Færslur fyrir flokkinn ‘Lífið og tilveran’

Mánudagur 27.01 2014 - 16:48

Er Lalli heima?

Í síðustu viku var ég á námskeiði á vegum vinnunnar minnar um tölvufíkn og netnotkun barna. Námskeiðið hélt starfsmaður saft.is og Eyjólfur Örn Jónsson sálfræðingur. Það var margt á þessu námskeiði sem mér þótti áhugavert og langaði að deila með ykkur. Við gætum barnanna okkar í raunheimum en svo virðumst við jafnvel leyfa þeim að […]

Þriðjudagur 21.01 2014 - 23:40

Ísland best í heimi – í geðlyfjanotkun

Fyrir nokkrum dögum var ég stödd á árlegri ráðstefnu Barna- og unglingageðdeildar. Á ráðstefnunni vakti Gísli Baldursson barna- og unglingageðlæknir máls á þeirri staðreynd að við erum best í heimi – í geðlyfjanotkun eins og sjá má á meðfylgjandi mynd sem er tekin úr skýrslu OECD, Healt at a glance frá 2013.   Eins og […]

Miðvikudagur 08.01 2014 - 23:21

Sjáðu þetta magnaða myndband

Hvað skilgreinir þig? Gefðu þér 13 mínútur til að hlusta á þessa konu. Það er þess virði. Þvílíkt hugrekki hjá þessari mögnuðu konu! Það fyrsta sem ég hugsaði var, vá!

Mánudagur 30.12 2013 - 22:08

Við áramót

Við áramót er gott að láta hugann reika aðeins. Skoða árið sem nú er að renna sitt skeið og velta því fyrir sér hvert maður stefni. Það er bæði gott að skoða smáu atriðin en líka stóru heildarmyndina. Hver er ég? Hvernig hefur líf mitt verið? Hvað hefur markað mig? Hvað hefur gefið mér reynslu? […]

Þriðjudagur 24.12 2013 - 11:33

Hátíðarkveðja

Elsku vinir, Ég óska ykkur gleðilegrar hátíðar og farsældar á komandi ári. Ég óska þess að þið verðið umvafin ástvinum, ljósi og friði um hátíðina og á nýju ári. Munið að njóta hvers augnabliks með ykkur sjálfum og öðrum því það er það dýrmætasta sem við eigum. Þakka ykkur fyrir samfylgdina á árinu sem er […]

Sunnudagur 22.12 2013 - 03:10

Jólahugleiðingar

Langaði að deila með ykkur nokkrum jólahugleiðingum. Farið varlega í jólaösinni kæru vinir og njótið augnabliksins :). Almennt um jólin Rifja upp jólaminningar úr æsku eða velta fyrir sér hvernig myndi ég vilja hafa jólin ef þetta væru mín síðustu jól – hvað væri ég að gera, með hverjum væri ég oþh. Jólin eru tækifæri […]

Þriðjudagur 10.12 2013 - 21:57

Jólaandann er ekki hægt að kaupa

Vísir Jólavefur 03. desember 2013 13:00 Ákvað að deila þessari grein með ykkur hér en þetta er afrakstur viðtals sem hin öfluga fjölmiðlakona Sólveig Gísladóttir tók við mig um jólin og aðdraganda jólanna. Kristbjörg Þórisdóttir sálfræðingur gefur góð ráð. Sólveig Gísladóttir skrifar: Best er að byrja snemma að skipuleggja, stilla væntingum í hóf og gera ekki óhóflegar […]

Miðvikudagur 06.11 2013 - 23:11

Í dag

Í dag er fyrsti dagur þess sem þú átt ólifað, slepptu tökunum á fortíðinni, fyrirgefðu og öðlastu frelsi. Leyfðu framtíðinni að koma án þess að velta þér upp úr áhyggjum af henni og njóttu þess að vera þú sjálfur/sjálf því allir aðrir eru fráteknir og þú ert einstök og dýrmæt sköpun sem fær sama tækifæri […]

Fimmtudagur 10.10 2013 - 22:18

Til geðhamingju!

Til hamingju með Alþjóða geðheilbrigðisdaginn! Flest óskum við þess að verða hamingjusöm í lífinu. Hamingjan er ein eftirsóknarverðasta tilfinning sem við getum upplifað og það er ekki síður mikilvægt að læra hvernig höndla má þessa dýrmætu gjöf en læra stærðfræði í skóla. Til þess að njóta hamingju eru ákveðnir einstaklingsbundnir þættir og grunnþarfir sem þurfa […]

Mánudagur 07.10 2013 - 00:14

YES

Á föstudaginn tók ég þátt í Breiðholtsbylgjunni þar sem allir starfsmenn Reykjavíkurborgar í Breiðholti héldu velheppnaðan starfsdag. Jóhann Ingi sálfræðingur hélt tölu. Hann fjallaði m.a. um það að hver og einn ber ábyrgð á sér punktur! Við berum líka ábyrgð á því að mæta í vinnuna með ljósin kveikt! Hann fjallaði líka um það að […]

Höfundur

Kristbjörg Þórisdóttir
er sálfræðingur með diplóma gráðu í fötlunarfræðum sem hefur mikinn áhuga á heilbrigðum lífsstíl, samfélaginu, umbótum og stjórnmálum
Vertu breytingin sem þú vilt sjá í heiminum (Mahatma Gandhi)

Kristbjörg er varaþingkona Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi
RSS straumur: RSS straumur