Í gegnum tíðina og sl. aldir hefur læknisfræðin ásamt almennri velferð, ráðið mestu um aðgerðir gegn sjúkdómum okkar mannanna. Frumkvöðlastarfsemi (m.a. lyfjaiðnaðurinn) og vísindin ráðið för. Hér á landi fyrst með stofnun Landlæknisembættisins fyrir 265 árum. Stofnanir hafa orðið til og heilbrigðisstéttum fjölgað. Úrræði til lækninga og skilningur á forvörnum aukist mikið. Fyrir ekki svo löngu töldum við okkur Íslendinga vera fremst meðal þjóða í veitingu heilbrigðisþjónustu og viðmiðið var eins og best þekktist annars staðar. Þetta hefur mikið breyst sl. áratugi, jafnvel þótt ungbarnadauði hér á landi telst enn með þeim minnsta í heiminum.
Bólusetningar hefur verið hornsteinn í baráttunni við plágur og farsóttir. Sífellt fleiri bóluefni koma á markað. Í grunninn byggjast þau öll á því sama að kynna líkamann og ónæmiskerfinu okkar fyrir hugsanlegum skæðum smitvöldum. Kúabólusetning reið á vaðið sem vörn gegn bólusótt upp úr aldarmótunum 1800. Þetta var í raun fyrir tíma ónæmisvísindanna en þegar menn settu saman rökhyggju og lýðheilsumarkmið. Í dag er hinsvegar mikill uppgangur í efasemdahyggju gagnvart lýðheilsuþekkingu og ónæmisaðgerðum. Í raun gegn jafnvel lýðheilsumarkmiðum fyrri alda og sem á rætur í sjálflægri öfgahyggju stjórnmálanna. Þegar stjórnsýslan sjálf er tekin jafnvel fram yfir vísindi læknisfræðinnar. Þekkingar sem allt hefur byggst á til dagsins í dag.
Á Íslandi hefur stjórnsýslan líka haft tilburði til að skapar sér meira vald á kostnað fagmennsku læknisfræðinnar. Hef áður rætt um hlutverk Sóttvarnaráðs í heimsfaraldri Covid19 á blogginu mínu og þegar segja má að æðsta fagráð stjórnsýslunnar var gert óvirkt. Valdir aðilar og sem vissulega voru sérfræðingar á vissum sviðum smitsjúkdómafræðinnar, en voru stjórnvöldum þóknanleg, látin ráða för. Unnið var að nýju sóttvarnarfrumvarpi í marga mánuði 2020 og þar sem síðan svokölluð Farsóttanefnd átti að koma í stað hlutverks Sóttvarnaráðs Íslands. Unnið á bak við tjöldin og án vitneskju margra sem þó áttu sæti í lögbundnu Sóttvarnaráði. Undirritaður þar á meðal, tilnefndur af Læknafélagi Íslands til samtals 8 ára (4 ár í senn) og sem undraðist í Covid19 heimsfaraldrinum um vanvirkni ráðsins (lítið kallað saman og þá helst bara til upplýsinga um stöðu mála). Nýja sóttvarnafrumvarpið gerði enda ráð fyrir að sóttvarnalæknir yrði beint skipaður af ráðherra en ekki sem starfsmaður Landlæknisembættisins. Aðrir í ráðinu yrðu enda skipaðir af stjórnsýslunni og ráðherrum, þar með taldir landlæknir og lækningaforstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Sem sagt innra stjórnsýsluráð og þar sem almennu fagfólki og læknum er skipt út miðað við lagaákvæði í dag um Sóttvarnaráð Íslands. Aðgerðir um sóttvarnir þannig sett beint undir hið pólitískt vald.
Í Svíþjóð hefur vakið mikla athygli að sl. misseri hefur læknum verið skipt út fyrir aðra fagaðila þegar kemur að ákvörðunum um sóttvarnaraðgerðir hverskonar. Prófessor Magnus Gisslén state-epidemiolog Svíþjóðar sá sig knúinn til að segja starfi sínu lausu af þessari ástæðu. Að klínísk þekking og reynsla í smitsjúkdómum skipti minna máli en almenn stjórnsýslu- og lýðsheilsufræði, í besta falli.
