Mánudagur 20.1.2020 - 01:25 - Rita ummæli

Kínversk ekki-speki

Fræg er sagan af því, þegar Bandaríkjamenn spurðu Zhou Enlai, einn af leiðtogum kínverskra kommúnista, að því árið 1971, hvað hann segði um frönsku stjórnarbyltinguna. „Það er of snemmt um það að segja,“ svaraði Zhou. Þetta hefur verið haft til marks um djúpa kínverska speki, þegar horft er langt fram og aftur í tímann. En það er misskilningur, eins og kom fram í Financial Times 10. júní 2011. Túlkurinn við þetta tækifæri, Charles W. Freeman, upplýsti, að Zhou hefði verið að tala um stúdentaóeirðirnar í París 1968.

Sagan er samt merkileg fyrir tvennt. Í fyrsta lagi voru kommúnistarnir, sem stjórnuðu Kína, engir djúpvitringar, heldur þröngsýnir og grimmir ofstækismenn. Eftir að þeir höfðu sigrað í borgarastríði 1949, hófust fjöldaaftökur um allt Kína, sannkallað blóðbað. Milljónir manna voru drepnar. Og í „Stóra stökkinu“ fram á við árin 1958–1962 féllu 44 milljónir manna úr hungri, eins og sagnfræðingurinn Frank Dikötter hefur sýnt fram á, en hann hefur rannsakað kínversk skjalasöfn, sem áður voru lokuð.

Í öðru lagi var alls ekki of snemmt um þetta að segja. Þegar í nóvemberbyrjun 1790 hafði breski stjórnmálaskörungurinn Edmund Burke gefið út Hugleiðingar um Frönsku byltinguna (Reflections on the Revolution in France), þar sem hann kvað hana dæmda til að mistakast. Frönsku byltingarmennirnir teldu, að allt vald ætti að vera í hendi lýðsins, og það merkti ekki annað en að allt vald ætti að vera í hendi þeirra, sem teldu sig hafa umboð lýðsins, en þeir væru sökum reynsluleysis og ofstækis síst allra til mannaforráða fallnir. Byltingarmennirnir ætluðu að rífa allt upp með rótum, en það hlyti að enda með ósköpum, enda hefðu þeir óljósar hugmyndir um, hvað taka ætti við. Breskt stjórnarfar einkenndist hins vegar af því, sagði Burke, að valdinu væri dreift til margra aðila, og þess vegna myndaðist jafnvægi milli þeirra og framvindan yrði hæg og örugg.

Allt gekk fram, sem Burke sagði. Ógnarstjórn hófst í Frakklandi, og fallöxin hafði ekki undan. Loks hrifsaði herforingi frá Korsíku völdin og krýndi sjálfan sig keisara.

(Fróðleiksmoli í Morgunblaðinu 18. janúar 2020.)

Flokkar: Óflokkað

Laugardagur 11.1.2020 - 09:44 - Rita ummæli

Adam Smith á Íslandi

Einokunarverslunin danska var í raun innheimtustofnun fyrir auðlindaskatt, eins og Gísli Gunnarsson prófessor hefur sýnt fram á: Fé var með ýmsum opinberum aðgerðum fært úr sjávarútvegi til landbúnaðar, en snarminnkaði auðvitað á leiðinni, eins og títt er um slíkt umstang. Með henni voru Íslendingar hraktir inn í fátæktargildru, sem gekk svo nærri þjóðinni, að hún leið næstum því út af á átjándu öld. En hvers vegna ákvað Danastjórn að afnema einokunarverslunina 1787? Eflaust er helsta skýringin, að komið var í öngstræti. En ef til vill gegndu hugmyndir hlutverki líka.

Adam Smith hafði árið 1776 gefið út Auðlegð þjóðanna, öfluga málsvörn verslunarfrelsis. Ein fyrsta þýðing bókarinnar kom út á dönsku árin 1779–1780. Hún var að undirlagi vina Smiths í Danmörku og Noregi, bræðranna Peters og Carstens Ankers og Andreasar Holts. Þeir þrír höfðu í maí 1762 kynnst Smith í Glasgow og endurnýjað þau kynni í Toulouse í mars 1764. Holt var formaður landsnefndarinnar fyrri 1770–1772, sem lagði á ráðin um umbætur á Íslandi. Í október 1780 skrifaði Smith honum, þakkaði fyrir skemmtilegan ferðapistil um Ísland og lýsti yfir ánægju sinni með, að þýðingin skyldi vera komin út.

Þeir Holt og Carsten Anker gegndu báðir embættum í Rentukammerinu (fjármálaráðuneytinu) danska. Þýðandi bókarinnar, Frands Dræbye, starfaði þar einnig. Þegar einokunarverslunin var afnumin, var Holt látinn, en þeir Anker og Dræbye sinntu enn ýmsum verkefnum fyrir Rentukammerið. Þeir voru frjálslyndir umbótasinnar, en fóru gætilega, eins og Smith gerði jafnan sjálfur. Nærtækt er að álykta, að þeir hafi haft einhver áhrif á hina örlagaríku ákvörðun um að létta okinu af Íslendingum 1787. Í sömu mund var einokunarverslun við Finnmörku afnumin. Enn fremur hafði yfirmaður Rentukammersins, Ernst Schimmelmann, kynnst frelsisrökum Smiths á ferðum sínum um Norðurálfuna ungur. (Peter Anker kemur örlítið við Íslandssöguna líka, en í allt öðru máli.)

Vitanlega var afnám einokunarverslunarinnar aðeins skref í rétta átt, en samt mikilvægt. Þjóðin lifnaði við, og fullt verslunarfrelsi fékkst árið 1855. Ef til vill átti Adam Smith einhvern þátt í þessari þróun.

(Fróðleiksmoli í Morgunblaðinu 11. janúar 2020.)

Flokkar: Óflokkað

Laugardagur 4.1.2020 - 09:48 - Rita ummæli

Heimur batnandi fer

Haustið 2014 gaf Almenna bókafélagið út bók metsöluhöfundarins Matts Ridleys, Heimur batnandi fer (The Rational Optimist). Ridley er dýrafræðingur að mennt, var um skeið vísindaritstjóri Economist, en situr í lávarðadeild Bretaþings. Hélt hann því fram, að kjör mannkyns hefðu snarbatnað síðustu tvær aldir. Á dögunum birti Ridley grein í Spectator um þróunina á þessum áratug.

