Fimmtudagur 13.10.2016 - 22:28 - 20 ummæli

527 milljarðar til 10% Íslendinga

Sam­fylk­ingin kynnti á dög­unum eina snjalla leið til þess að aðstoða þá sem ekki eiga útborgun í íbúð. Hug­myndin er að fjöl­skyldur fái fyr­ir­fram­greiddar vaxta­bæt­ur, en það eru pen­ingur sem leigj­endur fengju hvort sem er að hluta í formi hús­næð­is­bóta og þeir kaup­endur sem rétt eiga á vaxta­bót­um. Þetta er hóf­leg leið sem gagn­ast ekki bara íbúum höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins heldur líka sér­stak­lega vel þeim sem búa á lands­byggð­inni. Leiðin felur í sér að fjöl­skyldur sem ekki eiga hús­næði fái allt að þrjá millj­ónir króna til að nýta í útborgun á íbúð.

Bilið breikkar milli þeirra sem eiga og þeirra sem eiga ekki

Mun­ur­inn milli ríkra og fátækra heldur áfram að aukast, ekki bara hér á landi heldur úti um allan heim. Þetta er eitt stærsta við­fangs­efni alþjóð­legu jafn­að­ar­manna­hreyf­ing­ar­innar að finna leið­irnar til að dreifa pen­ing­unum bet­ur. Þeim sam­fé­lögum sem leggja áherslu á jöfnuð farn­ast best, það sýna allar grein­ing­ar, enda eru Norð­ur­löndin efst á lista ríkja sem best er að búa í. Við gleðj­umst yfir góðu gengi í íslensku efna­hags­lífi, en bendum jafn­fram á og mót­mælum því að auð­ur­inn sem skap­ast skipt­ist ekki jafnt á milli hópa í sam­fé­lag­inu. Á hverju ári höfum við beðið stjórn­völd um upp­lýs­ingar um þessa stöðu og svör þeirra fyrir árin 2013 og 2014.

Stöð­ug­leiki heim­il­anna

Ef umfangið á mis­skipt­ing­unni er skoðað kemur í ljós að af hreinni eign, sem orðið hefur til frá árinu 2010, hafa 527 millj­arðar króna runnið til þeirra tíu pró­sent Íslend­inga sem eiga mest, alls 20.251 ein­stak­linga. Það eru 26 millj­ónir á hvern ein­stak­ling. Það þýðir að tæp­lega fjórar af hverjum tíu krónum sem orðið hafa til af nýjum auð á þessum sex árum hafa farið til rík­asta hóps lands­manna. Ég hef sagt að króna í vasa sjúk­lings valdi ekki meira óstöð­ug­leika en króna í vasa útgerð­ar­manns. Þegar jafn­að­ar­menn vilja jafna stöðu fólks og færa pen­inga úr vösum þeirra sem mest eiga til ann­arra, þá er gjarnan við­kvæðið að varð­veita þurfi stöð­ug­leik­ann. En króna í vasa efn­aðs fólks skapar ekki meiri stöð­ug­leika en króna í vasa hinna, s.s. ungs fólk sem vantar heim­ili. Þvert á mót­i.

Margt ungt fólk og leigj­end­ur, sem fá ekki stuðn­ing frá for­eldrum til íbúða­kaupa, ílengj­ast í for­eldra­húsum eða fest­ast á dýrum leigu­mark­aði. Það er okkar skylda að benda á þennan ójöfnuð og leggja til lausn­ir. Við tölum fyrir upp­töku Evr­unnar til að lækka vaxta­stig, við tölum fyrir betri leigu­mark­aði og bygg­ingu 5.000 leigu­í­búða á næstu fjórum árum. Og við leggjum til að ungt fólk og fjöl­skyldur fái for­skot á fast­eigna­mark­aði.

 

Greinin birtist fyrst á Kjarnanum

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (20)

  • Afhverju eiga tekjurnar sem ég skapa að skiptast jafnt á alla aðra?

