Sunnudagur 21.09.2014 - 16:03 - 2 ummæli

Heimiliserjur og fyrirvarar

Eftir fyrstu umræðu um fjárlagafrumvarpið og tekjufrumvörp þess sækja á mig áleitnar spurningar um hvað sé eiginlega að gerast á stjórnarheimilinu.

Gera má ráð fyrir að talnabálkar fjárlagafrumvarpsins og megintexti hafi verið tilbúinn í lok júní áður en flestir starfsmenn ráðuneyta fara í sumarfrí. Ágúst hefur síðan verið notaður til töflugerða og frágangs til prentunar þannig að allt væri tilbúið fyrir framlagningu frumvarpsins 9. september. Ef þessar tímasetningar eru réttar þá hefur ríkisstjórnin og væntanlega stjórnarmeirihlutinn verið sammála því í lok júní að breyta virðisaukaskattskerfinu þannig að efra þrepið lækkaði í 24,5% og neðra þrepið hækkaði í 11%, eins og fram kemur í prentuðu útgáfunni. Almenn vörugjöld yrðu felld niður en sykurskatturinn ekki afnuminn. Mótvægisaðgerðir yrðu í gegnum tekjuskatt einstaklinga og næmu einum milljarði króna en barnabætur hækkuðu aðeins um 2,5%.

Svo kom sumarfrí. Flestir mættu aftur til vinnu eftir verslunarmannahelgi og þingflokkar fóru að undirbúa þingveturinn. Þá hefur væntanlega eitthvað gerst því þegar fjárlagafrumvarpið var kynnt voru aðrar tillögur en þær sem sjá má í fjárlagafrumvarpinu lagðar fram. Ég get mér til um að einhverjir hafi gert alvarlegar athugasemdir við frumvarpið og fjármála- og efnahagsráðherra hafi séð sig knúinn til að gera breytingar. Það hefur varla verið þingflokkur Framsóknar sem gerði þær athugasemdir því þau hafa nefnilega gert athugasemdir við nýju tillögurnar.

Nýju tillögurnar eru á þann veg að efra þrepið er lækkað í 24% og það neðra hækkað í 12%. Sykurskatturinn er afnuminn, matarskatturinn hækkaður meira og efra þrepið lækkað um hálft prósentustig til viðbótar. Þá eru dregnar til baka mótvægisaðgerðir með breytingum á tekjuskatti einstaklinga en skipt yfir í hækkun á barnabótum um einn milljarð, frá 10 makr í 11makr.

Þegar hér er komið sögu gerir þingflokkur Framsóknar almennan fyrirvara við frumvörpin. Sjálfur forsætisráðherra og allir aðrir ráðherrar Framsóknar, ásamt öllum þingmönnum flokksins gera formlegan fyrirvara við helsta stefnuplagg ríkisstjórnarinnar!

Ríkisstjórnir hafa sprungið af minna tilefni enda er það einfaldlega þannig að ef ekki er nægur stuðningur við fjárlagafrumvarpið þá hefur ríkisstjórnin ekki stuðning meirihluta þingsins. Hvenær hefur það gerst áður að forsætisráðherra setur fyrirvara við meginstefnuplagg eigin ríkisstjórnar?

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (2)

  • kristinn geir st. briem

    skemtileigir þrssir sjálfstæðismenn það eru ekki
    auknar tékjur oppá 40.ma.kr. en það eru ekki skattahækkun heldur aukin neisla. þegar horft er á bankana með seðlabankanum með arðgreiðslum og sköttum. þá verður þettað rétt um 100.ma.kr. nú er „um “ teigjanlegt hugtak “ eflaust géta sjálfstæðismenn kallað þettað neisluskatta þess vegna þurfa bankarnir að hækka þjónustugjöld og géta ekki lækað vexti en aenilega skiptir það ekki meðan bankarnir eru neislubankar þá er ekki hægt að tala um skattahækkanir jafnvel davíð oddsson varð að viðurkenna eftir mikla mæðu að gjaldahækkanir væru jaðarskattar en auðvitað er eru jaðarskattar ekki neisla því telst það ekki með

  • kristinn geir st. briem

    p.s. kanski að oddny fletti upp í spurníngum fjárlagaraðuneitysins og fletta uppá orðinu jaðarskattar. hitt er annað ef skuldir eru um 1500.ma.kr – 2000.ma.kr og skattékjur um 644.ma kr. á þettað að slepa ekki auðvelt samhvæmt mínum skilníngi má fyrirtæki skulda þrefalda veltu það gerir 1932.ma.kr.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af þremur og einum? Svar:

Höfundur

Oddný G. Harðardóttir
Þingmaður Samfylkingarinnar jafnaðarmannaflokks Íslands.
RSS straumur: RSS straumur