Nú hefur í fyrsta skipti í mannkynssögunni hlutfall þeirra, sem búa við sára fátækt, farið niður fyrir 10 af hundraði. Tekjudreifing á heimsvísu hefur orðið jafnari, aðallega vegna þess að í Asíu og Afríku hefur hagvöxtur verið örari en í Evrópu og Norður-Ameríku. Barnadauði hefur aldrei verið minni. Um hungursneyðir heyrist vart lengur. Mýrakalda, lömunarveiki og hjartasjúkdómar eru allt orðið fátíðara.

Nú notar mannkynið minna á mann af alls konar efnum vegna tækniframfara og endurnýtingar. Í Bretlandi minnkaði notkun alls konar efna (lífrænna efna, málma, jarðefna og jarðefnaeldsneytis) á mann um þriðjung tímabilið 2000–2017. Snjallsíminn hefur leyst af hólmi myndavélina, útvarpið, vasaljósið, áttavitann, landabréfið, úrið, geislaspilarann, dagblaðið og spilin. Ljósaperur nota miklu minna rafmagn en áður, skrifstofur miklu minni pappír.

Tækniframfarir í landbúnaði hafa í för með sér, að minna land þarf nú til beitar og ræktunar, og hafa skógar að sama skapi stækkað í vestrænum velsældarlöndum og villidýr snúið þangað aftur. Ridley telur hið mesta óráð að reyna að minnka orkunotkun með því að hækka orkuverð upp úr öllu valdi. Völ sé á nægri ódýrri orku í kjarnorkuverum.

Þess má líka geta, þótt Ridley minnist ekki á það í pistli sínum, að mjög hefur hægt á fólksfjölgun í heiminum. Martröðin um sífellt fleira fólk að eltast við sífellt færri auðlindir á sér litla stoð í veruleikanum. Draumurinn um betra og grænna mannlíf getur hins vegar ræst.

(Fróðleiksmoli í Morgunblaðinu 4. janúar 2020.)

Flokkar: Óflokkað

Laugardagur 28.12.2019 - 11:40 - Rita ummæli

Hundur Rousseaus

Svo frægur var árekstur heimspekinganna Karls R. Poppers og Ludwigs Wittgensteins í Cambridge 25. október 1946, að um hann hefur verið skrifuð heil bók, Eldskörungur Wittgensteins (Wittgenstein’s Poker), sem ég hef minnst hér á. Sömu höfundar, David Edmonds og John Eidinow, hafa skrifað bók um annan frægan árekstur, að þessu sinni milli Rousseaus og Humes. Heitir hún Hundur Rousseaus (Rousseau’s Dog).

Þótt sumir teldu Jean-Jacques Rousseau vitring, má efast um það, en hitt er rétt, að hann var sérvitringur. Hann skrifaði bók um uppeldismál, en sendi þau fimm börn, sem hann gat með lagskonu sinni, á munaðarleysingjahæli. Hann kom undantekningarlaust illa fram við þá, sem veittu honum aðstoð í margvíslegum hrakningum hans, og virðist hafa verið haldinn ofsóknaræði og vænisýki. Ég hef bent á það hér, að hann vék að Íslendingum í ritum sínum. Sagði hann þá þeirra, sem sendir væru í nám til Kaupmannahafnar, sakna svo hins náttúrlega lífs ættjarðarinnar, að ýmist vesluðust þeir upp þar ytra eða drukknuðu, þegar þeir reyndu að synda heim!

David Hume var hins vegar raunsær og glaðsinna, lét fátt raska heimspekilegri ró sinni og hrakti hátimbruð hugmyndakerfi með skarplegum rökum, en naut um leið lífsins að spjalli með vinum yfir glasi af víni. Hann var um nokkurt skeið sendiráðsritari í París og var þá hvers manns hugljúfi og kallaður „Le bon David“, sá góði Davíð. Í árslok 1765 var hann að tygja sig til heimferðar, og þá birtist Rousseau í París, en átti á hættu handtöku fyrir skrif sín. Hume aumkvaði sig yfir Rousseau, tók hann með sér yfir Ermarsund í janúar 1766 og kom honum fyrir uppi í sveit. Hafði d’Holbach barón þó varað Hume við því, að hann væri að ala nöðru við brjóst sér.

Í byrjun fór vel á með heimspekingunum, en síðan hljóp hundur í Rousseau. Honum þótti tefjast, að Hume útvegaði sér lífeyri frá konungi, sem hann taldi sig eiga skilið, og komst hann loks að þeirri niðurstöðu, að Hume væri höfuðpaur í samsæri gegn sér. Hume tók því fálega og skrifaði hvert bréfið af öðru sér til varnar. Rousseau flýði loks undan samsærinu aftur yfir Ermarsund, en upplýstir Evrópubúar, sem þekktu báða af bókum þeirra, stóðu á öndinni yfir þessum ósköpum.

(Fróðleiksmoli í Morgunblaðinu 28. desember 2019. Myndin er af Hume.)

Flokkar: Óflokkað

Laugardagur 21.12.2019 - 12:10 - Rita ummæli

Til hvers eru kosningar?

Íslendingar fylgjast miklu betur með stjórnmálum í Bretlandi og Bandaríkjunum en á meginlandi Norðurálfunnar, og er það eflaust vegna enskunnar, sem við höfum betur á valdi okkar en flest önnur mál, en þessi lönd eru líka nálægt okkur landfræðilega og stjórnmálalega. Bandaríkin hafa við okkur varnarsamning, og Bretland er einn stærsti viðskiptavinur okkar.

Þegar gengið er til kosninga í þessum löndum, spretta iðulega fram spekingar uppi á Íslandi og hneykslast á úrslitum, því að í hvorugu landinu tíðkast hlutfallskosningar. Donald Trump hlaut til dæmis færri atkvæði samanlagt en Hillary Clinton í bandaríska forsetakjörinu 2016. En tilgangur forsetakjörsins var ekki að mæla almennt fylgi frambjóðendanna, heldur kaus hvert af fimmtíu ríkjum Bandaríkjanna kjörmenn sína eftir misjöfnum reglum (sum jafnvel hlutfallskosningu), og síðan valdi kjörmannasamkoma forsetann. Bandaríkin eru ekki eitt kjördæmi, og það væri andstætt eðli þeirra að vera það. Það er bandalag fimmtíu ríkja.

