaskyrslur, Vol. I, Reykjavik: Statistics Iceland.

Statistics Iceland (2021), data on elections, https://statice.is/

United Nations (2019), World Population Prospects, https://population.un.org/wpp/

World Bank (2021), World Development Indicators, http://wdi.worldbank.org/table/1.3

World Population Review (2021), https://worldpopulationreview.com/country-rankings/crime-rate-by-country

(Grein í The Conservative 16. apríl 2021.)

Flokkar: Óflokkað

Laugardagur 10.4.2021 - 10:57 - Rita ummæli

Rangfærslur í Finnlandi

Finnskur kennari við Háskólann á Akureyri, Lars Lundsten að nafni, skrifaði fyrir skömmu grein í Hufvudstadsbladet í Helsingfors um, að Ísland væri spilltasta landið í hópi Norðurlanda. Ég svaraði í blaðinu 7. apríl og benti á, að heimild hans væri hæpin. Hún væri alþjóðleg spillingarmatsvísitala, en eins og fram hefur komið opinberlega, hefur einkunn Íslands samkvæmt henni aðeins lækkað vegna þess, að tveir íslenskir matsmenn, Grétar Þór Eyþórsson (samkennari Lundstens á Akureyri) og Þorvaldur Gylfason, hafa metið Ísland niður nokkur síðustu ár án sýnilegrar ástæðu.

Ég benti einnig á, að venjuleg merki víðtækrar stjórnmálaspillingar væri ekki að sjá á Íslandi. Hér væri velmegun meiri og almennari en víðast hvar annars staðar og tekjudreifing jafnari, jafnframt því sem Ísland teldist friðsælasta land í heimi og með minnstu glæpatíðni.

Í svari sínu í sama tölublaði gerði Lundsten aðeins eina efnislega athugasemd. Hún var, að ég segði Samherja ranglega hafa verið sýknaðan í sakamáli vegna gjaldeyrisskila. Dómstólar hefðu ekki fellt efnislegan úrskurð í málinu. Lagaheimild hefði skort til þess.

Auðvitað er þessi athugasemd Lundstens fjarstæða. Menn og fyrirtæki verða einmitt ekki sakfelld, nema til þess sé lagaheimild. Í réttarríki ráða lögin, ekki mennirnir. Með dómi Hæstaréttar 8. nóvember 2018 var stjórnvaldssekt, sem Seðlabankinn hafði lagt á Samherja, numin úr gildi. Embætti sérstaks saksóknara hafði áður fellt niður meginþætti málsins gegn fyrirtækinu og látið svo um mælt í bréfi til þess, að það hefði lagt sig fram „af kostgæfni“ að fylgja settum reglum um gjaldeyrisskil, en um það snerist málið. Embætti skattrannsóknarstjóra, sem hafði líka skoðað málið, hafði ekki talið ástæðu til aðgerða. Mér er ekki ljóst, hvað Lundsten gengur til með þessari árás í erlendu blaði á eitt öflugasta útflutningsfyrirtæki landsins.

(Fróðleiksmoli í Morgunblaðinu 10. apríl 2021.)

Flokkar: Óflokkað

Laugardagur 3.4.2021 - 09:50 - Rita ummæli

Uppljóstrun um fjármál flokka

Liðin eru 409 ár, frá því að Arngrímur lærði birti rit sitt, Anatome Blefkeniana (Verk Blefkens krufin), þar sem hann andmælti alls konar furðusögum um Ísland, sem þýski farandprédikarinn Dithmar Blefken hafði sett saman. Mér sýnist ekki vanþörf á að endurtaka leikinn, því að Þorvaldur Gylfason prófessor hefur farið víða um lönd og prédikað gegn þjóð sinni, sérstaklega útgerðarmönnum. Þorvaldur stofnaði sem kunnugt er stjórnmálaflokk um baráttumál sín, og fékk hann 2,5% í kosningunum 2013 og engan þingmann. Í skýrslu, sem Þorvaldur tók nýlega saman um stjórnarfar á Íslandi fyrir Bertelsmenn stofnunina í Þýskalandi, segir hann, að lög um fjármál stjórnmálaflokka hafi verið sett á Íslandi, eftir að Ríkisendurskoðun hafi ljóstrað upp um, að útgerðarfyrirtæki hafi styrkt Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn tífalt á við aðra flokka árin 2008–2011.