  • Ásmundur

    Íslendingar almennt vilja auka jöfnuðinn í þjóðfélaginu. Samt kýs stór hluti þeirra Sjálfstæðisflokk eða Framsókn sem markvisst auka ójöfnuðinn.

    Ójöfnuðrinn er mikil ógn fyrir komandi kynslóðir vegna þess að hann eykst stöðugt og endar að lokum óhjákvæmilega með hruni ef ekkert er að gert.

    Í þessu sambandi er athyglisvert að fyrir hrunin 1929 og 2008 voru skattar á hæstu tekjur í lágmarki í Bandaríkjunum. Eftir seinna stríð voru þeir hins vegar yfir 90% en voru síðar um 70% þangað til Reagan varð forseti. Á þessum árum voru Bandaríkin talin fyrirmyndarríki.

    Ég furða mig á hvers vegna stjórnarandstöðuflokkarnir boða ekki stórhækkaða skatta í tveim eða fleiri þrepum á mánaðartekjur (td yfir 1.2 milljón á mánuði). Auðlegðarskatt þarf einnig að taka upp á allar eignir yfir td 120 milljónir hjá einstaklingum og 180 milljónir hjá hjónum.

    Almenningur hefur ekki þessar tekjur og á ekki þessar eignir. Það þarf því ekki að óttast fylgisflótta. Þeir sem hafa þessar tekjur eða eiga þessar eignir kjósa hvort sem er Sjálfstæðisflokk eða Framsókn.

    Gagnrýnin á auðlegðarskattinn á síðasta kjörtímabili var fráleit enda var hér um að ræða sams konar eignarskatt og þurfti að greiða af miklu minni eign á árum áður án þess að menn hefðu kippt sér upp við það.

    Eini munurinn var að skattleysismörkin voru miklu lægri þá þannig að mun stærri hluti tekna auðmanna var skattlagður og stór hluti almennings þurfti að greiða skattinn.

    Til að minnka enn frekar ójöfnuðinn þarf að stórauka framlög til skattrannsóknarstjóra til að uppræta að mestu leyti skattsvik. Ríkið þarf svo að sjálfsögðu að fá markaðsverð fyrir auðlindir sínar.

    Með stóraukinni skattheimtu á tekjuháa og auðmenn er ekki aðeins verið að auka jöfnuðinn. Nauðsynleg tekjuaukning ríkissjóðs til að reisa við innviðina er ekki síður mikilvæg.

  • Ásmundur,

    Með stóraukinni skattheimtu nærðu örugglega fullum tekjujöfnuði, engin spurning – þannig að engan mun þarf að öfunda.

    Læknar munu flykkjast til landsins frá erlendum sjúkrahúsum til að vinna að lækningu þjóðarinnar fyrir lítinn pening en mikla gleði, tölvunarfræðingar munu hunsa hærri tekjur til þess að geta unnið að sameiginlegum markmiðum og frumkvöðlar munu þrá að skrá fyrirtæki sín hér til að geta greitt sem mest til þjóðfélagsins.

    Fyrst að þetta virkaði í Svíðþjóð og Bretlandi á áttunda áratugnum, Norður Kóreu, Sóvétríkjunum, Kúbu og allri austur Evrópu þá hlýtur þetta að virka hérna líka. Meiri jöfnuð takk!

  • Ásmundur

    Margir Íslendingar virðast halda að jafnaðarmenn stefni að algjörum jöfnuði allra. Aðeins er um það að ræða að minnka ójöfnuðinn eða allavega koma í veg fyrir að hann aukist enn frekar.

    Margir með lágar eða miðlungs tekjur sjá ofsjónum yfir háum sköttum á hæstu tekjur. Þeir halda gjarnan að allar tekjur hálaunaðra séu skattlagðar skv hæsta skattþrepi.

