Miðvikudagur 08.03.2017 - 16:53 - 1 ummæli

Baráttukveðjur til kvenna

Hugmyndina að sérstökum baráttudegi kvenna átti Clara Zetkin, þýsk kvenréttindakona og sósíalisti, sem bar hana fyrst upp á fundi Alþjóðasamtaka sósíalískra kvenna sem haldinn var í Kaupmannahöfn árið 1910. Þess vegna er 8. mars alþjóðlegur baráttudagur kvenna.

Barátta kvenna fyrir réttindum kvenna og jafnrétti er þó nokkuð eldri. Svokallaðar Suffragettur var býsna herská kvennahreyfing sem barðist með óvenjulegum og harkalegum meðulum getum við sagt, s.s. hungurverkföllum fyrir málefnum kvenna í lok 19. aldar og byrjun þeirrar 20., bæði í Breska heimsveldinu og Vestan hafs. Andstæðingarnir sögðu þá að konur væru of miklar tilfinningaverur til að fara með mikilvæg völd, þær gætu ekki hugsað rökrétt og yfirvegað eins og karlmenn.

Því miður verðum við enn vör við slík viðhorf, meira að segja nýlega á Evrópuþinginu, en það er sem betur fer mjög sjaldgæft í seinni tíð.

Oft er fullyrt að jafnrétti kynjanna sé þegar orðið að raunveruleika hér á landi. Bæði sé það tryggt með lögum og Íslendingar svo meðvitaðir um mikilvægi jafnréttis að ójafnréttið mælist varla. Þetta er því miður rangt. Ójafnréttið leynist víða og staða karla og kvenna er sannarlega ekki jöfn á meðan að kynbundinn launamunur mælist.

Sterkar konur og fyrirmyndir hafa rutt brautina fyrir okkur hinar hér á landi og fyrir það er ég afar þakklát.

Þó konur nálgist það að vera helmingur þingmanna þá er kynjahalli sannarlega til staðar við ríkisstjórnarborðið. Það er nauðsynlegt og það er réttlætismál að konur sitji til jafns við karla við borðin þar sem mikilvægar ákvarðanir eru teknar fyrir samfélagið, hvort sem er í ríkisstjórn, á þingi, í sveitarstjórnum, samninganefndum um kaup og kjör eða stjórnum fyrirtækja.

Í síðustu sveitarstjórnarkosningum voru tvöfalt fleiri karlar í fyrsta sæti framboðslista en konur eða 123 karlar og 61 kona.

Ég hvet konur til að taka sér meira pláss í stjórnmálunum og í næstu sveitarstjórnarkosningum.

Baráttukveðjur!

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (1)

  • Þorsteinn Óskarsson

    Þakka þér góða grein Oddný.

    Stjórnmálaflokkar hinna ríku eins og Sjálfstæðisflokkurinn t.d. börðust ávallt gegn réttindum kvenna og töfðu þannig jafnrétti kynjanna. Loks þegar sigrar unnust þökkuðu íhaldsmenn sér það í endalausum lygaáróðri í fjölmiðlum sem þeir áttu eða stjórnuðu flestum.

    Og enn finnast konur sem kjósa auðvaldið utan þær ofurríku. Merkilegt.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af núlli og átta? Svar:

Höfundur

Oddný G. Harðardóttir
Þingmaður Samfylkingarinnar jafnaðarmannaflokks Íslands.
RSS straumur: RSS straumur