Laugardagur 25.10.2014 - 17:33 - 6 ummæli

Áhyggjur

Ég hef áhyggjur af mörgu í íslensku samfélagi nú um stundir, m.a. af því að:

 • Hagkerfið á Íslandi í dag býr til ný störf sem eru nær eingöngu láglaunastörf.
 • Menntunarstig Íslendinga í Noregi er mun hærra en íslensku þjóðarinnar í heild.
 • Menntunarstig fólksins sem flytur til landsins er lægra en þjóðarinnar í heild.
 • Stjórnvöld takmarka aðgengi að framhaldsskólum og halda menntunarstigi þjóðarinnar niðri.
 • Gjaldeyrishöftin stuðli að einhæfu atvinnulífi.
 • Krónan verði til þess að kjör fólksins í landinu batni ekki.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (6)

 • Já – það væri kannski örlítið betra umhorfs hér á landi ef Samfylking hefði staðið sig í stykkinu þegar tækifæri var til.

  Hugsanlega hefðu þá núverandi stjórnvöld ekki komist að.

  Ég bara skil ekki hvernig íslenskir stjórnmálamenn geta horft í spegil eða framan í börn sín og barnabörn.

 • Jón Einarsson

  Rósa,
  Margt af því sem hefur farið aflaga er mannanna verk og þá í sumum tilfellum stjórnmálamanna allt frá lýðveldisstofnun. …og gleymum ekki ábyrgð kjósenda. Sú ríkisstjórn sem Oddný sat í, hafði þó sögulegt tækifæri til að gera lagfæringar á fiskveiðistjórnkerfinu og auðlindarentunni í formi uppboða á markaði eins og hún lofaði. En við getum ekki ásakað Oddnýju fyrir spillingarsöguna, helmingaskiptin, auðmannadekrið og stöðu ríkissjóðs. Þjóðartekjur á mann á Íslandi eru mjög sambærilegar við önnur norðurlönd önnur en Noreg, auðvitað rífa vaxtagjöld og krónuræksnið eitthvað í. Sennilega gengur samt rekstrarstærðin (320þús manns) ekki upp m.v. þær kröfur sem gerðar eru til nútíma ríkisvalds og því spurning hvort við sameinumst ekki stærri heild?

 • Ásmundur

  Tek undir áhyggjur Oddnýjar. Ég hef þó ekki minni áhyggjur af því að þeir tekjumöguleikar sem ríkið hefur skuli ekki vera nýttir. Þeir eru td eftirfarandi:

  Hærra veiðigjald.

  Minni stuðningur við landbúnaðinn. Hætta að greiða niður útfluttar landbúnaðarvörur.

  Bæta við amk einu tekjuskattsþrepi svo að hæsta skattprósentan verði í likingu við það sem gerist í flestum nágrannalöndunum.

  Halda áfram með auðlegðarskattinn og bæta við einu skattþrepi. Vegna aukinnar misskiptingar undanfarin ár er eðlilegt að þessu fé sé að hluta skilað tilbaka.

  Kaupa lista yfir Íslendinga sem eiga fé í skattaskjólum

  Stórauka fjárframlög til skattrannsóknarstjóra. Það er með ólíkindum að það eigi að minnka þau þar sem það hefur sýnt sig að slíkt fé kemur margfalt tilbaka.

  Hækka sykurskattinn í stað þess að fella hann niður. Sykur er eitur sem spillir heilsu manna. Það er því eðlilegt að leggja á hann skatt eins og áfengi og tóbak.

  Leggja vsk á starfsemi sem ber engan vsk eins og ýmis konar ferðaþjónustu, Bláa lónið og laxveiðar. Stefnt skal að 25% vsk á alla ferðaþjónustu í áföngum.

  Að hærri skattar á hátekju- og stóreignafólk hafi slæm efnahagsleg áhrif stenst ekki skoðun. Þetta sést best á því að velmegun er miklu meiri en hér í flestum þeim löndum Norður- og Vesturevrópu þar sem hæsta skattþrep er á bilinu 52-67%. Það er reyndar 75% í Frakklandi. Hér stendur til að lækka það niður í 40% á kjörtímabilinu.

  Helstu áhrifin af hærri sköttum á hátekju- og stóreignafólk er að fé fer í uppbyggingu í stað þess að ýta undir skaðlega verðbólu á fasteigna- og hlutabréfamarkaði. Auk þess kemur meira af gjaldeyri heim sem annars væri í ávöxtun í útlöndum.