    Þeir sem hafa mjög háar tekjur njóta skattleysismarka og lægri skattþrepa eins og aðrir. Aðeins sá hluti tekna þeirra sem fer yfir ákveðin há mörk eru skattlagðar skv hæsta skattþrepi.

    Hátekjuskattur og auðlegðarskattur eru ekki bara nauðsynlegir, þeir eru sanngjarnir vegna þess hvernig kerfið virkar. Þeir sem eiga mikið hafa oftast ekkert fyrir því að eignast meira en þeim sem eiga ekkert eða lítið eru gjarnan allar bjargir bannaðar.

    Mér finnst ömurlegt að sjá að Samfylkingin hefur látið blekkjast af áróðri Bjarna Ben um að ekkjur búí einar í hundruð milljóna eignum en eigi ekkert annað og hafi því ekki efni á að greiða auðlegðarskatt.

    Auðlegðarskatturinn var mjög hóflegur skattur nema eignin færi mjög langt yfir skattleysismörkin.

  • Of mikill jöfnuður eyðileggur þjóðfélög. Hversu hart heldur þú að nemendur myndu leggja á sig ef hæsta einkunn væri 7 og lægst einkunn 5?

    Sama gildir um vinnandi fólk, og sá hópur er að borga fyrir alla hina.

    Varðandi jöfnuðinn þá er hann meiri hér á Íslandi en í nokkru öðru vestrænu ríki og er að aukast. http://www.vb.is/frettir/fyrirs/132019/

    Varðandi hátekjuskatt vinstri stjórnarinnar þá var hann á tekjur yfir 650 þúsund á mánuði árið 2010. Vondir kapítalistar hafa líklega meiri tekjur en það.

  • Ásmundur

    Þegar þessar tölur um jöfnuð á milli þjóða birtust fögnuðu stjórnarflokkarnir þangað til að í ljós kom að þetta voru tölur sem mældu ástandið frá tíð fyrri ríkisstjórnar. Þá jókst jöfnuðrunn en hefur nú greinilega minnkað aftur.

    Annars er mælingin augljóslega mjög skökk fyrir Ísland. Skv Panamaskjölunum er engin þjóð sem geymir nándar nærri jafnmikið fé á aflandseyjum og Íslendingar . Það fé vantar í þessar mælingar. Einnig lægstu tekjur á svörtum markaði.

    Ójöfnuðrinn er mikil ógn um allan heim að mati hagfræðinga . Það þurfa því allar þjóðir að taka sig verulega í þessum efnum.

    Hér er hæsta skattptrósentan 46% og vilja stjórnarflokkarnir lækka hana niður í 43%. Á hinum norðurlöndunum er hún alls staðar hærri, 61.96% í Finnlandi, 59.7% í Svíþjóð, 51,95 í Danmörku og 46.9% í Noregi.

    https://en.wikipedia.org/wiki/List_of_countries_by_tax_rates

    Ríkið vantar tekjur til að byggja upp innviðina. Það sætir því furðu ef þessi augljósa tekjuleið verður ekki nýtt.

    Kalli, mig grunar að þú sért ekki í hópi auðmanna eða með mánaðartekjur yfir td 1.200.000. Það skýtur því skökku við ef þú vilt ekki að ríkið nýti augljósa tekjuleið til að efla innviði sem eru að hruni komnir.

  • Tekjur ríkisins koma fyrst og fremst frá veltu. Því meiri pening sem almenningur hefur á milli handanna, því meiri tekjur.

    Of mikill tekjujöfnuður er ekki eftirsóknarverður því hann skapar leti því hver vill leggja á sig ef viðbótin er tekin frá honum. Betra að slaka á og þiggja „stuðninginn“ og „bæturnar“ sem vaxa á peningatrénu.

    Það er til lítils að bera saman við hin norðurlöndin þar sem stærstu fyrirtækin og efnaðasta fólkið stundar það að þræða tekjur sínar í gegnum lágskattasvæði Írlands og Luxemborgar. Þau hafa nefnilega engan áhuga á því að borga háa skatta og borga hann því bara annarstaðar.

