Föstudagur 22.01.2016 - 13:28 - 16 ummæli

Að selja banka

Ég vil vara við því að of geyst sé farið í sölu á eignarhlutum ríkisins í bönkunum. Ég tel að núna ættum við að gefa okkur tíma til að meta stöðuna og ákveða hvernig við viljum hafa bankakerfið okkar til framtíðar.

Bankasýslan gerir hins vegar ráð fyrir að ef ákvörðun fjármálaráðherra um sölumeðferð á eignarhlutunum liggur fyrir vorið 2016 verði unnt að ljúka sölu á síðari hluta ársins í samræmi við fjárlög 2016.

Í stöðuskýrslu Bankasýslunnar um fyrirhugaða sölu á Landsbankanum stendur í samantektar og niðustöðukafla að stofnunin telji nú eftir mat á fjórum efnahagslegum viðmiðum um efnahagslegan stöðugleika, verðmat á hlutabréfum í fjármálafyrirtækjum, fjárhagslegt bolmagn mögulegra kaupenda og stöðu Landsbankans að rétt sé að hefja sölumeðferð á eignarhlutum í bankanum.

Sem stöðuleikaframlag verður Íslandsbanki eign ríkisins og ákveða þarf um sölu hans.

Gylfi Magnússon, doktor í hagfræði og fyrrverandi viðskiptaráðherra segir í nýlegu erindi að svara þurfi áleitnum spurningum áður en hugsanleg sala fer fram. Hann bendir einnig á að huga þurfi að hlutverki ríkisins sem er annars vegar eigandi og hugsanlega seljandi banka og hins vegar mótar það regluverk fjármálakerfisins og hefur eftirlit með því.

Gylfi spyr hvaða krafa verði gerð um eigið fé til íslenskra banka? Verður gerð krafa um dreift eignarhald banka? Verður gerð krafa um frekari aðskilnað viðskiptabankastarfsemi og fjárfestingarbankastarfsemi? Að auki þurfi helstað að svara spurningum um framtíðar gjaldmiðil og hversu stórt bankakerfið ætti að vera áður en sala eignarhluta fari fram.

Alþingi hefur samþykkt rannsókn á einkavæðingu bankanna en ekki enn hrint henni í framkvæmd. Niðurstöðum rannsóknarinnar er ætlað að auðvelda mótun viðmiða fyrir sölu eignarhluta ef arbært þyki að ríkið selji eingarhluti sína í bönkunum.

Við ættum að gefa okkur tíma til að svara verðugum spurningum Gylfa Magnússonar, ákveða hvernig við viljum sjá bankakerfið okkar til framtíðar og draga lærdóm af fyrri sölu áður en rokið er til. Það liggur ekkert á.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (16)

  • Þór Saari

    Hallóóó!
    Þú varst í ríkisstjórn sem ekki bara afhenti kröfuhöfum föllnu bankana án þess að hafa hugmynd um hverjir eignuðust þá heldur endurreistuð þið bankakerfið á nákvæmlega sama grunni og fyrir Hrun. Þið í Samfylkingunni verðið ekki trúverðug með að reyna að breiða alltaf yfir mistökin og blekkja, þið verðið að viðurkenna þau og byrja upp á nýtt.

  • Ef Þór Saari myndi myndi lána baug 100 miljónir, skömmu síðar yrði baugur gjaldþrota og húsið hanns færi á uppboð, en engin tilboð í húsið bærust.

    Hver á þá húsið?

    Kannski kröfuhafinn Þór Saari?

    Nei varla, hann er jú bara kröfuhafi sem engan rétt hefur, og honum má ekki afhenta neitt, hvort sem það er endurreist eða á grunni.

  • “ Alþingi hefur samþykkt rannsókn á einkavæðingu bankanna en ekki enn hrint henni í framkvæmd. Niðurstöðum rannsóknarinnar er ætlað að auðvelda mótun viðmiða fyrir sölu eignarhluta ef arbært þyki að ríkið selji eingarhluti sína í bönkunum. “

    Bíddu hæg, ljúf og þæg.

    “ Þingsályktun

    um rannsókn á einkavæðingu Fjárfestingarbanka atvinnulífsins hf.,
    Landsbanka Íslands hf. og Búnaðarbanka Íslands hf.