Í Bretlandi eru einmenningskjördæmi, og það veldur því, að stærsti flokkurinn getur fengið miklu hærra hlutfall á þingi en talið í atkvæðum, eins og gerðist nú í desemberkosningunum 2019. Kerfinu er ekki ætlað að endurspegla heildarfylgi hvers flokks, heldur sendir hvert kjördæmi einn mann á þing. Einn stór kostur er við þetta kerfi. Hann er, að ábyrgð stjórnenda og kostir um að velja verða miklu skýrari.

Tvö lýðræðishugtök eru helst notuð á Vesturlöndum. Annað er, að þingið eigi að endurspegla sem nákvæmast þjóðarviljann. Margvísleg vandkvæði eru á að gera það, en vissulega á þá hlutfallskosning við. Hitt hugtakið er, að lýðræði sé friðsamleg leið til að skipta um valdhafa, séu kjósendur óánægðir með þá. Þar á betur við fyrirkomulagið á Bretlandseyjum, enda á Clement Attlee að hafa sagt, að höfuðkosturinn við lýðræðið væri, að losna mætti við valdhafana án þess að þurfa að skjóta þá.

(Fróðleiksmoli í Morgunblaðinu 21. desember 2019.)

Flokkar: Óflokkað

Laugardagur 14.12.2019 - 15:04 - Rita ummæli

Frá Varsjá

Dagana 23.–24. nóvember 2019 sat ég ráðstefnu um kapítalisma í Varsjá í Póllandi. Í erindi mínu gerði ég greinarmun á umhverfisvernd og umhverfistrú (ecofundamentalism). Umhverfisverndarmenn vilja nýta náttúrugæðin skynsamlega og leita þess vegna ráða til að minnka umhverfisspjöll eins og mengun og ofveiði. Eitt hið besta er að þeirra dómi að skilgreina eignarrétt (eða einkaafnotarétt) á gæðum náttúrunnar, því að þá verða til eigendur eða gæslumenn. Vernd krefst verndara. Umhverfistrúarmenn telja hins vegar, að maður og náttúra séu andstæður og að umhverfið hafi einhvers konar rétt gagnvart mönnum.

Ég benti á, að árekstrar í umhverfismálum eru í raun ekki milli manns og náttúru, heldur milli ólíkra hópa manna. Skýrt dæmi er hvalur á Íslandsmiðum. Sumir vilja veiða hann og eta. Aðrir vilja friða hann, jafnvel þótt stofnarnir á Íslandsmiðum séu sterkir. Í þeirra augum virðist hvalur vera eins og heilög kýr hindúa. En hvalir éta að mati sjávarlíffræðinga um sex milljónir lesta af sjávarfangi á ári, þar á meðal smáfiski. Við Íslendingar löndum hins vegar ekki nema rösklega einni milljón lesta af fiski. Krafa hvalfriðunarsinna er því í raun um, að við Íslendingar tökum að okkur að fóðra hvalinn fyrir þá án þess að mega nýta hann sjálfir. Þeir eru eins og freki bóndinn, sem rekur kvikfénað sinn í bithaga nágrannans og ætlast til þess, að hann sé þar á fóðrum. Hér rekast á tveir hópar manna, ekki maður og náttúra.

Annað dæmi er regnskógurinn á Amasón-svæðinu. Umhverfistrúarmenn vilja friða hann. Rökin eru að vísu veik. Það er ekki rétt, að regnskógurinn framleiði verulegt súrefni handa jarðarbúum, og tryggja má líffræðilegan fjölbreytileika með miklu minni skógi en nú vex þar. En setjum svo, að rökin séu gild og skógurinn sé mannkyni mikilvægur. Þá ættu auðvitað aðrir jarðarbúar að greiða Brasilíumönnum fyrir afnot sín af skóginum.

(Fróðleiksmoli í Morgunblaðinu 14. desember 2019.)

Flokkar: Óflokkað

Sunnudagur 8.12.2019 - 06:33 - Rita ummæli

Poitiers og Vínarborg: Múslimar stöðvaðir

Um miðjan nóvember hélt ég fyrirlestra í tveimur Evrópuborgum, um rithöfundinn Jan Valtin í Poitiers og um hagfræðinginn Friedrich A. von Hayek í Vínarborg. Þessar tvær borgir eiga eitt sameiginlegt: Þar var Evrópu bjargað undan múslimum, 732 og 1683.

Á þeim hundrað árum, sem liðið höfðu frá láti Múhameðs spámanns 632, höfðu múslimar lagt undir sig Miðausturlönd, Norður-Afríku og Íberíuskagann. Frá Spáni héldu þeir til Frakklands. Árið 732 stefndi fjölmennur her þeirra, um 80 þúsund manns, í átt til Poitiers í Mið-Frakklandi og rændu á leiðinni öllu því, sem hönd á festi. Foringi liðsins var Abdul Rahman Al Ghafiqi. Frakkland átti þá að heita undir stjórn Mervíkinga, en bryti konungs, Karl Martel, réð mestu og fór fyrir varnarliði Frakka, um 30 þúsund manns. Martel tókst með fótgönguliði sínu að koma þungvopnuðu riddaraliði múslima á óvart 10. október, og þegar kvisaðist, að hermenn hans væru að láta greipar sópa um hinn dýrmæta ránsfeng múslimanna, stukku þeir margir út úr bardaganum. Frekari flótti brast í liðið, eftir að Abdul Rahman hafði verið veginn. Martel sendi skilaboð af vígvellinum með bréfdúfu, og sagði þar: „Sarracenti obtriti.“ Serkirnir sigraðir.