    Ísland hefur verið í gjaldeyrishöftum í nærri 10 ár, með skilaskyldu á gjaldeyri. Eina fé íslendinga erlendist eru leyfar frá því fyrir hrunárin og einungis brot af því sem önnur lönd eiga.

    Ef ríkið fer í háskattastefnu, eins og vinstri flokkarnir stefna að, þá mun það einfaldlega enda í minni skatttekjum. Sósíalismi, háskattar og þjóðnýting enda alltaf í gjaldþroti þjóða og innmúruðum þegnum.

    Ætli vinstri menn á Íslandi hrósi Venezúela jafn mikið núna þegar háskattastefna, sósíalismi og þjóðnýting hefur eyðilagt heilt þjóðfélag?

  • Ásmundur

    Það er enginn að tala um háskattastefnu, aðeins að hækka skatta á hæstu tekjur og mestu eignir, sem almenningur nýtur ekki.

    Þetta mun því ekki snerta hag almennings að öðru leyti en að treysta innviði eins og heilbrigðiskerfið, menntakerfið, löggæslu, vegamál ofl.

    Með því að hækka skatta á hæstu tekjur er tryggt að það fé verði eftir í landinu til uppbyggingar í stað þess að hverfa úr landi til aflandseyja. Umsvf innanlands munu því aukast en ekki minnka.

    Hin norðurlöndin eru mestu velmegunarlönd heims sem sýnir að háir skattar á háar tekjur hafa reynst vel. Annars hefðu þau fyrir löngu gefið stefnuna upp á bátinn.

    Einnig höfum við góða reynslu frá síðasta kjörtímabili. Áróður sjálfstæðismanna reyndist algjörlega ur lausu lofti gripinn enda engin rök fyrir honum.

    Þrátt fyrir gjaldeyrishöft streymdi mikið fé frá Íslendingum til aflandseyja eftir hrun. Þetta voru tekjur sem skiluðu sér ekki til landsins erlendis frá en hefðu að miklu leyti gert það ef ekki hefðu verið höft.

    Einstaklingar sem starfa hér á landi geta ekki talið laun til tekna erlendis. Þeir þyrftu einnig að greiða auðlegðarskatt af öllum eignum hvort sem þær væru innanlands eða utan.

    Þó að ég sé ekki að boða háskattastefnu þá sýnir reynslan að hún hefur gefist vel td i Bandaríkjunum um og eftir miðja síðustu öld og á norðurlöndunum enn í dag.. Jafnvel aðalpostuli frjálhyggjumanna, Alan Greenspan, hefur viðurkennt að hann hafi haft rangt fyrir sér.

    Að nefna Venezúela í þessu sambandi er eins og að nefna Grikkland sem dæmigert ríki fyrir ESB. Ógæfa þessara landa stafar af eigin spillingu. Að fara niður á slikt plan með málflutning sinn bendir til rökþrots.

    Það er í góðu lagi þó að hátekjumenn minnki við sig vinnu því að þá verður meiri vinna eftir fyrir aðra. Þanng næst meiri jöfnuður.

    Hins vegar ráðast hæstu tekjur yfirleitt ekki af ósk hátekjumanna um að vinna sem mest. Ástæðurnar eru allt aðrar. Hærri skattar á hæstu tekjur munu því væntanlega ekki hafa nen áhrif á vinnuframlag þeirra eða tekjur.

    Rakalaus áróður sjálfstæðismanna hefur því miður náð tangarhaldi á allt of mörgum Íslendingum og komið í veg fyrir bætt lífskjör.

  • Vinstri menn vilja bara aðeins meiri pening og síðan aðeins meiri pening í viðbót. Við höfum séð þetta í Reykjavík þar sem allir peningar eru búnir þrátt fyrir að skattar eru eins háir og lög leyfa, og það er ekki nóg. Sama gerðist í Svíþjóð fyrir 1990, háir skattar og allir peningar búnír.