  Í ljósi þess að fólk greiddi lengst af eignaskatt þótt það ætti ekkert annað en venjulega blokkaríbúð og bíl með ekki of miklum skuldum, eru rökin gegn auðlegarskattinum fáránleg.

  Með þessum hætti er hægt að leysa vanda heilbrigðis- og menntakerfisins, byggja nýjan spítala og greiða niður skuldir ríkisins. En því miður þarf víst fyrst að skipta um ríkisstjórn.

  Að lækka skatttekjur ríkisins að hætti núverandi stjórnvalda, þegar heilbrigðis- og menntakerfið eru að hruni komin, er algjörlega fráleitt.

 • Smari Kristinsson

  Áhyggur breyta litlu.

  Íslendingar búa við þokklegt lýðræði, ef frá er talið misvægi atkvæða. Athafnir og ákvarðanir stjórnvalda endurspegla því sannan þjóðarvilja.

  Íslendingum leiðist flestum menntafólk og flóknar lausnir. Þeir dýrka dægurþras, appdrættisvinninga og annan skjótfengin auð.

  Sem betur fer streymir íslenskt mennta og vísindafólk til annarra landa, þar sem þörf er fyrir þeirra starfskrafta. Þetta er tjáning á sönnum þjóðarvilja

  Íslenska haftahagkerfið er birtingarmynd samstöðu þeirra ríkustu og fátækustu.
  Á Íslandi veita höftin þeim ríkustu meiri tekjur af fjármagni en víðast hvar er hægt að afla með löglegum hætti. Þeir eru ekki á förum. Þeir snauðustu eru lítt menntaðir og eru að jafnaði ekki eftirsóttir í öðrum löndum. Þeim er því best að vera heima. Fullkomin tjáning á sönnum þjóðarvilja.

 • kristinn geir st. briem

  1.skilst að þessi fyrirtæki sem koma sem eru kölluð stórfyrirtæki séu ekki láglaunafyrirtæki. hvort þau koma vonandi.
  2.það fer eflaust eftir hvernig mælt er mann eftir því þegar skólar feingu fjármagn eftir námsframvindu gerðu sumi skóla það að láta lélega nemendur verða veikatil að hækka stuðulinn.
  3. er víst að svo sé. á góðum deigi myndi samfylkínginn kalla þettað fordóma
  4. það er takmarkað fé til ráðstöfuna það þarf að forga ngsraða og þeir velja þessa leið.hvort það verði til góð skulum við sjá til.
  5. hvort gjaldeyrishöftin valdi einhæfum atvinutækifærum við höfum haft gjaldeyrisahöft meira eða minna frá stofnum lýðveldisá þeim tíma orðið ein sú ríkasta í evrópa frá því að vera sú fátækasta . þessi yfirmáta frjálshiggja í gjaldeyrismálum kostaði okkur hérum bil sjálfstæðið svo gjaldeyrishöft þurfa ekki að vera slæm.
  6. það er rangt það er ekki krónan heldur slök stjórnun. ef ég skil það rétt þá eru 3. myntir í sviss ekki er það fjölment land en er þó með mynt sem allir taka mark á

 • @Jón Einarsson

  Það er rétt hjá þér að sennilega erum við bara of fámenn þjóð til að standa á eigin fótum.

  Ég hef gefið börnum mínum allt mitt sparifé svo þau geti komið fótunum undir sig í Noregi og þau fara eftir áramót.
  Ég er óskaplega glöð að þau þurfi að ekki að búa hér við handónýtt kerfi sem tekur af þeim heimili og aleigu með reglulegu árabili og að þau hafi tækifæri til að ala upp börnin sín í landi þar sem virðing er borin fyrir stjórnsýslu og almenningi. Þar sem menntun er fyrir fáa útvalda og „jón og Gunna“ munu aldrei sjá fram á heilbrigt starfsumhverfi og eða fjölskyldulíf ætli þau sér að eignast heimili. Það er svo margt og mikið að hérna að um það væri hægt að skrifa heila bók.

  Sjálf ætla ég að flytja innan nokkra ára því fátt skelfir mig meir ein að verða gömul, veik og fátæk á þessu landi.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af einum og fjórum? Svar:

Höfundur

Oddný G. Harðardóttir
Þingmaður Samfylkingarinnar jafnaðarmannaflokks Íslands.
RSS straumur: RSS straumur