Liðu nú aldir. Árið 1683 stjórnaði soldáninn í Miklagarði Balkanskaga, Miðausturlöndum og Norður-Afríku og hugðist færa veldi sitt lengra til norðurs og hertaka Vínarborg. Settist 170 þúsund manna lið undir forystu Kara Mustafa Pasha stórvesírs um borgina í júlí, en innan múranna var 15 þúsund manna varnarsveit. En nú gerðu keisari Þýskalands og konungur Póllands bandalag í fyrsta skipti. Jóhann Sobieski Póllandskonungur skundaði suður með 85 þúsund manna lið og birtist í útjaðri Vínarborgar 11. september. Múslimaherinn réðst á her Sobieskis snemma næsta dag, en varð að láta undan síga, þegar pólskt riddaralið bættist við fótgönguliðið, sem farið hafði fyrst fram, og síðan geystist austurríska varnarliðið út fyrir borgarmúrana og bættist í hópinn. Flýðu múslimar hver um annan þveran, og féllu um 15 þúsund þeirra í orrustunni, en innan við fimm þúsund kristnir hermenn. Mustafa Pasha var kyrktur að skipun soldánsins, en Jóhann Sobieski hnikaði við frægum orðum Sesars og mælti: Veni, vidi, Deus vicit. Ég kom, ég sá, en Guð sigraði.

(Fróðleiksmoli í Morgunblaðinu 7. desember 2019. Málverkið er af orrustunni við Poitiers eftir Charles de Steuben. Karl Martel situr fákinn, en Abdul Rahman sveiflar sveðju.)

Flokkar: Óflokkað

Miðvikudagur 4.12.2019 - 11:48 - Rita ummæli

Deilt við Øygard: Hvað átti að gera eftir páskakreppuna 2006?

Øygard skrifar á Facebook síðu sína 3. desember (þótt hann segist hvað eftir annað vilja líta fram á við og ekki aftur á bak):

Today I thought I would launch a small „what would you have done if you were Central Bank Governor“-quiz. Before I start I want to thank Hannes Hólmsteinn Gissuararson, an Icelandic professor in political science. He reviewed my book in an Icelandic newspaper, Morgunbladid, November 30th. In his review he provided quite some important information, not previously in the public domain, on a meeting held at the home of my predecessor, the then Governor, Sunday March 26, 2006. The meeting, to clarify, was held about two and a half years before the collapse of all the three giant Icelandic banks. The three Icelandic banks had in the years before the meeting, from 2003 to 2005, almost tripled their lending as share of Iceland´s GDP. Importantly the lending was almost entirely financed by market borrowing from non-Icelandic markets, with a significant part being short term-financing. But, in March 2006 the CEOs of the three banks were worried. They were concerned about whether they could finance themselves over the next weeks(!) They had talked to the then Icelandic Prime Minister Halldór Ásgrímsson. He had then called the then Governor at his summerhouse. The Prime Minister asked the Governor to meet the bank CEOs, Hannes writes. They met at the Governor´s home late night the following Sunday: the Governor, Halldór J. Kristjánsson of Landsbanki and Bjarni Ármannson of Glitnir. Hreidar Má Sigurdsson in Kaupthing joined by phone, as he was on the way to the US. Hannes, he proudly claims, has received first hand information about the meeting from all the attendees. Styrmir Gunnarsson describes the meeting in his book, „The siege“; The bank CEOs feared that the day after, March 27, their market loans would either be terminated or not renewed and the banks would collapse immediately. The result of the meeting was to do nothing before Monday morning, and to address the problem then if it turned up. On the Monday nothing happened.

Hannes writes in a paper from 2018; „…While the bankers fully expected that other banks would follow the example of Danske Bank and cancel credit lines to Iceland, to their great relief nothing of that sort happened when the markets opened Monday 27 March.“ And here comes the question to reflect on; What would you have done thereafter if you had been Governor, or – even more important – one of the bank CEOs? Would you have worked to shrink the banks and get their funding in good order, or would you hav pushed for further growth? In his review Hannes makes the comment that I apparently weren´t in the meeting in March 2006. And for sure, I weren´t there. If I had been there, surely I would have acted as you would have done. In Iceland, in contrast, the banks continued to grow their borrowing and lending, with the latter increasing about 40 bn euro from 2006 to 2007. And, what more, already from 2006 onward a significant part was financed with money from the European and the Icelandic Central Banks. Hence, those two sources funded an ever increased part of the continued growth! And, yes, in October 2008 it all crashed, as described in my book. In the book I describe the March 26th meeting as the defining moment for Iceland. All shouldn´t have left the meeting only saying „let´s see if the banks crash tomorrow, Monday, March 27th 2006“. A big thanks goes to Hannes for, through his Black Saturday written witness testimony, reproving such details on the context, venue and attendees in the meeting. Finally, after all these years.

Ég svara 4. desember:

The three banks actually did a lot in response to the 2006 Easter Crisis, as this has been called. They extended their loan lines, and reduced their cross-ownership structures which had worried foreign creditors and investors. But you are asking a good question: What would you as CBI governor have done after March 2006?

1) You would have warned the political leaders. This the Central Bank governors did in no uncertain terms and several times, although this caused a clash between David Oddsson and Thorgerdur K. Gunnarsdottir at a meeting in late 2007, and some clashes with Ingibjorg S. Gisladottir in 2008 (where Ingibjorg wrote down in her notes that the warnings were a “one man’s ranting’ and recommended as late as 4 September 2008 publicly that the banks would continue deposit collection abroad).

2) You would have suggested to the banks ways of downsizing. This the governors did, such as Glitnir selling its solid bank in Norway, Kaupthing moving its headquarters abroad and Landsbanki transferring Icesave accounts from a branch to a subsidiary. But the governors did not have any power to enforce such suggestions. As Kaarlo Jännari (fmr. head of the Finnish Financial Supervisory Agency) points out in his very perceptive report on the bank collapse, in the Nordic countries there is a strong tradition of legality (logmaetisregla in Icelandic), whereby you do not overstep your clearly defined legal authority.

3) You would have asked the Bank of England and the Swedish Central Bank for advice and reports. This the CBI governors did, Andrew Gracie coming in February, and experts from the Swedish Central Bank in April or May, writing reports, both about worst-case scenarios (Gracie thinking the banks might collapse in October) and about less ominous possible developments, the Swedish economists advising downsizing.

4) You would, as a responsible central banker, have provided the same liquidity assistance to the banks as they got elsewhere, placing no stricter rules on their bonds than banks did elsewhere. Remember that the banks had been rated by rating agencies and audited by accounting companies, and it was not for the CBI to go against such conclusions. The purpose of the ‘love letters’ was of course to keep the banks running in the perhaps vain hope that they might survive.