    Vinstrfólk skilja ekki hvaðan peningur koma, þau halda að hann komi bara inn um lúguna eða vaxi á peningatrénu. Þessvegna skyldu þau ekki Icesave eða að hægt væri að taka fé úr Þrotabúunum.

    Peningar verða til vegna þess að fólk vill leggja á sig til afla sér aukinni tekna. Þegar ríkið tekur meira og meira þá verða minni og minni peningar.

    Vinstri fyrir Venezúela.

  • Ásmundur

    Kalli, vilja hægri menn ónýtt heilbrigðiskerfi, ónýta vegi, lélega skóla og lögreglu sem kemst ekki yfir nærri allt sem hún á að sinna?

    Til að færa allt þetta í miklu betra horf þarf reyndar ekki endilega aukna skatta. Eðlilegt gjald fyrir auðlindirnar myndi fara langt með að nægja.

    Mun hærri skattar á auðmenn og tekjuháa (td yfir 1.200.000 á mánuði) myndu hins vegar tryggja örugga innviði til frambúðar. Er eftir einhverju að bíða?

  • Mun hærri skattar á „tekjuháa“ myndu skapa litlar sem engar viðbótartekjur og miklu frekar eyðileggja tekjustofninn vegna þess að það hættir að borga sig að sækja hærri tekjur. Þetta hefur sannað sig aftur og aftur í öllum löndum, frá Svíþjóð til Venezúela. Veruleg hækkun tekjuskatts á þær hræður, píparar, sölumenn og læknar, sem hafa yfir 1.2m eða 2m á mánuði myndi ekki skila neinu nema minnkandi tekjum fyrir ríkið og minnkandi vinnu hjá þeim sem eru með þessar tekjur vegna þess að eftirspurn er eftir þeim. Hvað heldurðu að gerist?

    Kennari austur á landi: „Tekjujöfnun gengur ekkert upp frekar en það gengur upp að taka 10 og 9 frá duglegum nemendum.“

    „Ég mun leggja áherslu á að endurnýja auðlegðarskattinn ekki.“
    Oddný Harðardóttir, þáverandi fjármálaráðherra.

    Veltuskattarnir nægja fullkomlega. Þetta er bara spurning um hvert féð á að fara. Vilja menn borga niður skuldir eins og núverandi ríkisstjórn er að gera eða vilja menn hækka allt saman eins og Samfylkingin vill – heilbrigðismál fullt af pening! Félagskerfið fullt af pening! Vegakerfið fullt af pening! Öryrkjar fullt af pening!!

    Hvernig heldurðu að það endi?

  • Ásmundur

    Þú ert farinn að endurtaka þig í stað þess að svara spurningum.

    Auðlegðarskatturinn og hátekjuskatturinn í síðasta kjörtímabili höfðu engar neikvæðar hliðarverkanir. Ekki varð vart við að menn minnkuðu við sig vinnu.

    Áróður sjálfstæðismanna virðist vera lífseigur þrátt fyrir að reynslan sýni annað. Svona virkar heilaþvotturinn.

    Tekjuaukning ríkisins með auðlegðarskatti og hátekjuskatti er auðvitað kærkomin til að greiða niður skuldir ekki síður en til að byggja upp innviðina.

    Ef Oddný er enn þessarar skoðunar er hæpið að hún geti talist vera jafnaðarmaður. Kannski að það eigi þátt í lélegu fylgi flokksins.

    Auðlegðarskatturinn var það lágur að það var mjög auðvelt að hafa mun hærri tekjur af eigninni en sem nam skattinum. Hann var því bæði sanngjarn og nauðsynlegur.

  • Ég verð nú einfaldlega að vísa aftur í orð Oddnýar sem sagði þetta eftir reynsluna af auðlegðarskattinum:

    „„Ég mun leggja áherslu á að endurnýja auðlegðarskattinn ekki.“
    Oddný Harðardóttir, þáverandi fjármálaráðherra.