    Alþingi ályktar, í samræmi við lög um rannsóknarnefndir, nr. 68/2011, að skipa þriggja manna rannsóknarnefnd er rannsaki einkavæðingu og sölu hlutabréfa í Fjárfestingarbanka atvinnulífsins hf., Landsbanka Íslands hf. og Búnaðarbanka Íslands hf. og tengd málefni á árunum 1998–2003.
    Nefndin taki m.a. til umfjöllunar þá stefnu og viðmið sem lágu til grundvallar einkavæðingu bankanna og að hve miklu leyti þeim var fylgt í ákvarðanatöku og framkvæmd einkavæðingarinnar. Nefndin upplýsi nánar um undirbúning og framkvæmd á sölu eignarhluta ríkisins í umræddum bönkum, m.a. í því skyni að skýra ábyrgð ráðherra og annarra sem komu að sölunni.
    Nefndin fjalli um gerð og innihald samninga við kaupendur bankanna, mat á eignum bankanna og að hve miklu leyti það samræmdist söluverði þeirra, efndir samninga og undanþágur frá ákvæðum þeirra, þ.m.t. afslætti frá kaupverði. Þá verði fjallað um eftirlit og ábyrgð með framfylgd samninganna.
    Nefndin beri einkavæðingu íslensku bankanna saman við sölu opinberra fjármálafyrirtækja í nágrannalöndum og leggi fram tillögur til úrbóta varðandi sölu á eignarhlutum ríkisins í framtíðinni.
    Nefndin leggi mat á þær afleiðingar sem framkvæmd einkavæðingar bankanna hafði fyrir íslenskt samfélag.
    Nefndin geri eftir atvikum ráðstafanir til þess að hlutaðeigandi yfirvöld fjalli um mál þar sem grunur leikur á um refsiverða háttsemi eða brot á starfsskyldum og geri jafnframt grein fyrir þeim málum í skýrslu sinni til Alþingis.
    Rannsóknarnefndin skili forseta Alþingis skýrslu um rannsóknina eigi síðar en 1. september 2013 ásamt þeim samantektum og úttektum sem nefndin ákveður að láta vinna í þágu rannsóknarinnar.

    Samþykkt á Alþingi 7. nóvember 2012. “

    Nú jæja, eitthvað virðist hafa breyst ef það er einungis tilgangurinn að niðurstaða rannsóknar nefndarinnar sé að auðvelda mótun viðmiða fyrir sölu eignarhluta ef arbært þykir að ríkið selji eingarhluti sína í bönkunum.

    Ég treysti því að þetta sé innsláttarvilla hjá þér?

  • Það mun líða að því að almenningur vaknar af sínum þyrnirósasvefni.

    Þjóðin nefnilega kýs löggjafarvald en ekki ríkisstjórn eða ráðherraræði.

    Völd ráðherra á Íslandi hafa hneigst til ofríkis tilhneigingu.

    Verkun Þrískiptingar valdsins er stórlega ábótavant.

    Hvernig getur manneskja sem hefur upplifað tíma þar sem feður eða forfeður þeirra höfðu frelsi til að nýta fiskveiðiauðlind þjóðarinnar …

    Að hertogavæða þessa auðlind sem skiptir lýðræðinu svo miklu máli …

    Ingibjörg Sólrún, Þjóðin hefur ALDREI kosið ríkisstjórn …

  • “ Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, segist ekki telja að augu heimsins mun beinast að stöðu mannréttinda á Íslandi í framhaldi af niðurstöðum Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna sem telur að fiskveiðistjórnarkerfið hér stangist á við mannréttindasáttmála samtakanna.

    „Ég hygg að augu heimsins beinist að alvarlegri mannréttindabrotum um allan heim,“ sagði ráðherrann …“

  • Eins og augu heimsins hafi einhvern áhuga á mannréttindabrotum á Íslandi eða annars staðar …

    Hvar vinnur þessi manneskja í dag?

  • Ef ég segði frá því að tilraunir hafi verið gerðar að þagga niður í mér, þá yrði ég miskunarlaust stimplaður sem geðbilaður einstaklingur.

    Líkt og þeir geðbiluðu einstaklingar sem hafa þegar þegið milljóna króna bóta frá ríkinu.

