Fimmtudagur 20.10.2016 - 14:10 - 5 ummæli

Hvað varð um lán SÍ til Kaupþings?

Upplýsingarnar sem greint var frá í gærkvöldi í Kastljósi um mögulegan leka úr Seðlabankanum til starfsmanns Samtaka fjármálafyrirtækja, eru grafalvarlegar og krefjast þess að lekinn og hugsanlegar afleiðingar hans séu rannsakaðar og upplýstar að fullu. Samtal forsætisráðherra og seðlabankastjóra verður að birta.

Ekki er síður alvarlegt að sérstakur saksóknari skuli ekki hafa upplýst Seðlabankann um lekann ef hann átti sér stað, og ástæður þess þarf að skoða. Það verður líka óhjákvæmilegt að rannsaka viðskipti með hlutabréf og lánveitingar komi í ljós að upplýsingum um fyrirhugað lán til Kaupþings hafi verið lekið.

Nú vitum við að Davíð Oddsson, sem seðlabankastjóri, taldi lánveitinguna vera tapað fé. Þá vakna spurningar um hvað varð um féð sem lánað var, og hvað gerðist í bönkunum daginn sem lánveitingin fór fram og afhverju var lánað sama dag og átti að setja neyðarlög? Hverra hagsmuna voru þeir að gæta?

Það hlýtur að vera krafa almennings að vita hvað varð um peningana og að það verði gert strax!

Umfjöllun Kastljóssins má sjá hér

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (5)

 • Og þetta voru seðlar ekki tölur í Excel. Gjaldeyrisvarasjóður.

 • Ráðgjafar JP Morgan ráðlögðu ríkisstjórninni að reyna að bjarga Kaupþing. Þessvegna var lánað, Veð fékkst fyrir láninu sem var vel yfir virði lánsins en sökum klaufaskapar hjá þáverandi stjórnvöldum 2 árum seinna var eignin ekki innleyst.

  Oddný þú veist þetta auðvitað en ég skil að örvæntingin sé orðin mikil hjá ykkur í Samfylkingunni.

 • Óskar Guðmundsson

  Ekkert er „vitað“ þegar stórum köflum í umfjölluninni er sleppt, sérstaklega því sem snýr að sölu FIH 19.september 2010.

 • Ásmundur

  Davíð þarf að útskýra hvers vegna hann afgreiddi lánið úr því að honum varð áður ljóst að þetta væri tapað fé.

  Hann hafði þá neitað Glitni um lán en bauð í staðinn að ríkið keypti meirihluta i bankanum á aðeins broti af skráðu verði. Það tilboð var samþykkt í neyð.

  Áður en þessi kaup á Glitni voru fullfrágengin féllu bankarnir. Þá var hætt við kaupin á bankanum. Úr því að það gekk að hætta við þau kaup hefði eins verið hægt að hætta við lánið til Kaupþings.

  Það var auðvitað mjög vafasamt að taka veð í banka í bankakreppu. Þar að auki eru hlutabréf alltaf ótraust veð sem geta orðið að engu þegar fram í sækir. Skuldabréf með veði i fasteignum er miklu öruggari kostur.

  Þessi tvö dæmi sýna að Davíð virðist hafa haft ofurtrú á hlutabréfum. Það hefði getað orðið okkur dýrara en raunin varð því að ef kaupin á Glitni hefðu gengið eftir hefði samanlagt tap ríkisins orðið yfir 100 milljarða á þessum tveim gjörningum.

  Þetta var skyndiákvörðun Davíðs sem ráðfærði sig ekki einu sinni við aðalhagfræðing seðlabankans, Arnór Sighvatsson, sem vissi ekki af málinu fyrr en það var frágengið. Efnahagsráðgfjafi ríkisstjórnarinnar Tryggvi þór Hebertsson var á móti en fékk engu ráðið.

 • Sigurður

  Þessar spurningar voru allar komnar fram í byrjun síðasta kjörtímabils, nema þetta með lekann.

  Þá höfðuð þið öll völd í heil 4 ár til að upplýsa um þessi mál, en vilduð ekki gera það.

  Það er ódýrt að stökkva núna á vagninn, en í stíl við annað lýðskrum sem þið reynið þessar vikurnar.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af tveimur og tveimur? Svar:

Höfundur

Oddný G. Harðardóttir
Þingmaður Samfylkingarinnar jafnaðarmannaflokks Íslands.
RSS straumur: RSS straumur