    Það þarf mikið til fyrir Samfylkingarráðherra að segja að hann vilji ekki hafa hækka skatt. Eitthvað hefur hún séð.

    Enda kom í ljós að að margir greiðendur fluttu erlendis og hættu þannig við að borga skattinn. Hann kom sér illa fyrir þá sem höfðu eignir en engar tekjur og vinnandi fólk sem með aukinni vinnu lenti í hærra skattþrepi.

    Tekjurnar af auðlegðarskattinum náðu varla 1% af heildartekjum ríkissjóðs, og enginn veit hversu miklum tekjum ríkissjóður tapaði með aukinni skattheimtu.

    Hvað ætla vinstri menn að eyða miklu fyrir 1% hærri tekjur? 1% meiri útgjöld! Auðvitað ekki. Þessu verður eytt margfalt og síðan skattar hækkaðir aftur.

    Það er í eðli vinstri stjórnvalda að hækka skatta þegar illa árar og þegar vel árar. Taka úr vasa þeirra sem vinna og henta pening út um allt þangað til allt klárast.

    Ekkert mun breytast.

  • Ásmundur

    Oddný hefur áður útskýrt hvers vegna hún var á móti því að framlengja auðlegðarskattinn.

    Ástæðan var sú að hún taldi ekki rétt að fólk greiddi skatt af fé sem hafði áður verið skattlagt . Að sjálfsögðu vissi hún að hver króna væri tekjuaukning fyrir ríkissjóð enda var það komið á daginn.

    Þetta viðhorf Oddnýjar samræmist að mínu mati ekki jafnaðarmennsku þegar um er að ræða miklar eignir. Ég vona því að hún hafi breytt um skoðun.

    Auðlegðarskatturinn var i raun mjög hóflegur skattur vegna þess að hann dró eingöngu lítils háttar úr aukningu á ójöfnuði en minnkaði hann ekki. Skatturinn var miklu lægri en tekjurnar af þeim eignum sem féllu undir hann.

    Auðlegðarskattur er sanngjarn vegna þess að þeir sem eiga miklar eignir hafa lítið eða ekkert fyrir því að eignast enn meira meðan þeir sem eiga ekkert eiga í erfiðleikum með að eignast þak yfir höfuðið þó að þeir leggi sig alla fram.

    Kerfið vinnur með auðmönnum að þessu leyti. Auðlegðarskattur er því nauðsynleg mótvægisaðgerð.

  • Hvað áttu við með „Þeir sem eiga miklar eignir hafa lítið eða ekkert fyrir því að eignast enn meira?“ Hvernig eiga eldri hjón í skuldlausu húsi auðvelt með því að eignast enn meira? Þau þurftu að borga auðlegðarskatt þrátt fyrir oft á tíðum engar tekjur. Eða fyrirtækiseigendur sem urðu að selja fyrirtæki sitt úr landi til að geta borgað þennan skatt?

    Hvað ætlar þú síðan að gera við auðlegðarskatt sem skilar 1% af tekjum ríkisins? Hvað ertu með marga útgjaldaliði?

    Hvernig getur þú verið að kvarta um ójöfnuð þegar Ísland er það land sem hefur minnstan ójöfnuð af öllum löndum heims fyrir utan Norður Kóreu. Viltu reyna að ná Norður Kóreu?

  • Ásmundur

    Þegar auðlegðarskatturinn var lagður á fyrir nokkrum árum var skattlaus eign hjóna 100 milljónir. 120 milljónir í dag væru ekki úr vegi.

    Fasteign er metinn skv fasteignamati. Það er venjulega mun lægra en söluverð hennar. Fasteign sem er með fasteignamat upp á 120 milljónir gæti hæglega verið 150-160 króna milljóna virði, jafnvel meira.