    Ríkið veit fullvel hver gerir hvaða færslu á samfélagsmiðlum.

    Ríkið hefur hertogaveldi að verja …

    Eins og John F Kennedy sagði …
    “ It is a system which has conscripted vast human and material resources into the building of a tightly knit, highly efficient machine that combines military, diplomatic, intelligence, economic, scientific and political operations.“

  • Það tryggir okkur ekki efnahagslegan stöðuleika að ríkið eigi bankana
    Landsbankinn var gjaldþrota 1995
    Íbúðalánasjóður er gjaldþrota þrátt fyrir að hafa fyrsta veðrétt í húsnæði landsmanna og samt á ekki að gera neinar breytingar á hvering hann er rekinn

  • Björn Sig.

    Það þarf náttúlega að byrja á því að aðskylja venjulega bankastarfsemi frá fjárfestinga bankastarfsemi, með lögum. Síðan mega þeir selja fjárfestingabankann.
    Síðan líst mér mjög vel á að stofnaður verði samfélagsbanki (sparisjóður)sem venjulegt fólk geti skipt við, því þetta ástand sem nú er gengur ekki fyrir hinn venjulega launamann. Eftirlitshlutverkið með samfélagsbankanum þar að vera mjög strangt.Að íbúðalánasjóður sé samfélagsbanki er BULL, þetta er lánastofnun sem lánar til íbúðakaupa um allt land sem engin annar gerir.

  • Sigurður

    En heldur Samfyykingin áfram í lýðskruminu.

    Algerlega rúin öllu trausti heldur flokkurinn áfram að bjóða upp á sama ruslið og kjósendur ráku með skömm vorið 2013.

    Almenningur gleymir aldrei skjaldborg ykkar um bankanna, og flokkurinn á enga von um endurreisn án verulegrar endurnýjunnar.

    Það tekur ekki nokkur lifandi maður mark á einu einasta orði frá furv.þingmönnum og ráðherrum Samfylkingarinnar.

  • Ásmundur

    Sigurður, að sjálfsögðu þurfti að slá skjaldborg um bankana eftir hrun þeirra. Annað hrun þeirra hefði riðið okkur að fullu. Það var einnig slegin skjaldborg um heimilin þó að margir virðist hafa haldið að Jóhanna hafi lofað að þurrka út áhrifin af hruninu.

    Verum hreinskilin og viðurkennum að rikisstjórn Jóhönnu stóð sig vel enda fékk hún mikið hrós frá sérfræðingum erlendis. Kjósendur brugðust hins vegar þegar þeir létu B og D plata sig til að kjósa sig. Munu þeir gera það aftur næst?

    Nýja bankarnir voru reistir á rústum hinna gömlu. Þær rústir voru í eigu kröfuhafa en ekki ríkisins. Kröfuhöfum var því ekki afhent neitt vegna nýju bankanna.

    Aftur á móti voru svo skipti þúsundum milljarða tekið af almennum kröfuhöfum með neyðarlögum til að gera innistæður að forgangskröfum. Það var mikil mildi að við komumst upp með það.

    Mikill hagnaður bankanna eftir endurreisn þeirra var einkum vegna þess að verðmæti eigna þeirra hækkaði vegna þess hve vel ríkisstjórn Jóhönnu tókst upp með endurreisnarstarfið.

    Við njótum enn ávaxtanna af endurreisnarstarfi Jóhönnu þrátt fyrir gifurlega fjármagnsflutninga frá almenningi til auðmanna af hálfu núverandfi stjórnvalda.

    Ef auðmeönnum hefði ekki verið fært allt þetta fé með afnámi auðllegðarskatts og lækkun skatta á hátekjufólk ofl þyrfti heilbriðgðiskerfið ekki að vera í rúst né menntakerfið að hafa beðið mikinn hnekki svo að aðeins tvö dæmi séu tilgreind af afglöpum núverandi stjórnvalda.

  • Sigurður

    Ásmundur, mikill hagnaður bankanna byggist á grímulausum og glæpsamlegum þjófnaði bankanna með ólöglegri lánastarfsemi.

