Þriðjudagur 17.03.2015 - 17:05 - 3 ummæli

Orð og athafnir ríkisstjórnar ríka fólksins

Ríkisstjórn ríka fólksins sýnir ekki bara Alþingi óvirðingu með bréfaskriftum til Evrópusambandsins þar sem Alþingi er sniðgengið með skýrum og meðvituðum hætti, heldur er framganga hennar í öðrum málum einnig forkastanleg.

Afkoma ríkissjóðs
Afkoma ríkissjóðs frá árinu 2004 hefur tekið miklar dýfur eins og öllum er kunnugt um. Gulu súlurnar á meðfylgjandi mynd sýna mjög vel hvernig afkoma ríkissjóðs féll við bankahrunið og hvernig vinstristjórninni tókst að forða ríkissjóði falli og endurreisa sjóðinn á síðasta kjörtímabili. Vinstristjórnin fékk því miður ekki brautargengi í síðustu kosningum til að byggja upp réttlátt samfélag á þeim árangri. Nú notar hægristjórnin sér árangur vinstristjórnarinnar til að auka að nýju ójöfnuð í samfélaginu og mismunun eftir efnahag.

Picture1

Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar kveinkar sér undan því að vera kölluð ríkisstjórn ríka fólksins. Til að reka af sér það orð hefur forsætisráðherrann meira að segja tekið undir kröfur launafólks, talað um að 300 þúsund krónur á mánuði séu nú ekki miklir peningar til að framfleyta fjölskyldu og að mikilvægt sé að fólk geti lifað af launum sínum. Hann talar líka um að hækka þurfi laun þeirra sem eru lægst launaðir og fólks með meðaltekjur. En sitt er hvað orð og athafnir. Þessi orð forsætisráðherrans verða svolítið skondin þegar litið er á hvað ríkisstjórn ríka fólksins hefur gert til að hafa áhrif á kjör fólksins í landinu og hvaða hópar það eru sem hafa hagnast mest undir stjórn hans. Ég ætla að nefna nokkur dæmi:

Matarskattur
Ríkisstjórnin hækkaði virðisaukaskatt á matvæli og lækkaði efra þrep skattsins í leiðinni. Þau reiknuðu út að breytingin myndi skila kjarabótum. Kjarabótin skilar sér vel til þeirra tekjuhæstu en þeir tekjulægri bera minna úr bítum. Þetta sýnir meðfylgjandi mynd ágætlega.
vsk-breytingar

Skert kjör og samningsrof
Ríkisstjórnin ákvað að stytta bótarétt langtímaatvinnulausra og spara ríkissjóði milljarð á því. Án alls fyrirvara var samkomulagi ríkisins við samtök atvinnurekenda og launþega um þriggja ára atvinnuleysisbótarétt rofið sem hefur verulega slæm áhrif á kjör hundruða manna sem voru í slæmri stöðu fyrir. Þessari aðgerð fylgir aukinn kostnaður fyrir sveitarfélög því þeim fjölgar sem leita eftir fjárhagsaðstoð sveitarfélaganna. Með þessari aðgerð mun fátækt aukast enn frekar, en hún er skammarlega mikil hér á landi og nýlegar greiningar sýna að fátækum börnum á Íslandi er að fjölga.

Stóra millifærslan

Ríkisstjórnin ákvað að greiða niður verðtryggðar skuldir íbúðarlána samkvæmt reiknireglu og viðmiðum sem kemur best út fyrir þá allra ríkustu. Þau heimili sem eru tekjulægst fá um 6% af þeim 80 milljörðunum margumtöluðu sem ganga til niðurgreiðslu húsnæðislána sem eru tæpir 5 milljarðar króna en tekjuhæstu heimili fá 64% upphæðarinnar, eða rúma 50 milljarða króna. Enn og aftur eru þau ríkustu að fá góða fyrirgreiðslu hjá ríkisstjórninni eins og meðfylgjandi mynd sýnir.
millifærslan

Fjöldatakmarkanir í framhaldsskólum
Ríkisstjórnin setti fjöldatakmarkanir í framhaldsskólum og sem þýðir að þeir sem eru 25 ára eða eldri og vilja stunda bóknám þurfa að sækja einkaskóla á Suðurnesjum eða í Borgarfirði. Þar með geta þeir sem huga á bóknám og hafa náð ákveðnum aldri ekki nýtt sér námsframboð í heimabyggð og klárað það á þeim tíma sem þeim hentar. Á yfirstandandi skólaári eru 1.650 nemendur í bóknámi í framhaldsskólum landsins sem náð hafa 25 ára aldri. Skólagjöldin í einkaskólunum eru um 225.000 kr. á önn en önnin í opinberu framhaldsskólunum kostar um 13.000 kr. Fjöldatakmarkanirnar verða til þess að færri sækja sér nám og þeir sem það gera þurfa að kosta miklu til bæði vegna skólagjalda og búsetuflutninga. Enn og aftur er þrengt að þeim sem minna hafa handa á milli, t.d. ungum mæðrum sem hafa þurft að fresta skólagöngu sinni en vilja halda áfram bóknámi í heimabyggð.

Réttlæti krafist
Á sama tíma og ríkisstjórnin þrengir að almennu launafólki og eykur greiðsluþátttöku einstaklinga í heilbrigðisþjónustu, lætur hún auðlegarskattinn renna sitt skeið og gefur afslátt á veiðigjöldum til útgerðarinnar. Fórnir fólksins í landinu vegna hrunsins og árangur vinstristjórnainnar í ríkisfjámálum hefur ríkisstjórn ríka fólksins notað til að auka óréttlæti og ójöfnuð. Það er því skiljanlegt að launafólk krefjist réttlætis í komandi kjarasamningum og treysti ekki orðum forystumanna ríkisstjórnarinnar.

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (3)

  • Guðrún Jóh

    Fyrirsögnin vekur athygli, það er víst. En skondið orðalag komandi frá fyrrum fjármálaráðherra í þeirri ríkisstjórn sem afskrifaði eingöngu á útrásarvíkingana og skildi landslýð eftir með hrunið á bakinu. Og ætlaði okkur icesave í ofanálag. Halda þjóðinni í hryggspennu og neyða hana með illu í ESB gegn vilja sínum. Þetta voru vond áform og erfitt að sjá það hafi verið vel meint fyrir þjóðina. Ykkar fólk sem hópast á Austurvöll er lítill minnihluti og eins og Ingibjörg Sólrún orðaði það………þið eruð ekki þjóðin.

  • kristinn geir st. briem

    ágæt grein. ef ég mætti ráða mindi ég reka alla þessa hagfræðínga virðist helst vera þanig þegar þeir eru spurðir álits spirja þeir á móti hvaða niðurstöðu vill ráðherran fá. en einhver veigin ver’a þeir að ná endum sama öðruvísi komumst við ekki inní e.s.b.

  • Úff.

    Erfitt að lesa þetta.

    Heldur höfundur að fólkið í landinu sé algjörlega minnislaust eða telur hann almenning samsafn fábjána?

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sjö og átta? Svar:

Höfundur

Oddný G. Harðardóttir
Þingmaður Samfylkingarinnar jafnaðarmannaflokks Íslands.
RSS straumur: RSS straumur