Þetta er fjarstæða. Lög um fjármál stjórnmálaflokka voru sett árið 2006, fyrir það tímabil, sem Þorvaldur nefnir. Ég hef hvergi rekist á neina uppljóstrun um, að árin 2008–2011 hafi útgerðarfyrirtæki styrkt Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn tífalt á við aðra flokka. Ríkisendurskoðun kannast ekki heldur við málið. Þessi tala gæti að vísu verið nálægt sanni, því að útgerðarfyrirtæki styrkja vissulega frekar þessa flokka en vinstri flokkana. En í lögunum frá 2006 um fjármál flokka eru settar strangar almennar skorður um styrki fyrirtækja til flokka, og kemur meginhluti tekna flokkanna frá ríki og sveitarfélögum.

Ég skoðaði málið á heimasíðu Ríkisendurskoðunar. Árin 2008–2011 fékk Sjálfstæðisflokkurinn 804,8 millj. kr. í framlög, aðallega frá ríkinu, en 15,2 millj. kr. af þessu fé kom frá útgerðarfyrirtækjum, innan við 2% af heildarframlögum. Framsóknarflokkurinn fékk 319,2 millj. kr. samtals, þar af 8,2 millj. kr. frá útgerðarfyrirtækjum, um 2,5% af heildarframlögum. Samfylkingin fékk 620,6 millj. kr. samtals, þar af 2,3 millj. kr. frá útgerðarfyrirtækjum. Vinstri grænir fengu 402,3 millj. kr. samtals, þar af innan við 500 þús. kr. frá útgerðarfyrirtækjum.

Af tekjum stjórnmálaflokkanna kom með öðrum orðum aðeins brot frá útgerðarfyrirtækjum, um 2,5%, þar sem hlutfallið var hæst. Samtals námu framlög útgerðarfyrirtækja til Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks þetta tímabil 23,4 millj. kr., en til Samfylkingar og Vinstri grænna á sama tímabili 2,7 millj. kr. Samtals voru því framlögin í þessu dæmi rösklega áttföld, ekki tíföld. En sú tala skiptir vitanlega engu máli, því að tekjur Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks af framlögum útgerðarfyrirtækja voru aðeins örlítið brot af heildartekjum þeirra. Það var lægra hlutfall en Þorvaldur fékk í kosningunum 2013, og var það þó lágt.

(Fróðleiksmoli í Morgunblaðinu 3. apríl 2021.)

Flokkar: Óflokkað

Laugardagur 27.3.2021 - 19:36 - Rita ummæli

Vormaður og sálufélag

Fyrir nokkrum misserum var gerð könnun um fallegasta orðið á íslensku, og varð „ljósmóðir“ fyrir valinu. Það var eðlilegt. Hvort tveggja er, að orðið sjálft er fallegt og þjált og að mikil birta hvílir yfir merkingarsviði þess: ný börn að koma í heiminn, mikil blessun fámennri þjóð. Hvernig ætti að þýða þetta orð? Hver tunga á sér einmitt orð, sem örðugt er að þýða, vegna þess að merkingarsvið þeirra vísa til sérstakrar sögu og menningar, hugsunarháttar og aðstæðna. Dæmi eru enska orðið „gentleman“ og danska orðið „hygge“.

Hér bendi ég á tvö önnur sérstök orð í íslensku. Annað er „vormaður“. Það skírskotar til kynslóðarinnar, sem hóf að láta að sér kveða eftir aldamótin 1900 og var ráðin í að koma Íslandi, þá fátækasta landi Vestur-Evrópu, í fremstu röð. Þetta voru vormenn Íslands og auðvitað af báðum kynjum. Þetta voru verkfræðingar, sem lögðu vegi, hlóðu stíflur, smíðuðu brýr, reistu hús og bægðu frá óhreinindum, kulda og myrkri með vatns-, hita- og rafmagnsveitum, læknar, sem skáru burt mein og bólusettu gegn farsóttum, kennarar, sem vöktu áhuga nemenda sinna á sögu Íslands og einstæðum menningararfi og brýndu fyrir þeim að vanda mál sitt, kveiktu í þeim metnað fyrir Íslands hönd, útgerðarmenn, sem ráku vélbáta og togara og öfluðu drjúgra gjaldeyristekna, iðnrekendur, sem veittu fjölda manns atvinnu og skírðu fyrirtæki sín rammíslenskum nöfnum. Orðið „vormaður“ lýsir von íbúanna á norðurhjara veraldar um meiri birtu.