    Hjón sem eiga og búa í slíkri fasteign og eiga ekkert annað þyrftu ekki að borga neinn auðlegðarskatt. Heldurðu virkilega að hjón með litlar tekjur búi í dýrara húsi en þetta?

    Ef virði eignarinnar væri 10 milljónum hærra þyrftu hjónin að greiða 120 þúsund í auðlegðarskatt eða 10 þúsund á mánuði. Það er með algjörum ólíkindum að ekki auðmenn skuli sjá ofsjónum yfir slíku.

    Það er auðvitað miklu auðveldara fyrir þessi hjón að eignast meira en hjón á sama aldri sem eiga lítið eða ekki neitt. Fyrrnefndu geta selt fasteignina og keypt td 40 milljóna króna íbúð til að búa í. Þá hafa þau 110-120 milljónir til að ávaxta.

    Auðmenn geta látið peningana vinna fyrir sig meðan þeir sem eiga lítið eða ekki neitt eyða stórum hluta sinna tekna í vexti eða húsaleigu.

    Sjálfur á ég skuldlausa íbúð og meira til þó að ekki sé ég auðmaður.

  • Þannig að skilaboð þín til eldra fólks á ellilífeyri sem býr í stórri skuldlausri eign sem það hefur búið í alla sína ævi, eða bújörð sem hjónin erfðu frá foreldrum sínum til að vera með kindur og nokkrar kýr er bara að selja og kaupa ódýrara! Flytja bara í kjallara svo hægt sé að borga ríkissjóði! Meira, meira!

    Hvað þá fyrirtækiseigandinn sem byggði upp fyrirtæki sitt, veitir tugi manns vinnu en hefur ekki nægan hagnað. Hann á bara að selja fyrirtækið til útlanda svo hann geti borgað „auðlegðina“ út til ríkisins! Eins og Friðrik Skúlason þurfti. „Þetta er ekkert persónulegt, við viljum bara peningana þína!“

    Og síðan þegar sá peningur er búin þá er bara skatturinn hækkaður, og síðan aðeins meira þegar það klárast og meira og meira. Éta útsæðið!

    Taka 10 og 9 einkunnina af duglegu nemendunum svo hægt sé að láta þá sem eru með 4 og 5 fá hærri einkunn. Þessir duglegu munu ekki nenna að læra neitt fyrir næsta próf!

    Vinstri fyrir Venezúela!

  • Ásmundur

    Kalli, þetta er nú meira bullið í þér.

    Ég var ekki með nein skilaboð. Ég var aðeins að svara spurningu þinni um hvernig fólk sem á fasteign upp á 150-160 milljónir á auðveldara með að auka tekjur sínar en þeir sem eiga ekki neitt.

    Það búa varla nokkur eldri hjón, sem bara hafa ellilífeyrii til að lifa af, ein í fasteign sem er 160-170 milljarða virði eða meira. Þetta væri eign upp á nokkur hundruð fermetra og því einfaldlega allt of stór.

    Hugsanlega gætu þau haldið áfram að búa í eigninni með því að leigja út hluta hennar og um leið hafa af henni tekjur. Brot af þeim tekjum má svo nota til að greiða auðlegðarskattinn.

    Að sama skapi er engin jörð þetta mikils virði sem ekki er auðvelt að hafa miklar tekjur af. Ef eigendurnir eru orðnir gamlir en vilja ekki flytja, ráða þau einfaldlega til sín fólk til að sjá um búskapinn.

    Þeir sem eiga eign upp á 160-170 milljónir munar að sjálfsögðu ekkert um að greiða 10-20 þúsund á mánuði í auðlegðarskatt.

    Þessi skrif þín bera vott um ótrúlega sérhagmunagæslu til handa mjög fáum ef nokkrum auðugustu hjónum landsins.

    Væri ekki nær að bera hag almennings fyrir brjósti með því að bæta innviðina með innheimtu auðlegðarskatts? Þetta gætu orðið tekjur upp á annan tug milljarða.