5) You would have tried to obtain liquidity abroad, especially in the US, as the Swedish, Norwegian and Danish banks eventually were forced to do. But the difference there was that the Scandinavian banks got a yes, and the Icelandic bank a no. If the reason for the no was the relative size of the Icelandic banking sector, then it should be pointed out that the Swiss banking sector, bigger than the Icelandic one relatively, got liquidity from the US Fed.

6) You would have criticised the abnormal situation in Iceland where the largest debtor of the banks and the main owner of one of them, retail mogul Jon Asgeir Johannesson, was also the owner of most of the private media in Iceland, creating a very strange, even bizarre, atmosphere and influencing public opinion. He and his clique was close to the Social Democrats, both in the elections of 2003 and 2007, and they used their power and wealth in the Independence Party Primaries before 2007 to campaign against the Minister of Justice, Bjorn Bjarnason, in retaliation for the police investigation of their activities. But instead, in preparation for your book you have mainly talked to Johannesson’s apologists, such as Professor Thorvaldur Gylfason, and the Social Democrats who fought fiercely against a bill introduced by Oddsson as Prime Minister in 2004 and aimed at limiting the control of any one business mogul over the media.

7) You would have prepared for the worst which was essentially that you would have to protect the signature of the sovereign, keep a payments system going and protect the interests of the depositors, whereas you would have given less priority to the interests of other creditors or to stockholders in the bank. In one place in your book you point out that David Oddsson had already relatively early, but very discreetly talked about that option. Quietly, the governors were preparing this, with a task force (Ragnar Onundarson and others) when nobody was listening.

So, the CBI did all what was in its powers. What it did not foresee was the different treatment between Iceland and the Scandinavian countries by the US Fed in the days leading up to the collapse, and the brutal treatment of the Icelandic banks by the Labour government in England, which felled the last bank surviving, Kaupthing, by closing down its subsidiary in England, KSF (which has since turned out to be quite solvent), and which invoked an anti-terrorist law against Iceland, unnecessarily as I show in my report.

Ég bæti við:

Then a different question would be what you would have done as a CEO of a bank or a leading politician or head of the Financial Supervisory Agency. They had much more statutory power to change the situation, the CEOs obviously running the banks, the politicians by law, and the head of the FSA with his regulatory power. I have already pointed out many mistakes the banks and the FSA made, and the politicians were of course constrained by the public opinion in Iceland, which came about (at least partly) by the total control of the retail mogul Johannesson, in connivance with the Social Democrats, over the media. The Social Democrats (and President Olafur R. Grimsson) were the loudest supporters of the banks, and Ingibjorg S. Gisladottir in her campaign before the 2003 parliamentary elections attacked David Oddsson, then Prime Minister, for being against Kaupthing on the one hand and the Jon Asgeir Johannesson clique (which acquired Glitnir) on the other hand. The Social Democrats chose to place themselves very close to the banks, especially Kaupthing and Johannesson’s bank Glitnir. It took a lot of effort to try and stop the Minister of Trade and Banking (a Social Democrat close to the aforementioned banks) from issuing a total government guarantee of the banks to the British authorities in early October 2008. I keep that document as well as many other revealing documents.

 

Flokkar: Óflokkað

Þriðjudagur 3.12.2019 - 12:17 - Rita ummæli

Svör mín við athugasemdum kalkúnabanans Øygards

Svein Harald Øygard skrifar á Facebook síðu sína:

Interesting days. As many Icelanders marched in the streets in the cold winter days of late 2008 and early 2009, one of their asks was that my predecessor should resign. Which he refused. The majority in the Parliament then passed a new law that effectively ousted him. Some felt that the experiment of unregulated banking had gone astray. The ousted Governor then went on to become editor, and this week, two months after the launch of my book, the one architect of the liberal experiment is the one chosen by the editor to review my book. The reviewer, the one who coined me as „the man from the mountain“, has read the book into its finest details. He was present as all the pre-cirisis mistakes were made, hence he should be well placed to make the speech of defense. And, yes, he reveals that I have misspelled the name of one of the IMF heads, the Danish team lead who later went on to lead the IMF-team in Greece. I will apologize to the Dane when I meet him next, and yes, in the book I do compliment some of his efforts. Maybe, however, my misspelling was just a smail parapraxis, a small freudian slip. And if so it was in return for the IMF-head´s yelling at me in Washington DC as I defended the positions of the Icelandic Central Bank in a meeting with the IMF. I still remember how angry I was, back then. We wanted to reduce the interest rate while also implementing non-orthodox measures to strengthen the krona. While he used authority and the threat of us losing the support of IMF, not rational arguments, to stop us. He threatened to stop the flow of IMF-funds, that by then, due to Icesave, already had been stopped. Which made me even more angry. IMF had lost its moral high ground. But, we didn´t give in. Obviously. We defended our positions and made our arguments. In line with the best Icelandic traditions. And, frankly I am more happy that I hopefully got the Icelandic names right. Many Icelanders did a fantastic effort in the days, weeks, months and years after the collapse. I interviewed some, but the contributions of many more from different parties, institutions and constituencies could have been highlighted. But, there might have been a reason for why the review had to await Black Friday. A witty Icelander wrote; „Asking the party ideologist to review my book was a bit like asking the turkey to write the review of the thanksgiving dinner.“

Ég svaraði í nokkrum liðum:

A very revealing comment. Øygard regards me and some of my compatriots as turkeys to be slaughtered, for a feast. But we refused to be slaughtered and reserved our right to reply to criticisms. One of the main criticisms I would make of Øygard’s book is that he reads far too much into a meeting at the governor’s house in March 2006: I have spoken to all present and they all deny Øygard’s version. Again, and that is a major criticism: he criticises the liquidity help the Central Bank of Iceland gave to the commercial banks in 2007–8, the “love letters” as Governor David Oddsson called them. But The CBI actually followed stricter rules about acceptable bonds than the European Central Bank or the Fed (that for a while even accepted stocks as collateral for loans). If the Central Bank had made the rules still stricter, going against the judgements and reports of rating agencies and accounting companies, then it would have felled the bank system in one day, sometime in late 2007 or early 2008. Øygard seems to think that the CBI should have done so! It should be added, too, that Øygard’s appointment was a violation of the Icelandic Constitution whose Article 20 expressly stipulates that no foreign citizen can be a high official of Iceland. This is especially relevant at the Central Bank which has to guard Icelandic interests against the whole world. Unfortunately, Øygard does not seem to have read the report I published for a Brussels think tank, even if he quotes it: https://newdirection.online/2018…/LESSONS_FOR_EUROPE.pdf

