Færslur fyrir flokkinn ‘Stjórnmál og samfélag’

Miðvikudagur 11.10 2017 - 22:43

Litla stórmálið sem felldi ríkisstjórnina

Fyrir nokkrum árum hefði mál sem snýr að kynferðisofbeldi og þöggun þess líklega ekki fellt ríkisstjórn. Í dag er það raunin og þess vegna erum við að fara að kjósa 28. október n.k. Þolendur og aðstandendur þeirra hafa stigið fram og gert byltingu. Við erum ekki ein um þetta og núna skekur kynferðisofbeldismál Hollywood þar […]

Sunnudagur 08.10 2017 - 13:21

Traust og stöðugleiki

Við erum forréttindaþjóð. Við erum tæplega 340.000 og búum í stóru og gjöfulu landi. Hér eiga allir að geta blómstrað á sínum forsendum og átt góða ævi. Til þess þurfa stjórnmálamenn að geta skapað rétta umgjörð um samfélagið. Grunnstoðir þurfa að vera tryggar, fólk þarf að hafa frelsi til athafna og stuðning þegar á þarf […]

Fimmtudagur 27.10 2016 - 22:56

Framsókn ætlar að niðurgreiða þjónustu sálfræðinga

Heilbrigðismálin eru stóra málið fyrir þessar kosningar. Íslenska þjóðin vill heilbrigðiskerfi í fremstu röð og að það sé aðgengilegt öllum. Eitt þeirra atriða sem þarf að efla innan heilbrigðisþjónustunnar er geðheilbrigðisþjónusta. Því miður hefur ákveðin brotalöm verið á þeirri þjónustu lengi þrátt fyrir að margt hafi vissulega verið vel gert og umbætur átt sér stað. […]

Mánudagur 04.04 2016 - 10:35

Velferð þjóðar í stormi

Enn eina ferðina gefur á bátinn og stormur gengur yfir íslenska þjóð. Smám saman hefur verið að bæta í vindinn og kannski má segja að fárviðri hafi skollið á í kjölfar Kastljóss þáttar í gærkvöldi þegar fjallað var um leynigögn sem ljóstrað hefur verið upp samtímis í mörgum löndum. Í mínum huga er þetta mál […]

Föstudagur 12.02 2016 - 19:55

Stóra pítsumálið í borginni

Fréttir berast nú af því að Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hafi fundað með skólastjórnendum Fellaskóla vegna pítsumálsins svokallaða. Dagur hefur verið með miklar yfirlýsingar um þetta mál, m.a. um að það hafi komið honum tilfinningalega úr jafnvægi.  Er þetta virkilega það sem borgarstjóri hefur mestar áhyggjur af í skólamálum borgarinnar? Hvað með sívaxandi kvíða og […]

Mánudagur 30.11 2015 - 21:24

Jólaandann er ekki hægt að kaupa

Í upphafi aðventu langar mig til þess að rifja upp stuttan pistil sem blaðakonan Sólveig Gísladóttir skrifaði árið 2013 í tengslum við viðtal sem hún tók við mig. Þar vorum við að velta fyrir okkur hvað skiptir mestu máli í aðdraganda jóla og um jól. Einfaldur lífsstíll er vinsæll nú um mundir og eru ráðin […]

Þriðjudagur 18.08 2015 - 21:27

Hlauptu kona, hlauptu!

Næsta laugardag fer fram Reykjavíkurmaraþon. Hlaupið er eins konar uppskeruhátíð og segja má að það sé hátíð hreyfingar. Allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Það mikilvægasta er að taka þátt með einum eða öðrum hætti. Á sama tíma safna margir hlauparar áheitum á vefsíðunni hlaupastyrkur.is þar sem áheitunum er ætlað að hvetja hlaupara […]

Laugardagur 08.08 2015 - 12:47

Ég er eins og ég er – uppskrift að hamingju!

Til hamingju með daginn kæru vinir. Í dag skulum við muna að við eigum öll bara þetta líf og ekkert er dýrmætara en fá að vera frjáls í því lífi og lifa því á þann hátt sem veitir hverju og einu okkar mesta hamingju. Hvert og eitt okkar á rétt á því. Við skulum líka […]

Sunnudagur 28.06 2015 - 21:37

Vigdís

  Í dag eru 35 ár frá því að íslenska þjóðin tók þá kjarkmiklu og afdrifaríku ákvörðun að kjósa konu sem forseta landsins, fyrst allra þjóða. Frú Vigdís Finnbogadóttir hefur markað svo djúp spor að því verður ekki lýst í stuttri bloggfærslu. Vigdís hefur haft mikil áhrif á mig og hún er ein af þeim […]

Miðvikudagur 18.03 2015 - 23:46

Getur þú svarað þessum tveimur mikilvægu spurningum?

Ég sótti áhugaverðan morgunverðarfund í morgun á vegum Náum áttum hópsins. Þar fór fram góð umræða um geðheilbrigðismál ungs fólks. Hér má sjá mjög góða frétt um fundinn. Í máli Sigrúnar Daníelsdóttur sálfræðings og verkefnastjóra hjá Embætti landlæknis kom fram að 75% geðraskana hafa komið fram fyrir 25 ára aldur. Á fundinum vaknaði forvitni mín […]

Höfundur

Kristbjörg Þórisdóttir
er sálfræðingur með diplóma gráðu í fötlunarfræðum sem hefur mikinn áhuga á heilbrigðum lífsstíl, samfélaginu, umbótum og stjórnmálum
Vertu breytingin sem þú vilt sjá í heiminum (Mahatma Gandhi)

Kristbjörg er varaþingkona Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi
RSS straumur: RSS straumur