Færslur fyrir flokkinn ‘Lífið og tilveran’

Þriðjudagur 04.11 2014 - 00:19

Hverju mótmælir þú?

Í dag hélt fjöldi fólks á Austurvöll að mótmæla. Samkvæmt fréttaflutningi af viðburðinum virðist fólk hafa mætt í mjög fjölbreytilegum tilgangi. Sumir mótmæltu slökum kjörum, aðrir mótmæltu framkomu tiltekinna kjörinna fulltrúa, margir stöðunni í heilbrigðis- eða menntamálum og svona mætti telja áfram. Ég mætti ekki þrátt fyrir að hafa oft mætt á mótmæli. Ég hef […]

Laugardagur 27.09 2014 - 15:23

Breiðholtsmódelið og þingsályktunartillaga um bætt geðheilbrigði barna og fjölskyldna

(DV, 19. sept. 2014). Kvíði barna og unglinga sem ekki er meðhöndlaður getur þróast yfir í alvarlegt þunglyndi. Ómeðhöndlaður tilfinningavandi barna og unglinga getur haft í för með sér alvarlegar afleiðingar svo sem áhættuhegðun, brotthvarf úr skóla og þegar fram líða stundir erfiðleika við að taka þátt í samfélaginu sem einstaklingur á vinnumarkaði. Íslendingar nota […]

Þriðjudagur 12.08 2014 - 23:29

Augnablik

Ertu stundum svo upptekin/nn af framtíðinni að þú missir af núinu? Ætli flestir kannist ekki við það? Hvorki tíminn né lífið láta að sér hæða. Þau líða áfram eins og á sem rennur að ósi. Allir heimsins peningar geta ekki keypt tímann eða stjórnað honum. Augnablikin líða eitt af öðru og fyrr en varir eru augnablikin […]

Föstudagur 08.08 2014 - 23:56

Vonarstræti

Ég sá kvikmyndina Vonarstræti í annað skipti í kvöld. Þvílíkt meistarastykki. Söguþráðurinn er svo margslunginn og svo er hún ákaflega vel leikin. Það sem vakti mig til umhugsunar er að hvert og eitt okkar á sér sögu. Sögu vonar, vonleysis, ótta, hörmunga, gleði, öryggis, óöryggis, vonsku, velvildar, farsældar, vanmáttar og svona gæti ég lengi haldið […]

Fimmtudagur 07.08 2014 - 00:46

Hinn þögli meirihluti

Þessi ummæli vöktu mig til umhugsunar um hinn þögla meirihluta. Hinn þögli meirihluti hefur að mínu mati mun meiri völd en við áttum okkur á. Hver er hinn þögli meirihluti? Það er fólkið sem situr á sér, bítur í varirnar, fólkið sem horfir á, gott fólk sem gerir ekki neitt þrátt fyrir að vita kannski innst […]

Fimmtudagur 24.04 2014 - 00:20

MacBook tölvan sem fuðraði upp

Þann 27. mars s.l. fjárfesti ég í langþráðri MacBook Air tölvu. Ég staðgreiddi 140 þúsund krónur og setti 19 þúsund á VISA kortið. Tölvuna keypti ég eftir vandlega íhugun þar sem gamli jálkurinn minn sem þessi pistill er skrifaður á er gömul Dell tölva. Sú var keypt 2007 og er enn að þjóna mér þrátt […]

Miðvikudagur 02.04 2014 - 23:29

Bætt geðheilbrigði

Ég vil vekja athygli á þessari þingsályktunartillögu sem var lögð fram í gær af 17 þingmönnum fjögurra flokka. Fyrsti flutningsmaður er Karl Garðarsson þingmaður Framsóknar. Tillagan lýsir jákvæðum vilja til þess að bæta geðheilbrigðisþjónustu fyrir börn, unglinga og fjölskyldur þeirra ásamt verulegri áherslu á forvarnir vegna geðraskana sem við vitum öll að hafa skelfileg áhrif […]

Þriðjudagur 25.03 2014 - 21:16

Örugg höfn

Hver vegur að heiman er vegurinn heim. Síðustu helgi fór ég með tveimur frænkum mínum í sund í Álftaneslaug. Önnur er tveggja, hin átján. Það voru lítil ferðalög þeirrar litlu sem vöktu mig til umhugsunar. Börn geta kennt okkur sem fullorðin eru svo margt. Við erum líka ennþá barnið sem við einu sinni vorum innst […]

Mánudagur 10.03 2014 - 23:16

Tíbet, í tilefni dagsins

Í dag 10. mars er Tibetan Uprising Day þar sem við minnumst uppreisnar Tíbeta 1959 gegn yfirtöku Kínverja sem leiddi til þess að  Dalai Lama hraktist í útlegð til Indlands eftir blóðbað Kínverja gegn Tíbetum. Það er þyngra en tárum taki að í dag birtist einmitt frétt á ruv.is um að utanríkisráðherra, Gunnar Bragi Sveinsson, […]

Föstudagur 28.02 2014 - 08:48

Ég fékk aðalhlutverkið

Mikilvægasta hlutverkið sem við fáum í lífinu er að vera við sjálf. Vertu þú sjálf/ur, öll önnur hlutverk eru upptekin og stefndu að því að vera eins góð mannvera og þú getur í þínu aðalhlutverki. Að vera þú, jafn einstök og þú ert. Vertu svo góð/ur við samferðafólk þitt því það er það sem skilgreinir […]

Höfundur

Kristbjörg Þórisdóttir
er sálfræðingur með diplóma gráðu í fötlunarfræðum sem hefur mikinn áhuga á heilbrigðum lífsstíl, samfélaginu, umbótum og stjórnmálum
Vertu breytingin sem þú vilt sjá í heiminum (Mahatma Gandhi)

Kristbjörg er varaþingkona Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi
RSS straumur: RSS straumur