    Þegar bankarnir voru dæmdir sekir um stórtækann þjófnað upp á hundruði milljarða króna af almenningi beitti Samfylkingin öllum ráðum, bæði löglegum og ölöglegum til að tryggja að bankarnir fengju að halda þýfinu.

    Aldrei áður í sögu lýðveldisins hefur ráðherra í Íslenskri ríkisstjórn stigið fram og beinlínis líst því yfir að ekki komi til greina að dómur Hæstaréttar standi án þess að bankarnir fái bætt tap af eigin glæpum

    Allur hagnaður bankanna frá stofnun þeirra er fenginn með þjófnaði, ekki bankarekstri.

    Ef ríkið átti ekki endurreistu bankanna, hvets vegna þurfti þá að geta sérstaka samninga við kröfuhafana að ríkið afhenti þeim bankanna?

    Hvernig getur ríkið afhent eitthvað sem það á ekki?

    Svaraðu því.

    Samfylkingin er deyjandi afl af þeirri einföldu ástæðu að hún hefur ekkert fram að færa.

  • Ásmundur

    Mikil er fáfræði þín, Sigurður. Seðlabankinn, sem er sjálfstæð stofnun, stjórnar vaxtastiginu en ekki ríkisstjórnin. Ég hef áður fært rök fyrir því hvers vegna vextir verða að vera miklu hærri hér en í nágrannalöndunum.

    Það hefur margoft komið fram að hagnaður bankanna af reglulegri starfsemi er ekki mikill. Hagnaður þeirra hefur að langmestu leyti verið vegna þess að verðmæti eigna þeirra hefur hækkað gífurlega vegna þess hve vel hefur tekist til við að endurreisa íslenskt efnahagslíf.

    Þú virðist ekki sjá að með því að álasa fyrri ríkisstjórn fyrir góðan hagnað bankanna ertu að gagnrýna hana fyrir góðan árangur við endurreisn efnahagslífsins.

  • Sigurður

    Ásmundur,
    Ertu til í að svara því sem þú ert spurður að?

    Hvers vegna er ríkið að gera samkomulag við kröfuhafa að afhenda þeim nýju bankana ef ríkið átti þá aldrei?

    Hvernig getur ríkið afhent eitthvað sem það á ekki?

    Koma svo!

  • Sigurður

    Hagnaður bankanna er ALLUR tikominn með því að halda ólöglegu þýfi með aðstoð spilltra stjórnmálamanna.

    Með aðstoð Oddnýjar og félaga í síðustu ríkisstjórn var bönkunum hjálpað að halda þýfinu og kalla það hagnað.

    Þetta er ástæðan að það er engin eftirspurn eftir þessu liði aftur hjá kjósendum.

    Grímulaus hagsmunagæsla fyrir erlenda vogunarsjóði

  • Ásmundur

    Sigurður, ég er búinn að svara þessu. Kröfuhafarnir áttu rústir gömlu bankanna sem nýju bankarnir voru reistar á.

    Það var hlutverk ríkisins að endurreisa fjármálalífið þar á meðal bankana. Við þá vinnu þurfti að meta eignir kröfuhafa. Ríkið þurfti síðan að styrkja nýju bankana með fjárframlögum og var hluti ríkisins í bönkunum metinn í samræmi við þau.

    Vel var vandað til verka og farið að ráðum færustu sérfræðinga. Ef það hefði ekki verið gert hefðu málaferli staðið yfir árum saman með skelfilegum afleiðingum.

    Skv viðurkenndum bókhaldsreglum reiknast hækkun á verði eigna sem hagnaður. Hvernig getur hækkun á verði eigna vegna bættra markaðaðstæðna verið þýfi?

    Þú hljómar eins og maður sem seldi hlutabréf á markaðsverði en taldir svo að hækkununum sem komu eftir það hefði verið stolið af sér.

    Þú skilur ekki við eigum að fagna þessum hækkunum á verði bankanna vegna þess að þær eru vísbending um að endurreisnin hafi gengið ótrúlega vel auk þess sem ríkið á stóran hluta af þessum hagnaði.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fimm og tveimur? Svar:

Höfundur

Oddný G. Harðardóttir
Þingmaður Samfylkingarinnar jafnaðarmannaflokks Íslands.
RSS straumur: RSS straumur