Hitt orðið er „sálufélag“. Í íslenskum þjóðsögum er hermt, að Sæmundur prestur í Odda hafi heyrt í fornum spám, að honum væri ætlað sálufélag með fjósamanni á Hólum. Eitt sérkenni Íslendinga er, að þeir eru miklu fastmótaðri heild en flestar aðrar þjóðir. Stéttamunur er hér minni og kjör jafnari en víðast annars staðar, eins og nýjustu alþjóðlegu mælingar staðfesta. Íslendingar tala ekki ótal mállýskur, og þeir geta hæglega lesið þá tungu, sem töluð hefur verið hér frá öndverðu. Hver maður á því sálufélag við alla aðra Íslendinga, frá fyrstu landnámsmönnunum, Ingólfi Arnarsyni og Hallveigu Fróðadóttur, til þeirra nýfæddu barna, sem ljósmæðurnar taka á móti þessa stundina. Mikill skaði væri að því að rjúfa þetta sálufélag eins og nú er reynt að gera í nafni fjölmenningar.

(Fróðleiksmoli í Morgunblaðinu 27. mars 2021.)

Flokkar: Óflokkað

Laugardagur 27.3.2021 - 19:18 - Rita ummæli

Villur Jóns Ólafssonar

Ég hef hér farið yfir ýmsar brellur, firrur, gloppur og skekkjur í verkum Jóns Ólafssonar um íslensku kommúnistahreyfinguna. Ýmsar þjóna þær þeim tilgangi að gera lítið úr ofbeldiseðli hreyfingarinnar og tengslum við alræðisherrana í Mosku. En sumar villur Jóns virðast engum tilgangi þjóna. Strax í upp­hafi bókarinnar Kæru félaga (bls. 15) segir Jón til dæmis frá för Hend­riks Ottós­sonar og Brynj­ólfs Bjarna­sonar á annað þing Kom­interns 1920: „Ferða­lang­arnir þurftu að fara norður alla Sví­þjóð og yfir landa­mæri Nor­egs til Rúss­lands. Þaðan svo aftur suður á bóg­inn, fyrst til Petr­ograd þar sem þingið var sett og svo austur til Moskvu.“ En sam­kvæmt frá­sögn Hend­riks, sem ástæðu­laust er að rengja, fóru þeir fyrst frá Kaup­manna­höfn til Stokkhólms til að ná í gögn og farar­eyri hjá erind­reka Kom­interns þar í borg. Síðan sneru þeir aftur til Kaup­manna­hafnar og fóru með skipum vestur og norður Noreg til Múr­m­ansk. Var þetta hin mesta svað­il­för. Urðu þeir að smygla sér í litlum báti norður að landa­mærum Noregs, því að þeir höfðu ekki far­ar­leyfi þang­að, og þaðan til Rúss­lands. Þeir misstu raunar af fyrstu dögum þings­ins í Pét­urs­garði, því að það hafði þá verið flutt til Moskvu. Komu þeir mjög seint á þing­ið og eru þess vegna ekki á skrá um þingfulltrúa, þótt þeir tækju fullan þátt í störfum þingsins.