Enn sagði ég:

I should add that the treatment of Iceland by the Scandinavians in our hour of danger was nothing to be proud of. The Scandinavians supported the unreasonable demands of the British government that the Icelandic state should reimburse the UK for outlays it had taken upon itself, in the so-called Icesave dispute. They made help conditional on surrendering to the UK in the dispute. This demand of the UK for direct reimbursement guaranteed by government was not made in Sweden or Germany where deposit collection by Icelandic banks was done in the same way as in the UK (in branches, not subsidiaries). There the assets of the estates were sold in a normal way and the proceeds used to reimburse depositors. Then the UK government invoked an anti-terrorist law on Iceland, a country that does not even have a military! And in the midst of the ruins, well-connected Norwegian businessmen, with the connivance of the Norwegian Central Bank and the Norwegian Depositors’ and Investors’ Guarantee Fund forced the estate of Glitnir to sell a robust and solid Norwegian bank for 10% of its real worth, profiting immensely from this. Unlike the Scandinavian governments, the Faroese and the Polish extended loans to the Icelanders without any conditions.

Og enn sagði ég:

And for the record, I think the banks were reckless and that some mistakes were made, although overall it was a Catch-22 situation: you are damned if you do, you are damned, if you don’t. What were the mistakes? The Financial Supervisory Agency should not have allowed collection of ID numbers in 1999 when an early bank privatisation took place. It should not have allowed the purchase of Glitnir in 2007 with full voting rights of the buyers and thus their taking over of control (they were too financially weak). The Foreign Office should have shelved a bid for a place on the Security Council and visits to Syria and cultivated instead closer ties with the UK and the US. Landsbanki should have transferred the Icesave accounts from a branch to a subsidiary. Kaupthing should not have tried to buy the Dutch bank NIBC. Glitnir should have sold its Norwegian bank and downsized. All this was possible at some moment in time. Most other things were inevitable, unless of course one uses wisdom of hindsight.

Og bætti við:

And what were the successes? Why did Iceland recover so quickly? 1) Because the Icelandic economy was essentially sound as a result of the liberal reforms in 1991–2004. It fell because it was kicked down, but not because it was weak and lost consciousness. The main thing is not whether you fall, but whether you stand up again. 2) It was a brilliant stroke to limit the responsibility of the treasure by the Emergency Act of 2008 whereby to compensate, the depositors received priority claims in the estates of the fallen banks. 3) Another brilliant stroke was how the creditors were dealt with in 2015 whereby the stability of the economy and the currency were ensured, in a legal and fair manner.

Og að lokum:

The crucial questions to which Øygard does not really provide an answer in his book are those: Why did the US Fed provide liquidity to Sweden, Norway and Denmark and refuse it to Iceland? Why did the UK government close down British banks owned by Icelanders at the same time as it rescued all other British banks (with time showing that the Icelandic-owned banks were perfectly solid, while some other banks were not)? Why did the UK government invoke an anti-terrorism law against Iceland while governments in other countries where the Icelandic banks had operated in the same way (collecting deposits in branches and not subsidiaries) did nothing of that sort?

Flokkar: Óflokkað

Sunnudagur 1.12.2019 - 07:50 - Rita ummæli

Svör til Kristjóns Kormáks á Fréttablaðinu

Ég fæ oft skrýtin bréf, en það, sem ég fékk á laugardagskvöldið 30. nóvember, var líklega eitt hið skrýtnasta, sem ég hef fengið lengi. Kristjón Kormákur Guðjónsson, sem var á DV, en er nú kominn á Fréttablaðið, skrifaði kl. 22:32:

Heill og sæll Hannes. Hef samband við þig frá Fréttablaðinu. Ég tók eftir að Gunnar Smári Egilsson var að gagnrýna það harðlega að þú væriri [svo] skrifa dóm um bók Øygard. Gunnar Smári segir: „Mogginn fékk Hannes Hólmstein til að skrifa ritdóm um Í víglínu íslenskra fjármála, bók Svein Harald Øygard um Hrunið sem Hannes og félagar bjuggu til. Hannes var ekki hrifinn af bókinni.“ Nokkur fjöldi tekur undir með honum í þeirri gagnrýni. Mig langaði að senda þér línu og spyrja hvað þér finnst um þennan málfutning [svo]. Þá liggur beinast við að spytja [svo] hvort þú sért vanhæfur til að fjalla um verkið? Þú ert til dæmis mjög góður vinur Davíðs, fyrrverandi seðlabankastjóra, og um það hefur verið fjallað í fjölmiðlum og þá vitnað í verk Øygard um að örlög Íslands hafi til dæmis ráðist á fundi bankastjóra heima hjá Davíð. Í ljósi tengsla þinna er þá ekki frekar óheppilegt að þú skrifir dóm um verkið sem er síðan birt í blaði sem vinur þinn, ritstjóri og fyrrverandi seðlabankastjóri stýrir? Nú er ég búinn að lesa dóminn, en í styttra máli, hvað finnst þér helst vanta í verkið og eins, hvað er vel gert? Væri afar þakklátur ef þú hefðir tök á að svara þessu, hvort sem það væri skriflega eða í gegnum síma. Kveðjur góðar, Kristjón Kormákur

Ég hlýt að svara þessu svo:

Það hefur alveg farið fram hjá mér, ef Gunnar Smári Egilsson er orðinn einhver yfirdómari um það, hverjir mega og hverjir mega ekki skrifa ritdóma í Morgunblaðið. Ég viðurkenni hins vegar, að hann er alger afreksmaður í því að setja blöð á höfuðið, og skiptir þá ekki máli, hvort er góðæri eða kreppa. Honum tókst til dæmis að tapa sjö milljörðum króna fyrir Jóni Ásgeiri Jóhannessyni á Nyhedsavisen í Danmörku og skapa fjandsamlegt andrúmsloft í garð Íslendinga á Norðurlöndum, eins og lesa má um í bók nokkurra danskra blaðamanna, Alt går efter planen, Það er allt á áætlun. Ég viðurkenni líka, að Gunnar Smári er afkastamaður á skoðanir ekki síður en gjaldþrot. Einn daginn er hann leigupenni auðjöfranna með fimm milljónir króna á mánuði, annan daginn hefur hann forystu um Sósíalistaflokk, sem ætlar að leggja alla auðjöfra að velli með ofursköttum. Einn daginn er hann í múslimafélagi Íslands, annan daginn vill hann, að Ísland gangi í Noreg sem 21. fylkið. Einn daginn hleypur hann frá ógreiddum launum starfsfólks síns, annan daginn er hann skyndilega orðinn verkalýðsforkólfur. Hvað kemur næst?

