Mánudagur 18.01.2016 - 14:04 - 8 ummæli

Ríkir verða ríkari

Moldríkir forréttindahópar í skjóli greiða ekki skatta. Ríkir verða ríkari og fátækir fátækari. Ríkustu 62 einstaklingarnir eiga meira en fátækari helmingur mannkyns. Hagstjórnin virðist snúast um að bæta hag þeirra allra ríkustu. Þó kalla hagfræðingar OECD eftir því að þjóðir nýti skattkerfi sín til jöfnunar í auknum mæli, með því batni hagur allra. Það gerir metsöluhöfundurinn Pikkety líka og einnig nóbelsverðlaunahafinn í hagfræði 2015 Angus Deaton. Hvað gera stjórnvöld á Íslandi svo í málunum? Jú – þau draga úr jöfnunarhlutverki tekjuskatts, gefa ríkum afslátt og halda öldruðum og öryrkjum við allra verstu kjör. Þetta er algjörlega óþolandi!

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (8)

  • Þór Saari

    Þetta byrjaði hröðum skrefum með Thatcher or Reagan en hélt áfram óáreitt með Blairisma Tony Blair og breska verkamannaflokksins og framlenginu þeirra á Íslandi, Samfylkingunni. „Think globally, act locally“ segir einhversstaðar. Orðið er laust Oddný. Hvað vilt þú og hvað ætlar þú að gera í því?

  • Ásmundur

    Ef Samfylkingin ætlar að ná sér á strik þarf hún að koma með skýra stefnu um hvað skal gera. Óhjákvæmilega verður stefnan að fela í sér mjög háa skatta á hæstu tekjur – eða yfir 60% eins og tíðkast víða í Evrópu.

    Það má hugsa sér að bæta við tveim tekjuskattsþrepum. Slík hækkun snertir almenning ekki vegna þess að hann hefur ekki slíkar tekur. Menn þurfa því ekki að óttast fylgistap.

    Það þarf að hækka skattleysismörkin og koma á nýju skattþrepi fyrir lægstu tekjur með miklu lægri prósentu en nú er. Að verulegur hluti af lægstu launum eða bótum sé greiddur í skatta er ótækt.

    Einnig þarf að setja aftur á auðlegðarskatt í allavega tveimur þrepum. Lægra þrepið gæti verið eins og það var í tíð síðustu stjórnar. Slíkur skattur snertir heldur ekki almenning sem á ekki eignir af þeirri stærðargráðu.

    Það þarf að endurskoða tekjuskatta á fyrirtæki. Þeir eru lágir hér þrátt fyrir áróður um annað. Endurskoðunin þarf að fela í sér ráð til að komast hjá löglegum undanskotum.

    Það þarf að stórauka fjárveitingar til skattrannsóknarstjóra. Það hefur sýnt sig að slíkar fjárveitingar skila sér margfalt tilbaka.

    Í seinna stríði og mörg ár þar á eftir var tekjuskattur á einstaklinga í Bandaríkjunum um 90% þangað til hann var lækkaður niður í um 70%. Sú prósenta hélt velli þangað til Reagan stórlækkaði hana eftir að hann varð forseti 1980. 60+% skattur á hæstu tekjur er því ekki mikið.

    Sagan sýnir okkur að háir skattar á hæstu tekjur leiða til velferðar en lágir skattar á hæstu tekjur leiða til hruns. Í aðdraganda hrunanna 1929 og 2008 voru skattar á hæstu tekjur í Bandaríkjunum í lágmarki.

  • Ásmundur

    Leiðrétting á innleggi minu hér fyrir ofan:

    „Í seinna stríði og mörg ár þar á eftir var tekjuskattur á „hæstu tekjur“ einstaklinga í Bandaríkjunum um 90% þangað til hann var lækkaður niður í um 70%.“

    Þetta voru auðvitað ekki allar tekjur einstaklinga heldur aðeins tekjur yfir ákveðnum mörkum.

  • Um að gera að setja ofurskatta á góðar tekjur og koma þannig í veg fyrir

    hvata til að bæta kjör sín og ráðast í eitthvað arðbært og skapandi.

    Ekki viljum við að fólk taki að njóta afraksturs dugnaðar og verka sinna.

  • Ásmundur

    Jöfnun kjara með aukinni skattlagningu á háar tekjur og eignir stuðlar einmitt að því að fólk „njóti afraksturs dugnaðar og verka sinna“ í stað þess að lepja dauðann úr skel.

    Slík jöfnun tekna er sanngirnismál í kapitalísku þjóðfélagi sem leiðir stöðugt til meiri ójafnaðar ef ekki er gripið i taumana.

    Arðbærar og skapandi hugmyndir verða síst til í hópi hinna ofurauðugu heldur miklu frekar í grasrótinni. Fjármögnun þróunar þeirra er ekki háð framlögum auðmanna. Minni framlög fleiri aðila er betri kostur.

    Mikil auðsöfnun fárra stuðlar að fjármagnsflótta í erlend skattaskjól til stórtjóns fyrir efnahag landsins.

  • Sigurður

    Afhverju heyrðist hvorki hósti né stuna frá flokki „jafnaðarmanna“ þegar dómarar og aðrir fengu launahækkanir upp á allt að 600.000 á mánuði?

    Afskaplega fór lítið fyrir ykkur!

    Var það vegna þess að þið eruð næst?

  • Einu sinni fyrir hrun efnahags dugði það á Íslandi að undirbúa kosningar með nokkura mánaða fyrirvara.

    „Landið“ hefur breyst, og með góðri hjálp fjórflokks sem hefur haft engan sérstakan áhuga að gæta að velferð þjóðarinnar heldur hefur elt hugmyndir um afnám þingræðis og elft ráðherraræði á tímum alþjóðavæðingar.

    Fjórflokks sem hefur verið í trúnaðarsambandi við erlend/t sendiráð, í staðin fyrir að ræða við þjóðina.

    Samþykkt leynilegra viðskiptasamninga eru aðeins á færi ráðherra að samþykkja, án nokkurar aðkomu þingsins. ( TISA )

    Ráðherrar samþykja að Ísland sé sett í hóp viljugra þjóða, ráðherra afnemur viðskiptabann á Íran með reglugerð …

    Völd þingsins virðast fara þverrandi og til hvers að kjósa?

    Hvernig gengur annars rannsókn á einkavæðingu bankanna ..?

  • Næst, ekki mismæla þig.

    Ekki nema þú viljir nefna að “ Ríkið verður ríkari “

    Og ríkir verða efnaðri …

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af tveimur og einum? Svar:

Höfundur

Oddný G. Harðardóttir
Þingmaður Samfylkingarinnar jafnaðarmannaflokks Íslands.
RSS straumur: RSS straumur