Margar villur eru í sömu bók í frásögn Jóns af MÍR, Menningartengslum Íslands og Ráðstjórnarríkjanna, sem Jón kallar stundum ranglega (bls. 181 og 340) Menningarsamband. Jón segir (bls. 185) um átök í MÍR árin 1958–1960: „Þessi átök end­uðu með því að Krist­inn E. Andr­és­son missti ítök sín í MÍR og var bolað út úr félaginu.“ Þessu var þver­öf­ugt far­ið. Andstæð­ingar Krist­ins misstu ítök sín í MÍR og var bolað út úr félag­inu. Eftir að Sigurvin Össurarson, Adolf Pet­er­sen og fleiri menn úr Reykja­vík­ur­deild MÍR höfðu haustið 1958 upplýst rússneska erindreka um, að þeir vissu af fjár­hags­legum stuðn­ingi Moskvumanna við MÍR, varð órói í félag­inu. Beittu for­ystu­menn Sós­í­alista­flokks­ins sér fyrir því, að Reykjavíkurdeild MÍR væri tekin úr höndum þess­ara manna á aðal­fundi hennar 26. febr­úar 1960. Þeim tókst ætl­un­ar­verk sitt. Varð Árni Böðv­ars­son for­maður félags­deild­ar­innar í stað Sig­ur­vins, og annar banda­maður Krist­ins, Þorvaldur Þór­ar­ins­son, tók sæti í stjórn­inni. Einn þeirra manna, sem felldir voru úr stjórn, Adolf Pet­er­sen, skrif­aði um þetta í blöð. Málið er líka rakið nokkuð í einni SÍA-skýrsl­unni, sem Jón Ólafs­son vitnar sjálfur í (Rauða bókin (1984), bls. 126). Kristinn E. Andr­és­son og aðrir for­ystu­menn Sós­í­alista­flokks­ins réðu alla tíð yfir sjálfum heild­ar­sam­tök­un­um, enda varð Krist­inn for­seti MÍR á eftir Hall­dóri Laxness 1968.

(Fróðleiksmoli í Morgunblaðinu 20. mars 2021.)

Flokkar: Óflokkað

Laugardagur 13.3.2021 - 05:31 - Rita ummæli

Skekkjur Jóns Ólafssonar

Í verkum Jóns Ólafssonar um íslensku kommúnistahreyfinguna er mikið um firrur, gloppur og villur. Þar er líka talsvert um skekkjur, en þær má kalla ástæðulausa ónákvæmni og ómarkvissa frásögn. Jón fer til dæmis iðulega rangt með nöfn bóka og manna. Í Kæru félögum frá 1999 verður Ófriður í aðsigi eftir Þór Whitehead að Óveðri í aðsigi (bls. 330), Örlaganótt yfir Eystrasaltslöndum eftir Ants Oras breytist í Sólmyrkva í Eystrasaltslöndum (bls. 286), Haavard Langseth ummyndast í Haavard Langeseth (bls. 38 og 340), Olav Vegheim í Olaf Vegheim (bls. 23) og William Gallacher í William Callagher (bls. 123, 125 og 334).

Tímatal Jóns er einnig losaralegt. Hann segir, að Langseth hafi komið til Íslands 1928 og 1929 (bls. 38 og 340), en hann kom hvorugt það ár til Íslands, svo að vitað sé, heldur árið 1930. Hann segir, að þing kommúnistaflokks Ráðstjórnarríkjanna hafi verið háð í mars 1956 (bls. 175), en það stóð frá 14. til 24. febrúar. Jón segir í Sögu 2007 (bls. 107), að bréf, sem Einar Olgeirsson sendi Komintern, Alþjóðasambandi kommúnista, hafi verið sent snemma í ágúst 1938, en það er dagsett 21. ágúst. Jón segir í Appelsínum frá Abkasíu, að Finnland hafi fengið sjálfstæði 1918 (bls. 285), en það gerðist í desember 1917. Þessi skekkja hefur slæðst inn í bók Kjartans Ólafssonar, Drauma og veruleika. Jón segir á sama stað, að vetrarstríðið hafi hafist haustið 1939, en það hófst um hávetur, í nóvemberlok 1939, eins og nafnið sýnir raunar.

Meinlegasta skekkja Jóns er, þegar hann segir í Kæru félögum frá bréfi, sem sent var frá Íslandi til Stokkhólms í janúar 1921, en undir það er skrifað „Sillinn“. Jón dró þá ályktun (bls. 22), að hér væri á ferð sænski kommúnistinn Hugo Sillén, og væri athyglisvert, hversu snemma erlendir kommúnistar létu sig varða hina íslensku hreyfingu. En bréfritarinn var auðvitað Hendrik S. Ottósson, sem gekk undir nafninu „Sillinn“ meðal vina sinna. Þessi skekkja hefur slæðst inn í bók Þorleifs Friðrikssonar, Við brún nýs dags.
Jón reynir að gera lítið úr slíkum leiðréttingum og kvartar opinberlega undan „smásmygli“ minni og „geðvonsku“. En flestar þessar villur eru ekki meinlausar prentvillur, heldur stafa þær af hirðuleysi. Jón nennir bersýnilega ekki að standa upp frá tölvu sinni og fletta upp í bókum.

(Fróðleiksmoli í Morgunblaðinu 13. mars 2021.)

Flokkar: Óflokkað

Laugardagur 6.3.2021 - 07:23 - Rita ummæli

Gloppur Jóns Ólafssonar

Það má kalla gloppur í verkum fræðimanna, þegar þar vantar mikilvægar staðreyndir, ýmist af vangá eða vanþekkingu, svo að samhengi slitnar. Ein versta gloppan í verkum Jóns Ólafssonar um íslensku kommúnistahreyfinguna er í frásögn hans af fundi Einars Olgeirssonar í Moskvu í október 1945 með Georgí Dímítrov, yfirmanni alþjóðadeildar kommúnistaflokks Ráðstjórnarríkjanna (sem tók við af Komintern, Alþjóðasambandi kommúnistaflokka). Jón segir í bók sinni, Kæru félögum (bls. 141): „Ekki er ljóst af dag­bók­ar­færslu Dimitrovs hvað þeim Ein­ari fór á milli en þó hefur Einar rætt við hann um mögu­leika á við­skiptum land­anna því að Dimitrov hefur skrifað hjá sér að Einar ætli sér næsta dag að hitta Anastas Mikoj­an, utan­rík­is­við­skipta­ráð­herra.“

En sam­kvæmt dag­bók Dímítrovs sjálfs 25. októ­ber 1945 bað Einar „um ráð um afstöðu flokks­ins og rík­is­stjórn­ar­innar til stofn­unar banda­rískra her­stöðva (flug­valla o. sv. frv.) til tjóns fyrir sjálf­stæði Íslands, svo og um íslensk flokks­mál­efn­i“. Auðvitað hlutu þeir Dímítrov og Einar að ræða herstöðvabeiðni Bandaríkjanna, sem var mál málanna á Íslandi, en ráðstjórnin í Moskvu var einnig líkleg til að láta sig hana miklu varða. Dagbókarfærsla Dímítrovs kom fram á ráðstefnu, sem haldin var í Reykjavík 1998, ári áður en Jón gaf út bók sína, og vakti mikla athygli. Ég spurði Jón eitt sinn, hvers vegna hann hefði ekki getið um þetta, og kvað hann það hafa verið einfalda yfirsjón. Hvort sem þetta var tilraun til blekkingar eða yfirsjón, var þetta stór galli á bók hans, alvarleg gloppa.

Margar aðrar gloppur eru í verkum Jóns, en hér nefni ég aðeins eina. Hann segir í bók sinni, Appelsínum frá Abkasíu, frá Veru Hertzsch, þýskum kommúnista, sem flust hafði til Moskvu og eignast barn með Benjamín H. J. Eiríkssyni, þegar hann var þar á leyniskóla. Hreinsanir Stalíns stóðu sem hæst í desember 1937, þegar hún skrifar í bréfi til Benjamíns: „Greve hefur líka verið handtekin.“ Jón segir ekki ljóst (bls. 137), hver Greve væri. En Richard Greve var ritstjóri blaðsins, sem Vera starfaði við, og mynd er af honum og æviágrip í einni þeirra bóka, sem Jón vitnar í, Verra­tene Idea­le eftir Oleg Dehl. Greve var handtekinn í nóvember 1937.

(Fróðleiksmoli í Morgunblaðinu 6. mars 2021.)

Flokkar: Óflokkað

Laugardagur 6.3.2021 - 06:44 - Rita ummæli

Orðaskipti við Svein Andra

Sveinn Andri Sveinsson lögmaður sendi mér kalda kveðju á Snjáldru um daginn (en tilefnið var símtal dómsmálaráðherra við lögreglustjórann í Reykjavík):

Alþjóð veit að Hannes Hólmsteinn er í senn hugmyndafræðingur Sjálfstæðisflokksins og gjallarhorn flokksforystunnar. Þegar hann gjammar, er Sjálfstæðisflokkurinn að tjá sig. … Og ef það er einhver sem ekki er starfi sínu vaxinn er það háskólaprófessorinn sem virðist ekki hafa snefil af þekkingu um opinbera stjórnsýslu og málefni lögreglu.

Ég sagði þá:

Ég held þú ættir að eyða minni tíma hér á netinu og meira tíma til að sinna verkefnum þínum sem skiptaráðandi og umboðsmaður fólks, sem þarf á lögfræðiaðstoð að halda. Af fréttum að dæma mörg síðast liðin ár hefur þú því miður ekki gefið þér alveg nógu mikinn tíma í það.

Sveinn Andri sagði þá:

Ég held að þú ættir að eyða minni tíma hér á netinu og einbeita þér að því að sinna öllum nemendunum þínum sem flykkjast í alla kúrsana þína í HÍ sem við skattgreiðendur borgum þér fyrir að sinna. Eða hvað? Er frjálshyggjuprófessorinn á ríkisjötunni kannski ekki með neina kúrsa eða nemendur? Það er kannski skýringin á hvað þú hefur mikinn tíma til að vera á netinu?

Ég svaraði:

Þér til fróðleiks: Ég er nú ekki mikið á Netinu. Þú mátt ekki mæla þetta í tímanum, sem þú notar á Netinu. Ég þarf ekki eins mikinn tíma og þú: það er ekki eins langt í leiðslunum hjá mér og hjá þér, eins og skjólstæðingar þínir hafa því miður kynnst.

Sveinn Andri sagði:

þú ert miklu meira á Netinu en ég. Ég þarf líka að afla mér tekna sjálfur á hinum frjálsa markaði þar sem samkeppni ríkir. Það eru ekki allir jafn heppnir eins og þú að vera áskrifendur að launatékkum frá okkur skattgreiðendum fyrir að gera ekki rassgat.

Ég svaraði:

Annars get ég upplýst fyrir þá, sem áhuga hafa á, hvað ég sé að sýsla (þótt eflaust séu þeir ekki margir), að ég var í árslok 2020 að gefa út 884 bls. bók í tveimur bindum, sem er hægt að hlaða niður ókeypis af netinu: https://newdirection.online/…/twenty_four_conservative… https://newdirection.online/…/twenty_four_conservative… Og fyrir áhugamenn er mér ljúft að upplýsa, að ég skrifa tvisvar í viku í jafnaði fyrir tímaritið The Conservative: https://theconservative.online/columnist/hannes-gissurarson

Ég bætti við:

Annars ertu aðeins að reyna að leiða athyglina frá því, sem forystumaður Viðreisnar gerði og ég benti á: https://hannesgi.blog.is/blog/hannesgi/entry/2210361/
Sveinn Andri sagði:
Þú ættir að hafa alla athyglina á því hvernig harðlínuöflin undir þinni andlegu forystu hafa leitt til þess að fagnað er og skálað þegar Sjálfstæðisflokkurinn mælist yfir 20% í skoðanakönnunum.
Ég svaraði:
Núna er ég áhrifalaus, eins og vinstri menn þreytast ekki á að benda á. Þegar ég hafði einhver áhrif í stjórnmálum, var Sjálfstæðisflokkurinn með 35–40% atkvæða og alltaf í stjórn, samfellt í 17 ár. Þú ert sennilega enn lakari í að kenna fólki stjórnmálasögu en í því að gæta hagsmuna skjólstæðinga þinna. — Það er hins vegar athyglisvert og segir sína sögu, að þú skulir ekki treysta þér til að verja forystumann flokks þíns.
Sveinn Andri sagði:
ef ég færi að kenna stjórnmálasögu fengi ég kannski einhverja nemendur – öfugt við þig. — það þarf nú ekki mikið að verja formann Viðreisnar. Þorgerður Katrín stendur sig vel. Það er merkileg vörnin sem þú tekur upp fyrir þinn formann – varnartaktíkin virðist ganga út á það að ræða ekkert um háttsemi formannsins; frekar verði að hengja sendiboðann sem vakti athygli á því að ráðherra hefði verið á vettvangi þar sem sóttvarnareglur voru brotnar.
Ég svaraði:
Ég hef ekki undan neinu að kvarta hjá forsvarsmönnum Háskólans (rektor og sviðsforseta), framkoma þeirra hefur verið óaðfinnanleg, en það er meira en skjólstæðingar þínir geta sagt um þig.
Sveinn Andri sagði:
mínir kúnnar eru hæstánægðir. Afkoma er bezti mælikvarðinn á ánægju viðskiptavina. Þannig eru nú fræðin. Þetta hefur þú aldrei reynt á eigin skinni enda lengst af verið í öruggu skjóli skattgreiðenda. Hvað eru margir nemendur að skrá sig á kúrsa hjá þér?
Ég svaraði:
Þú afsannar það á hverjum degi hér á Snjáldru, að þér gangi vel í lífinu. Þá værir þú ekki í þeirri allsherjarfýlu út í lífið, sem raun ber vitni. Þú hefur skipað þér í raðir nöldurseggjanna, kverúlantanna, sem tala vel um öll lönd nema sitt eigið og kvarta öllum stundum undan því, sem lítið er og bliknar í samanburði við alla þá erfiðleika, sem sjá má annars staðar. Þú ert eins orðljótur um þína gömlu félaga í Sjálfstæðisflokknum og þú ert blíðmáll við dómarana, sem skammta lögmönnum verkefni.
 Sveinn Andri sagði:
þú verður að fyrirgefa síðbúið svar. Vinnan hefur forgang fram yfir að svara þér. Að vinna fyrir sér er auðvitað ekki konsept sem þú þekkir nema kannski af afspurn og Guði sé lof að þú kennir hvorki markaðs- né rekstrarfræði. En svona til að upplýsa þig þá ganga viðskipti vel þegar veltan er góð og hún skilar hagnaði. En auðvitað skilur þú þetta ekki, maðurinn sem er búinn að vera áratugum saman á spena hjá skattgreiðendum. Og varðandi lífið þá vona ég að ég endi ekki eins og þú; gamall og frústreraður bitur kall. Þú hefur masterað tvennt í gegnum tíðina og ert betri í því en flestir aðrir, en það er að koma þér í mjúkinn hjá peningaöflunum og að komast að ríkisspenann og hins vegar stendur þér enginn framar í geðillskulegum athugasemdum um samborgarana og dylgjum, þar sem sannleikurinn er fullkomið aukaatriði. Enginn er síðan orðljótari en þú um aðra; fáránlegar athugasemdir þínar um lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu eru glöggt dæmi um það. En segðu mér hvað ertu að kenna marga kúrsa í Háskóla Íslands, hvar þú ert prófessor og hvað eru nemendur þínir margir? Og hvernig er tilfinningin fyrir jafn gallharðan frjálshyggjumann eins og þig að vera á framfæri skattgreiðenda?
Ég svaraði:
Ég ætla ekki að fara í keppni við þig um það, hvor okkar sé geðverri eða orðljótari, því að þá keppni get ég ekki unnið.

