Föstudagur 16.10.2015 - 10:05 - 3 ummæli

Erindi jafnaðarmanna 2

Það hefur ekki farið fram hjá neinum að það er mikil ólga í stjórnmálunum um þessar mundir. Og hún er ekki aðeins hér á Íslandi. Fólk kallar eftir einhverju nýju. Einhverju öðru en það hefur haft. Í Bretlandi hefur Verkamannaflokkurinn valið til forystu nýjan leiðtoga, eldri mann, sem virðist hafa kveikt einhvern neista hjá ungu fólki. Hann hefur stundum þótt róttækur og umdeildur en hann er jafnaðarmaður. Fróðlegt verður að sjá hvaða línur hann mun leggja.

Spurningin sem við þurfum að svara er einföld: Eigum við jafnaðarmenn eitthvert erindi á 21. öldinni? Grunngildi jafnaðarstefnunnar hafa frá fyrstu tíð verið jafnræði þegnanna, réttlæti, samhjálp og friður og eru það enn. Að allir einstaklingar skipti máli og leggi sitt að mörkum til samfélagsins. Grunngildin eru sígild og verða ávallt meginstefið í hverju því sem við tökum okkur fyrir hendur. Þetta kemur fram í baráttu jafnaðarmanna fyrir velferð einstaklinga, eflingu atvinnulífs, sanngjörnum viðskiptum og félagslegu réttlæti . En ekki síður í vilja til að skila lífvænlegri veröld til komandi kynslóða með baráttu fyrir umhverfisvernd í anda sjálfbærrar þróunar. Þeir berjast gegn hvers kyns spillingu og hindrunum sem standa í vegi góðra stjórnunarhátta og gegn þeim stjórnmálaöflum sem styðja hag forréttindahópa. Jafnaðarmenn standa vörð um frjálsa fjölmiðlun, óháð og óvilhallt réttarkerfi og virðingu fyrir réttindum minnihlutahópa og einstaklinga.

Svarið við spurningunni er því augljóslega því gunngildi jafnaðarmanna eiga jafn vel við nú og áður.

Traust
Þegar fólk velur að styðja við stefnu jafnaðarmanna, getur það verið visst um út frá hvaða megin sjónarmiðum unnið verður úr hagsmunamálum þjóðarinnar. Í kosningum eftir efnahagshrunið völdu Íslendingar jafnaðarmenn til að byggja upp efnahag og samfélag. Fólkið í landinu treysti því að áherslur Samfylkingarinnar og Vinstri grænna myndu reynast almenningi best í glímunni við þær fordæmalausar aðstæður sem hrunið skóp. Nú sjö árum eftir hrun hafa fræðimenn skoðað hvernig þjóðir tókust á við kreppuna.

Ísland og Írland
Hægri stjórnin á Írlandi fór þveröfuga leið á við vinstristjórnina á Íslandi svo dæmi sé tekið. Írar lækkuðu bætur, hækkuðu almenna skatta, styttu atvinnuleysistímabilið og settu þar strangari skilyrðingar og lækkuðu vaxtabætur. Íslendingar hækkuðu bætur, lækkuðu skatta á lágtekjuhópa, lengdu atvinnuleysistímabilið, hækkuðu almennar vaxtabætur og bættu sérstökum vaxtabótum við. Afleiðingin var sú að á Íslandi urðu lágtekjuhóparnir fyrir minnstri kjaraskerðingu og jöfnuður fór vaxandi en á Írlandi varð sá hópur fyrir mestri kjaraskerðingu og ójöfnuður fór vaxandi.

Það skiptir mál hverjir stjórna!

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (3)

  • Þór Saari

    Sorrí Oddný. Spurningin sem þú spyrð er ekki þinnar að spyrja. Auðvitað eiga jafnaðarmenn erinidi á 21. öldinni en Samfylkingin og þingmenn hennar eru ekki jafnaðarmenn og þetta „við“ í spurningunni áttu að fella út. Samfylkingin er flokkur Blairista sem eru hægri menn og aðhyllast markaðslausnir í öllum málum og hafa sömu sýn á samfélagið og Margrét Thatcher og eru úlfar í sauðagæru. Þessi setning: „Þeir berjast gegn hvers kyns spillingu og hindrunum sem standa í vegi góðra stjórnunarhátta og gegn þeim stjórnmálaöflum sem styðja hag forréttindahópa.“ Halló! Það voru þið sem endurreistuð banka- og fjármálakerfið í sinni óbreyttu mynd eftir Hrunið.

  • Úff – erfið spurning.

    Hvað þýðir „við“ – eru það „þið“?

    Þá er svarið augljósega „nei“.

    „Þið“ eigið ekkert erindi á 21. öld.

    Er svarið alltaf „meiri jöfnuður“?

    Segið okkur háskólamenntuðum það sem höfum ekki efni á húsnæði né neinu og drögum fram lífið á skítalaunum í þessu samfélagi „okkar jafnaðarmanna“.

    Þið jafnið allt niður – hirðið það litla sem ég get aflað í skatta – í samneysluna sem þið dásamið svo mjög,

    Og svo borga ég fimm ára námslán, einstæð með tvö börn.

    Það borgar sig ekki að mennta sig. Þökk sé ykkur „jafnaðarmönnum“,

    Eða hvernig eru laun mín 335.000 kr.á mánuði með tvö háskólapróf borin saman við þín?

    Þurfum við kannski að jafna þau?

    Hvernig gerum við það?

    Er meiri jöfnuður ekki alltaf svarið?

    Við sjæaum í gegnum ykkur.

    Kveðja,
    Rósa G.

  • Haukur Hauksson

    Írland og Eistland tóku hægri leiðina á þetta.
    Mér skylst að þessi tvö lönd séu að blómstra í dag.
    Við ættum að einblína bættum kjörum þeirra verst settu í stað þess að einblína á jöfnuð.
    Þó að jöfnuður jókst eftir hrun á Íslandi þá lækkaði lífskjör þeirra verst settu um 6% á Íslandi.
    Er það ósættanlegt.

    Á Írlandi jókst ójöfnuður en kjör þeirra verst settu jukust gríðarlega þrátt fyrir það.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fimm og átta? Svar:

Höfundur

Oddný G. Harðardóttir
Þingmaður Samfylkingarinnar jafnaðarmannaflokks Íslands.
RSS straumur: RSS straumur