Ég skal hins vegar reyna að svara þér efnislega. Gunnar Smári Egilsson segir, að við höfum búið til hrunið. Þetta er enn fráleitara en þær skoðanir, sem þessi landsfrægi blaðafellir hefur sett fram um ýmislegt annað og getið er hér að ofan. Bankahrunið íslenska var angi af hinni alþjóðlegu fjármálakreppu, sem skall fyrr og harðar á Íslandi en öðrum löndum, af því að við vorum óvarin, ein og óstudd og áttum ekki lengur neina volduga vini. Bankar um allan heim áttu í miklum erfiðleikum með að afla sér lausafjár og hefðu margir fallið, hefði bandaríski seðlabankinn ekki hlaupið undir bagga með seðlabönkum ýmissa landa, þar á meðal í Svíþjóð og Sviss. Eitt rannsóknarefni mitt var: Hvers vegna fengu þessi ríki aðstoð, sem Íslandi var neitað um? Ég reyni eftir megni að svara þeirri spurningu í skýrslum, sem ég skrifaði, fyrst fyrir New Direction í Brüssel, síðan fyrir fjármálaráðuneytið á Íslandi. Annað rannsóknarefni mitt var: Hvers vegna beittu Bretar þessari hörku í viðureign við Íslendinga, en til dæmis ekki Þjóðverjar, þótt aðferðir við innlánasöfnun íslenskra banka væru hinar sömu í báðum löndunum? Ég sýni fram á það í skýrslum mínum, að þessi harka var tilefnislaus, og varpa fram tilgátu um, hvaða stjórnmálahvatir liggi henni að baki.

Sú staðreynd, að ég sat í bankaráði Seðlabankans í átta ár og er í góðu sambandi við seðlabankastjórana fyrrverandi, þá Davíð Oddsson og Ingimund Friðriksson, og var í góðu sambandi við Eirík Guðnason, sem nú er því miður látinn, auðveldar mér einmitt að dæma um bók Øygards, en torveldar ekki, því að ég var nálægt atburðunum og þekki til þeirra, en ekki fjarlægur þeim. Til dæmis segir Øygard frá fundi, sem haldinn var heima hjá Davíð Oddssyni vorið 2006. Ég hef rætt við alla þá, sem voru á fundinum, og hef frásögn mína af honum eftir þeim öllum. Øygard veit ekki, hvað hann er að tala um, þegar hann víkur að þessum fundi. Þar var ekki minnst einu orði á innlánasöfn bankanna eða Icesave-reikningana. Og eftir þennan fund fóru bankarnir í það að reyna að lengja í lánalínum, þótt það gengi misjafnlega vel.

Þú segist hafa lesið ritdóm minn. Þá ættir þú ekki að þurfa að spyrja mig, hvað sé vel gert í bók Øygards og hvað sé miður vel gert. Það kemur þar skýrt fram. En ég get endurtekið það hér. Øygard er bersýnilega hlýtt til Íslendinga og hefur lagt sig fram í starfinu sem seðlabankastjóri, og fyrir bókina hefur hann talað við fjölda manns (þótt furðulítið sé á því að græða). Hann hefur líka rétt fyrir sér um það, að varnargarðshugmyndin (ring fencing) var mjög mikilvæg: að verja ríkið og þjóðina með varnargarði (neyðarlögunum) og láta hinn erlenda hluta bankanna sigla sinn sjó. Øygard vildi eflaust vel. En hann endurtekur ýmsar missagnir um hrunið, eins og ég bendi á, meðal annars af ókunnugleika á íslenskum aðstæðum. Það sést líka á listanum um viðmælendur í lok bókar hans, að hann hefur talað við marga í Hrunmangarafélaginu, sem ég kalla svo. Það er fólk, sem taldi sig vanmetið fyrir bankahrunið, en spratt þá upp og ætlaði að gera sér mat úr bankahruninu og sagði: Nú get ég. En það fór fyrir Hrunmangarafélaginu eins og Hörmangarafélaginu forðum, að það hefur aðallega selt gallaða vöru, og fór það hinar háðulegustu hrakfarir í Icesave-deilunni og í þingkosningunum 2013. Skýringar þess á bankahruninu standast ekki skoðun.

Ég skal nefna nokkur dæmi.