Flokkar: Óflokkað

Laugardagur 27.2.2021 - 08:42 - Rita ummæli

Firrur Jóns Ólafssonar

Firrur eru hugmyndir, sem standast  bersýnilega ekki, ganga þvert gegn þeim veruleika, sem við höfum fyrir augunum, eða gegn röklegri hugsun. Nokkrar slíkar firrur getur að líta í verkum Jóns Ólafssonar heimspekikennara um sögu íslensku kommúnistahreyfingarinnar. Ein þeirra er, að þeir 23 Íslendingar, sem kommúnistaflokkurinn íslenski sendi á leyniskóla Kominterns, Alþjóðasambands kommúnistaflokka, í Moskvu árin 1929–1938 hafi ekki fengið neina teljandi hernaðarþjálfun. Rök Jóns fyrir þessu eru, að engin gögn séu til um það. En sú ályktun hans er röng af tveimur ástæðum. Samkvæmt námskrám og frásögnum annarra hlutu allir nemendur í þessum skólum þjálfun í undirbúningi byltingar, þar á meðal í vopnaburði, skipulagningu götuóeirða, fölsun vegabréfa og annarra gagna, meðferð ólöglegs fjarskiptabúnaðar og notkun dulmáls. Þurft hefði sérstaka heimild um undanþágu íslensku nemendanna frá því námi til að rökstyðja ályktun Jóns. Í öðru lagi greindu nokkrir íslensku nemendanna einmitt frá því, að þeir hefðu fengið þjálfun í vopnaburði, þar á meðal Andrés Straumland, Benjamín H. J. Eiríksson og Helgi Guðlaugsson. Tók einn nemandinn meira að segja þátt í borgarastríðinu á Spáni, Hallgrímur Hallgrímsson.
Önnur firra Jóns er, að haustið 1938 hafi Sósíalistaflokkurinn verið stofnaður í andstöðu við Komintern. Heimild hans er minnisblað, sem einn starfsmaður Kominterns sendi yfirmanni sínum, þar sem hann lýsti efasemdum um stofnun flokksins. En þetta innanhússplagg jafngilti ekki neinni ákvörðun Kominterns. Allt bendir til þess, að Komintern hafi látið sér vel líka stofnun Sósíalistaflokksins. Kommúnistaflokkar Danmerkur og Svíþjóðar sendu heillaóskaskeyti við stofnunina, og ég fann í skjalasafni Sósíalistaflokksins bréf frá Alþjóðasambandi ungra kommúnista í Moskvu til Æskulýðsfylkingarinnar, sem tók við af Sambandi ungra kommúnista, þar sem lýst er ánægju með stofnun fylkingarinnar og starfsskrá. Óhugsandi hefði verið, að allt þetta hefði verið gert í andstöðu við Komintern, sem laut öflugu miðstjórnarvaldi. Engin merki neins ágreinings sjást heldur í samskiptum íslenskra sósíalista við hina alþjóðlegu kommúnistahreyfingu frá öndverðu. Um er að ræða augljósa ofályktun. Ein fjöður verður að fimm hænum.

(Fróðleiksmoli í Morgunblaðinu 27. febrúar 2021.)

Flokkar: Óflokkað

Höfundur

Hannes Hólmsteinn Gissurarson er prófessor emeritus í stjórnmálafræði í Háskóla Íslands og hefur verið gistifræðimaður við fjölmarga erlenda háskóla, þar á meðal Stanford-háskóla og UCLA. Hann fæddist 1953, lauk doktorsprófi í stjórnmálafræði frá Oxford-háskóla 1985 og er höfundur fjölmargra bóka um stjórnmál, sögu og heimspeki á íslensku, ensku og sænsku.


Nýjustu bækur hans eru Twenty Four Conservative-Liberal Thinkers, sem hugveitan New Direction í Brüssel gaf út í tveimur bindum í árslok 2020, Bankahrunið 2008 og Communism in Iceland, sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gaf út árið 2021, og Landsdómsmálið, sem Almenna bókafélagið gaf út í desember 2022. Hann hefur gefið út átta bókarlangar skýrslur á ensku. Sjö eru fyrir hugveituna New Direction í Brüssel: The Nordic Models og In Defence of Small States (2016); Lessons for Europe from the 2008 Icelandic Bank Collapse, Green Capitalism: How to Protect the Environment by Defining Property Rights og Voices of the Victims: Towards a Historiography of Anti-Communist Literature (2017); Why Conservatives Should Support the Free Market og Spending Other People’s Money: A Critique of Rawls, Piketty and Other Redistributionists (2018). Ein skýrslan er fyrir fjármálaráðuneytið, Foreign Factors in the 2008 Bank Collapse (2018). Hann er ritstjóri Safns til sögu kommúnismans, ritraðar Almenna bókafélagsins um alræðisstefnu, en nýjasta bókin í þeirri ritröð er Til varnar vestrænni menningu: Ræður sex rithöfunda 1950–1958. Árin 2017 og 2018 birtust eftir hann þrjár ritgerðir á ensku um frjálshyggju á Íslandi, Liberalism in Iceland in the Nineteenth and Twentieth Centuries, Anti-Liberal Narratives about Iceland 1991–2017 og Icelandic Liberalism and Its Critics: A Rejoinder to Stefan Olafsson.  

RSS straumur: RSS straumur

Nýlegar athugasemdir