Færslur fyrir mars, 2010

Miðvikudagur 31.03 2010 - 15:48

Hvað skal barnið heita?

Ótrúlega lítið hefur verið rætt um hvað nýju gosstöðvarnar á Fimmvörðuhálsi eiga að heita. Sumir vilja bíða og vilja sjá hversu stórt gosfjallið verður að lokum. Stungið hefur verið upp á heitinu Skjaldborg sem mér finnst gott nafn og nafn við hæfi á miklum tímamótum í Íslandssögunni. Fátt hefur verið meira rætt sl. misseri en hvernig […]

Þriðjudagur 30.03 2010 - 16:19

Tugþúsundir barna fá eyrnabólgu á hverju ári

Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi þar sem Siv Friðleifsdóttir alþingiskona ætlar að leggja fram þingsályktunartillögu um að tekin verði upp pneumókokkabólusetning fyrir ungbörn á Íslandi. Vandamálið sem þetta tengist er mjög stórt og skýrir t.d. meirihluta af öllum komum barna til lækna. Oft hefur mér verið tíðrætt um heilsu barna hér á blogginu […]

Sunnudagur 28.03 2010 - 17:35

Ávaxta og grænmetisverslun Ríkisins (ÁGVR)

Um daginn ætlaði ég að kaupa jarðaber fyrir konuna mína til að skreyta afmælistertu. Sex jarðarber í bakka kostuð 800 kr. Ég lét þau eiga sig og konan sleppti að skreyta marenskökuna en sem því miður jafnframt dró þá úr hollustu hennar og fegurð. Rétt og gott mataræði er einn mikilvægasti þátturinn í að viðhalda góðri heilsu. Þarna […]

Föstudagur 19.03 2010 - 11:56

Til hamingju með daginn

Nú á 250 ára afmæli Landlæknisembættisins sem haldið var upp á í gær, er rétt að minnast á það brautryðjendastarf sem það var, að gera læknisþjónustuna í fytsta skipti aðgengilega á Íslandi. Fyrsti landlæknirinn, Bjarni Pálsson læknir tók til starfa 1760 og var jafnframt eini læknirinn á landinu til að byrja með. Læknisfræðin var auðvitað frumstæð […]

Fimmtudagur 18.03 2010 - 13:16

Lyf eða ekki lyf við þunglyndi

Þunglyndi og kvíði fullorðinna hefur einnig verið mikið til umræðu eins og hjá börnum, ekki síst síðustu misseri tengt fjárhagsáhyggjum hverskonar. Oft er um að ræða tvær hliðar af sama vandamáli og þá stundum kallað kvíðaþunglyndi. Aðrir geta verið með afmarkaðri kvíðavandamál, t.d. fælni. Fyrir utan þjóðfélagsleg úrræði sem nú er loks að glytta í hefur læknisfræðin upp á ýmislegt að […]

Miðvikudagur 17.03 2010 - 16:23

Einelti og þunglyndi barna

  Í dag, á degi Reykjavíkurborgar í baráttunni gegn einelti, „dagur án eineltis“ erum við enn og aftur mynnt á gríðarlega algeng vandamál sem sérstaklega tengist börnunum okkar og ungmennum sem oft eru ansi afskipt. Áður hefur verið fjallað um hér á bloginu um aðstæður barna hér á landi tengt kreppunni sérstaklega. Vandamálin og kreppan geta auðvitað […]

Mánudagur 08.03 2010 - 21:47

Aukning á alvarlegum eyrnabólgusýkingum barna á Íslandi

Vaxandi sýklalyfjaónæmi helsta sýkingarvalds barna, pneumókokksins, hefur leitt til vaxandi vandamála í meðhöndlun alvarlegra miðeyrnabólgusýkinga og innlagna á sjúkrahús hér á landi. Þetta vandamál er aðallega tilkomið vegna ofnotkunar sýklalyfjanna hér á landi um árabil. Gleymum því ekki að flest börn fá eyrnabólgur á fyrstu aldursárunum og sum oft auk þess sem eyrnabólgurnar eru algengasta ástæða […]

Sunnudagur 07.03 2010 - 18:17

Ný forgangsröðun í heilbrigðisþjónustunni

Í gær var hinn árlegi Heimilislæknadagur sem er fræðadagur Félags íslenskra heimilislækna (FÍH). Heimilislæknir er í dag gjarnan nefndur heilsugæslulæknir en heilsugæslulækningar er lögvernduð sérgrein eins og aðrar sérgreinalækningar á Íslandi.  Í ár var mestum tíma varið í að ræða verkaskiptingu í heilbrigðiskerfinu og hlutverk heilsugæslunnar í þátíð, nútíð og framtíð sem grunnstoð heilbrigðiskerfisins sem […]

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn