Fyrir tilviljun rakst ég á ljósmynd af okkur Geir H. Haarde að sýna Friedrich A. von Hayek Þingvelli í apríl 1980. Birti ég hana á Snjáldru (Facebook) og lét þess getið, að Geir hefði verið forsætisráðherra 2006–2009, en ranglega dreginn fyrir Landsdóm vegna bankahrunsins 2008. Gísli Tryggvason lögmaður andmælti mér með þeim orðum, að Landsdómur hefði fundið Geir brotlegan við ákvæði í stjórnarskrá (17. gr.) um, að halda skyldi ráðherrafundi um mikilvæg stjórnarmálefni. Þetta varð tilefni til þess, að ég rifjaði upp dóminn.
Íslenska stjórnarskráin er sniðin eftir hinni dönsku, en þetta ákvæði er ekki í hinni dönsku. Það var sett inn í stjórnarskrá hins nýstofnaða íslenska konungsríkis 1920 af sérstakri ástæðu. Ríkisráðsfundir voru haldnir með konungi einu sinni eða tvisvar á ári, og bar þar ráðherra upp lög og önnur málefni. En frá 1917 höfðu ráðherrar verið fleiri en einn, þótt aðeins einn ráðherra færi venjulega á konungsfund. Tryggja þurfti, að aðrir ráðherrar hefðu komið að afgreiðslu þeirra mála, sem sá bar upp. Þetta ákvæði var ekki fellt út, þegar Ísland varð lýðveldi 1944, enda voru þá ekki gerðar aðrar efnisbreytingar á stjórnarskránni en þær, sem leiddu af lýðveldisstofnuninni.
Forsætisráðherra var því eftir lýðveldisstofnun ekki skylt að halda ráðherrafundi um mikilvæg stjórnarmálefni í sama skilningi og undir konungsstjórn, þegar vissa varð að vera um, að aðrir ráðherrar stæðu að málum, sem hann bar einn undir konung. Honum var aðeins skylt að verða við óskum annarra ráðherra um ráðherrafundi. Sakfelling meiri hluta Landsdóms var reist á næsta augljósri mistúlkun þessa ákvæðis, eins og minni hlutinn benti á í sératkvæði.
Það, sem meira er: Ég tel, að Geir sem forsætisráðherra hafi beinlínis verið skylt að halda EKKI ráðherrafundi um yfirvofandi bankahrun. Þann sama dag og hann hefði gert það, hefðu bankarnir hrunið. Þegar öðrum forsætisráðherra var tilkynnt vorið 2003, að varnarliðið væri á förum, var vandlega um það þagað og reynt í kyrrþey að leysa málið, og tókst það um skeið.
Geir var ranglega dreginn fyrir Landsdóm. Nær hefði verið að hrósa honum sem fjármálaráðherra 1998–2005 fyrir traustan fjárhag ríkissjóðs og fyrir að hafa ásamt seðlabankastjórunum þremur og eftirmanni sínum í embætti fjármálaráðherra með neyðarlögunum 2008 lágmarkað fjárskuldbindingar ríkissjóðs.
(Fróðleiksmoli í Morgunblaðinu 18. júlí 2020.)

Þess var minnst í gær, að hálf öld er liðin frá andláti Bjarna Benediktssonar. Hér vil ég vekja athygli á tveimur verkum Bjarna, sem hljótt hefur verið um, en varða bæði hið erfiða viðfangsefni, sem hann og samtímamenn hans stóðu frammi fyrir, að reisa og treysta íslenskt ríki, eftir að okkar fámenna þjóð fékk fullveldi 1. desember 1918, en líklega urðu þá einhver mestu tímamót í Íslandssögunni.
Rithöfundurinn Guðmundur Andri Thorsson skrifar 2. júlí 2020 færslu á Snjáldru, Facebook, um nýlegt myndband frá Knattspyrnusambandi Íslands: „Mér finnst nú heldur mikið í lagt í nýju KSÍ-auglýsingunni að láta líf þjóðarinnar í þúsund ár snúast um að verjast grimmum innrásarherjum, og nota til þess heilaspunann úr Snorra Sturlusyni um ófreskjur sem magnaðar voru að hans sögn upp gegn útsendara Haraldar Gormssonar, og urðu svo löngu síðar að táknmyndum landsfjórðunganna undir heitinu „landvættir“. Þetta er í grundvallaratriðum röng sýn.“
Almannaveitur upplýsinga, eins og óhætt er að kalla Facebook, Twitter og Amazon, eru teknar upp á því ritskoða fólk, vegna þess að það er talið hafa fráleitar eða ógeðfelldar skoðanir, þótt ekki sé að vísu alltaf full samkvæmni í þeirri ritskoðun. Full ástæða er til að spyrna hér við fótum. Frelsið er líka frelsi til að hafa fráleitar eða ógeðfelldar skoðanir. Um þetta orti gamli Grundtvig:
Í Aldarsögu Háskóla Íslands er kafli eftir Guðmund Hálfdanarson prófessor um dósentsmálið 1937. Ráðherra skipaði Sigurð Einarsson dósent í guðfræði, þótt dómnefnd hefði mælt með öðrum. Hafði ráðherrann sent einum virtasta guðfræðingi Norðurlanda úrlausnir allra umsækjenda og sá talið Sigurð bera af og raunar einan hæfan. Kveður Guðmundur ekkert benda til, að sérfræðingurinn hafi vitað, hvaða umsækjandi átti hvaða úrlausn. Líklega hefur dómnefnd verið vilhöll, enda var vitað fyrir, að hún vildi ekki Sigurð. Hér virðist ráðherra hafa leiðrétt ranglæti.
Adam Smith taldi þrælahald óhagkvæmt með þeim einföldu rökum, að þræll væri miklu meira virði sem frjáls maður, því að þá hefði hann hag af því að finna og þroska hæfileika sína í stað þess að leyna þeim fyrir eiganda sínum. Þetta vissi Snorri Sturluson líka og færði í letur söguna af Erlingi Skjálgssyni, sem gaf þrælum sínum tækifæri til að rækta landskika, hirða afraksturinn af þeim og kaupa sér fyrir hann frelsi. „Öllum kom hann til nokkurs þroska.“
Þegar Skúli Magnússon var búðardrengur hjá einokunarkaupmanninum danska og mældi út vöru, kallaði kaupmaður jafnan: Mældu rétt, strákur! Hann átti við hið öfuga, að Skúli skyldi halla á viðskiptavinina, ekki mæla rétt.
3. Sumir þykjast vera frjálshyggjumenn, en berjast fyrir auðlindaskatti og jafnvel fyrir því að taka kvóta af útgerðarmönnum. En frjálshyggja hvílir á tveimur stoðum, einkaeignarrétti og viðskiptafrelsi. Einkaeignarrétturinn er hagkvæmur, af því að menn fara betur með eigið fé en annarra og vegna þess að ágreiningur leysist þá af sjálfum sér: menn fara hver með sína eign og þurfa ekki að eyða tíma í þrætur um, hvernig eigi að fara með sameign. Sjaldan grær gras í almenningsgötu. En hvernig geta menn verið hlynntir einkaeign á nýtingarrétti beitarlands og laxveiðiár og ekki einkaeign á nýtingarrétti fiskistofns? Hvers vegna vilja þeir breyta útgerðarmönnum í leiguliða ríkisins og útvega misvitrum stjórnmálamönnum nýjan tekjustofn til að þræta um?
Þegar menn keppast við að leggja á ráðin um aukin ríkisútgjöld, að því er virðist umhugsunarlaust, er ekki úr vegi að rifja upp frægan fyrirlestur, sem bandaríski félagsfræðingurinn 
Nýlegar athugasemdir