Færslur fyrir flokkinn ‘Lífið og tilveran’

Mánudagur 09.09 2013 - 18:25

Ókeypis ávextir og grænmeti

Í dag var verið að ræða við Steinar B. Aðalbjörnsson næringafræðing á Bylgjunni og kom hann inn á atriði sem ég hef lengi haft áhuga á og snýr að því að auka aðgengi barna að grænmeti og ávöxtum. Ákvað því að birta hér grein sem ég skrifaði 2008 og þrátt fyrir að vera 5 ára […]

Laugardagur 10.08 2013 - 12:06

Til hamingju með daginn!

Í dag er Gleðigangan, hluti af Hinsegin dögum í Reykjavík. Ég vil óska öllum til hamingju með daginn. Í dag berjumst við fyrir og fögnum um leið mannréttindum. Við fæddumst öll inn í þennan heim með sama rétt. Réttinn til þess að fá tækifæri til að blómstra útfrá því sem við höfum og erum. Tækifærið […]

Þriðjudagur 30.07 2013 - 01:10

Að eltast við regnboga

Af hverju eltumst við stundum við regnboga, reynum að finna endann á honum og gullkistuna sem þar á að vera grafin í stað þess að njóta þess að vera hér og nú og baða okkur frekar í sólargeislunum og regninu sem mynda regnbogann? Við erum stundum svo upptekin við að hlaupa á eftir væntingum okkar […]

Sunnudagur 07.07 2013 - 17:06

Til heiðurs móður minni og þeim sem berjast við krabbameinsófreskjuna

„Hún er nú fljót að rísa upp á afturlappirnar aftur þessi ófreskja…“. Þetta sagði móðir mín full af baráttuanda þegar hún barðist við krabbameinsófreskjuna fyrir tæplega 15 árum síðan. Hún reyndist sannspá því nokkrum mánuðum síðar hafði þessi sama ófreskja lagt hana að velli og svipt okkur fjölskylduna mikilvægustu manneskjuna í lífi okkar. Missi okkar […]

Laugardagur 29.06 2013 - 15:46

Hugleiðing um Hemma

Ég man eftir því að hafa hugsað það einn grámyglulegan föstudagsmorguninn í vor sem ég brosti og hló ein í bílnum að sprellinu og hlátrinum hans Hemma, Kollu og Heimis í Bítinu hvernig það yrði eiginlega ef Hemmi myndi falla frá. Ég gat einhvern veginn ekki hugsað mér það. Ég eins og margir landsmenn ólst upp […]

Mánudagur 20.05 2013 - 14:27

Hvað er velgengni?

Þessi orð Paulo Coelho urðu tilefni þessa pistils og ég fór að velta fyrir mér hvað væri velgengni. Er það velgengni að hafa gert það sem aðrir vilja að þú gerir? Að verða það sem aðrir vilja að þú verðir? Að ná árangri á sviðum sem færir þig upp á samfélagslega stalla? Að skara einhvers […]

Mánudagur 04.02 2013 - 00:05

Bekkjarmyndir og barnshugurinn

Þegar maður horfir á bekkjarmyndir þá sér maður yfirleitt hóp brosandi barna eða ungmenna. Fólk sem lífið blasir við. Á þessum aldri órar fæsta fyrir því hversu misjöfn lífsganga hvers og eins verður. Á bekkjarmyndum lítur út fyrir að öll andlitin eigi sama tækifæri í lífið. Lífið er svolítið eins og konfektkassi, við vitum ekki […]

Fimmtudagur 17.01 2013 - 22:04

Lífsspor kraftaverkakonu

Um þetta leyti er Vilborg Arna Gissurardóttir líklega að renna í langþráð mark á Suðurpólnum. Ég dáist að þessari ungu kraftaverkakonu. Ekki bara fyrir það líkamlega atgervi að skíða 1100 km við sennilega erfiðustu aðstæður sem hægt er að hugsa sér heldur líka fyrir þann gríðarlega mikla andlega styrk sem kemur henni frá upphafi hugmyndar […]

Þriðjudagur 06.11 2012 - 00:08

Katastrófa í myrkrinu

Í gærkvöldi þegar ég var búin að koma mér vel fyrir við tölvuna, búin að setja uppþvottavélina og þvottavélina í gang og ætlaði að grípa niður í smá vinnu þá varð allt skyndilega myrkvað… Rafmagnið var farið! Ég hugsaði með mér að þetta myndi nú ekki vara lengi. Þar sem ég er mjög hrifin af […]

Laugardagur 18.08 2012 - 00:27

Ég verð aldrei söm

Þann 21. maí 1999 hóf ég störf á sambýli fatlaðs fólks. Ég var ung, blaut á bakvið eyrun og hafði enga reynslu af starfi með fötluðu fólki né orðið mikið vör við þátttöku fatlaðs fólks í samfélaginu eða í nærumhverfinu. Ég starfaði á þessum einstaka stað í átta ár og held enn tengslum við staðinn […]

Höfundur

Kristbjörg Þórisdóttir
er sálfræðingur með diplóma gráðu í fötlunarfræðum sem hefur mikinn áhuga á heilbrigðum lífsstíl, samfélaginu, umbótum og stjórnmálum
Vertu breytingin sem þú vilt sjá í heiminum (Mahatma Gandhi)

Kristbjörg er varaþingkona Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi
RSS straumur: RSS straumur