  1. Sagt er, að bankahrunið hafi orðið vegna nýfrjálshyggju og óðakapítalisma. En bankar í mörgum frjálsari hagkerfum féllu ekki, og Ísland var síður en svo með frjálsara hagkerfi en grannlöndin.
  2. Sagt er, að bankahrunið hafi orðið vegna gallaðs regluverks. En regluverkið á fjármálamörkuðum var hið sama á Íslandi og í öðrum aðildarríkjum EES.
  3. Sagt er, að íslenska bankakerfið hafi verið orðið of stórt. En hafa verður í huga, að það var 7,4 sinnum landsframleiðsla, en bankakerfið á Kýpur áttföld landsframleiðsla, í Sviss tíföld landsframleiðsla og í Skotlandi tólfföld landsframleiðsla.
  4. Sagt er, að bankahrunið hafi orðið vegna útþenslu bankanna. En bankar þenjast ekki út af sjálfum sér, heldur af því að þeim tekst að afla sér viðskiptavina, sem vilja ýmist lána þeim fé eða taka fé að láni frá þeim. „It takes two to tango.“ Auðvitað hegðuðu íslensku bankarnir sér glannalega og tóku allt of mikla áhættu, sérstaklega í ljósi þess að sú áhætta gat færst yfir á saklaust fólk, sparifjáreigendur og allan almenning í landinu. En það tókst einmitt með varnargarðshugmyndinni að minnka áhættuna fyrir almenning: dreginn var varnarhringur í kringum ríkissjóð, greiðslumiðlunina og sparifjáreigendur, en kröfuhafar bankanna og hluthafar í þeim voru látnir sæta afgangi.
  5. Sagt er, að eignasöfn íslensku bankanna hafi verið lakari en hliðstæð eignasöfn erlendra banka. Þeir Ásgeir Jónsson og Hersir Sigurgeirsson komast að annarri niðurstöðu í vandaðri bók um málið, og ein vísbending er sterk: Þeir bankar í eigu Íslendinga, sem gerðir voru upp sæmilega eðlilega erlendis, Heritable og KSF í Bretlandi, áttu í raun og veru fyrir skuldum. Þeir voru ekki gjaldþrota.
  6. Sagt er, að íslensk stjórnvöld hafi verið andvaralaus. Það á að minnsta kosti ekki við um Seðlabankann, þar sem ég þekkti til. Seðlabankastjórarnir þrír vöruðu hvað eftir annað við útþenslu bankanna, þar sem íslenska ríkið hefði ekki burði til þess að bjarga þeim, ef illa færi. Þeir fengu Andrew Gracie, sérfræðing Englandsbanka, til að gera skýrslu um málið í febrúar 2008, og í kyrrþey undirbjuggu þeir varnargarðshugmyndina, jafnframt því sem þeir reyndu að útvega lausafé frá útlöndum, en komu nánast alls staðar að lokuðum dyrum. Össur Skarphéðinsson viðurkenndi einmitt í yfirheyrslum hjá Rannsóknarnefnd Alþingis, að Davíð Oddsson varpaði fram varnargarðshugmyndinni á hinum fræga ríkisstjórnarfundi 30. september 2008. En Össur og aðrir ráðherrar Samfylkingarinnar máttu ekki heyra á neitt minnst, sem Davíð sagði, svo að Seðlabankinn varð að kaupa flugvél undir sérfræðinga JP Morgan, sem sannfærðu þá loks um varnargarðshugmyndina aðfaranótt 6. október. Starfsfólk Seðlabankans og viðskiptaráðuneytisins vann þá dag og nótt og stóð sig frábærlega.

En nú langar mig til að spyrja þig, Kristjón Kormákur, sem blaðamann: Skiptir engu máli í þínum huga, að Øygard var settur seðlabankastjóri þvert á skýrt ákvæði stjórnarskrárinnar um, að embættismenn skyldu vera íslenskir ríkisborgarar? Skiptir engu máli, að skipulögð var fjölmiðlaherferð eftir bankahrunið gegn þeim einu, sem höfðu varað við og gert ráðstafanir, sem voru seðlabankastjórarnir og aðstoðarfólk þeirra? Er það ekki ósanngjarnt í ljósi sögunnar? Skiptir ekki máli, að Bandaríkjamenn neituðu okkur um aðstoð, sem aðrar Norðurlandaþjóðir þurftu og fengu? Skiptir ekki máli, að Bretar felldu síðasta bankann, sem stóð eftir, Kaupþing, með því að loka dótturfélaginu í Lundúnum, en við það röknuðu upp samningar, svo að Kaupþing gat ekki haldið áfram rekstri? Skiptir ekki máli, að Bretar beittu hryðjuverkalögum að óþörfu á Íslendinga? Af hverju hafa blaðamenn eins og þú ekki flutt neinar fréttir af niðurstöðum í skýrslu minni um, hvers vegna Bandaríkjamenn neituðu okkur um aðstoð og hvers vegna Bretar lokuðu KSF (sem var alls ekki gjaldþrota) og hvers vegna þeir beittu hryðjuverkalögunum? Af hverju hafið þið flutt sáralitlar fréttir af því, hversu grátt íslensku bankarnir voru leiknir á Norðurlöndum eftir bankahrunið?

Flokkar: Óflokkað

Höfundur

Hannes Hólmsteinn Gissurarson er prófessor emeritus í stjórnmálafræði í Háskóla Íslands og hefur verið gistifræðimaður við fjölmarga erlenda háskóla, þar á meðal Stanford-háskóla og UCLA. Hann fæddist 1953, lauk doktorsprófi í stjórnmálafræði frá Oxford-háskóla 1985 og er höfundur fjölmargra bóka um stjórnmál, sögu og heimspeki á íslensku, ensku og sænsku.


Nýjustu bækur hans eru Twenty Four Conservative-Liberal Thinkers, sem hugveitan New Direction í Brüssel gaf út í tveimur bindum í árslok 2020, Bankahrunið 2008 og Communism in Iceland, sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gaf út árið 2021, og Landsdómsmálið, sem Almenna bókafélagið gaf út í desember 2022. Hann hefur gefið út átta bókarlangar skýrslur á ensku. Sjö eru fyrir hugveituna New Direction í Brüssel: The Nordic Models og In Defence of Small States (2016); Lessons for Europe from the 2008 Icelandic Bank Collapse, Green Capitalism: How to Protect the Environment by Defining Property Rights og Voices of the Victims: Towards a Historiography of Anti-Communist Literature (2017); Why Conservatives Should Support the Free Market og Spending Other People’s Money: A Critique of Rawls, Piketty and Other Redistributionists (2018). Ein skýrslan er fyrir fjármálaráðuneytið, Foreign Factors in the 2008 Bank Collapse (2018). Hann er ritstjóri Safns til sögu kommúnismans, ritraðar Almenna bókafélagsins um alræðisstefnu, en nýjasta bókin í þeirri ritröð er Til varnar vestrænni menningu: Ræður sex rithöfunda 1950–1958. Árin 2017 og 2018 birtust eftir hann þrjár ritgerðir á ensku um frjálshyggju á Íslandi, Liberalism in Iceland in the Nineteenth and Twentieth Centuries, Anti-Liberal Narratives about Iceland 1991–2017 og Icelandic Liberalism and Its Critics: A Rejoinder to Stefan Olafsson.  

RSS straumur: RSS straumur

Nýlegar athugasemdir