  • Fasteignirnar hækka ört í verði hjá þér Ásmundur. 120 milljónir fyrst en eftir því sem róðurinn fór að þyngjast í rökræðum þá hækkuðu þær í 150 og loks 170 milljónir!

    Það eru 3 veilur í fullyrðingum þínum.

    1. Eignir segja ekkert til um tekjur. Þú getur verið með eign sem skilar engum tekjum eða jafnvel miklu tapi. Hver er sósíalísk sanngirni að þær verði að selja eða kljúfa einungis til þess að greiða skatt sem aðrir með meiri tekjur borga ekki?

    2. Auðlegðarskattur skapar einungis um 1% af tekjum ríkisins, og þá á eftir að reikna tekjutapið sem kemur á móti.

    3. Hún fælir skattgreiðendur úr landi. Síðast þegar auðlegðarskatturinn var lagður á þá fluttu tugir stórra skattgreiðenda úr landi, aðilar sem höfðu bæði miklar eignir og miklar tekjur. Skattgreiðslur þeirra fóru því úr hundruðum milljóna í 0.

    En við vitum báðir afhverju sósíalistar vilja háa skatta. Það er ekki vegna tekjuöflunnar heldur til tekjujöfnunnar. Draumurinn er nefnilega þjóðfélag þar sem engan þarf að öfunda.

    Afleiðingin er aftur á móti sú auðvitað að hagkerfið skreppur saman þangað til ekkert er eftir að skattleggja.

    Hérna er áhugaverð grein um málið fyrir þig úr Economist: http://www.economist.com/node/21530093

  • Ásmundur

    Kalli, ertu með gullfiskaminni?

    Ég hef þegar útskýrt fyrir þér að söluverð fasteignar sem er að fasteignamati 120 milljónir er yfirleitt mun meira og getur hæglega verið 150-160 milljónir.

    Það er hið raunverulega verðmæti. Slík eign er skattfrjáls eign ef skattleysimörkin eru 120 milljónir. Ef matið er 10 milljónum hærra skattleysismörkin verður auðlelgðarskatturinn 120 þúsund eða 10 þúsund á mánuði miðað við 1.2% skatt.

    Hefur það virkilega farið framhjá þér að hin norðurlöndin eru talin mestu velmegunarlönd heims? Bandaríkjamenn segja að ameríski draumurinn sé þeim horfinn en sé enn að finna i Skandinavíu.

    Veistu ekki að velmegun norðurlandanna hefur verið byggð upp með tiltölulega háum sköttum og stighækkandi þrepum?

    Í ljósi þessara staðreynda er áróður sem felst i upphrópunum um Venezúela og annað álíka hlægilegur.

    Það var mikill fólksflutningur úr landi eftir hrun. Auðmenn voru tiltölulega fáir í þeim hópi. Reyndar jókst fólksflutningurinn aftur eftir að núverandi ríkisstjórn tók við og hafði afnumið auðlegðarskattinn.

    Hagkerfið skreppur ekki saman, þegar þeir sem hafa hvort sem er mun meira en þeir þurfa, greiða meira til þjóðfélagsins. Þvert a móti verður minni afgangur til að senda úr landi á afandseyjar. Það fé nýtist þá til uppbyggingar hér.

    Bætt heilbrigðisþjónusta, betri skólar, betri vegir og aukin löggæsla, svo að eitthvað sé nefnt, skapa störf og hafa því að sjálfsögðu í för með sér efnahagslegan uppgang.

    Það er ömurlegt þegar þeir sem minna mega sín vilja hag ríksta fólksins sem mestan á eigin kostnað.

    Við þurfum ekki að leita ráða hjá The Economist. Við notum skynsemina og byggjum á eigin reynslu og reynslu hinna norðurlandanna.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af átta og fjórum? Svar:

Höfundur

Oddný G. Harðardóttir
Þingmaður Samfylkingarinnar jafnaðarmannaflokks Íslands.
RSS straumur: RSS straumur