Smitsjúkdómafræðin á sér margar klínískar hliðar og almenna læknisfræðin ekkert síður. Heilsugæslan er metin sem fyrsti viðkomustaður fyrir lýðsjúkdómanna og heilsugæslulæknirinn, oft með sérþekkingu í algengustu smitsjúkdómum, því í burðarhlutverki lækninga. Eins þarf að samræma aðgerðir og inngrip svo ekki komi til misvægis við aðra sjúkdóma og þjónustu. Forgangsraða þarf svo mörgu í heilbrigðiskerfinu og tryggja að sóttvarnir samlagist almennri og einstaklingsviðmiðaðri þjónustuþörf. Ekkert síður út frá sál- og félagslegum sjónarmiðum. Slík sérþekking ætti því að vera æðstu stjórnvöldum þóknanleg þegar ráðist er til aðgerða framtíðarinnar. Nýtt frumvarp á Alþingi um ný Sóttvarnarlög í stað þeirra eldri, miða ekki að þessu markmiði og ef fagfélög heilbrigðisstétta fá ekki að koma að málum. Hið pólitíska vald hverju sinni á ekki að þurfa að stefna lýðheilsumarkmiðum okkar í hugsanlegan í voða.
Í öll þau ár sem ég átti sæti í Sóttvarnaráði Íslands (tilnefndur af LÍ og skipaður af heilbrigðisráðherra, 4 ár í senn) var fjallað um nauðsynlegar sóttvarnaraðgerðir hverju sinni. Þar á meðal nýjar bólusetningar fyrir börnum og fullorðna, bólusetningar gegn HPV (krabbameinum), átök gegn sýklalyfjaónæmi, lifrarbólgu og kynsjúkdómum. Ég sá mig hins vegar knúinn að að segja mig frá ráðinu (apríl 2021) vegna stjórnsýslubrota er varðaði hlutverk ráðsins samkvæmt gildandi lögum. Heimsfaraldur veiru er kallaðist Covid19 og þá var ráðið allt í einu ekki þess virði að leita yrði með ákvarðanir um sóttvarnaaðgerðir í landinu!. Ekki einu sinni ráðherra heilbrigðismála sá ástæðu til að leita til síns eigin fagráðs í eitt einasta skipti!
Miklar áskoranir eru framundan er varðar nýjar mögulegar bólusetningar. Jafnvel nú gegn sjúkdómum sem alla jöfnu flokkuðust undir almenna lýðheilsusjúkdóma og krabbamein. Nýtt bóluefni gegn hlaupabóluveiru fullorðinna og sem auk beltarósar (ristils) getur valdið alvarlegum æðabólgum. Nýtt bóluefni (Shingrix) hefur sýnt sig getað fækkað alvarlegum hjartasjúkdómum og heilaslögum um 23% og nýjar rannsóknir benda jafnvel til að draga megi úr elliglöpum vegna Alzheimersjúkdóms ef gefin eru tímalega. Bólusetning og ef aðgengilegt, kostar hins vegar um 120.000 fyrir einstaklinginn og því spurning um hver eigi að bera kostnaðinn. Einstaklingurinn eða ríkið? Sama má eins auðvitað segja aðrar bólusetningar aldraða eins og lungnabólgubólusetningu sem einstaklingurinn borgar í dag úr eigin vasa, misdýr eftir gæðum og endingu. Lífsstíllinn er auðvitað samt, eins og alltaf, mikilvægastur og á okkar eignin ábyrgð. Læknisfræðin hjálpar hins vegar og skilur grunninn best þegar sjúkdómarnir nálgast.
Um ofangreind mál auk margra annarra er snúa að sóttvörnum hverskonar í framtíðinni er mikilvægt að sem flestar heilbrigðisstéttir komi að málum, ekki síst læknar. Mikilvægi forgangsröðunar á fjármagni til mikilvægustu heilbrigðismálanna er undir. Sóttvarnir dagsins snúa orðið að flestum líkamlegum lýðheilsusjúkdómunum okkar. Blikur eru samt á lofti og sem dæmin sanna t.d. í Bandaríkjunum, að vísindin og fagþekkingin eigi undir högg að sækja af hendi stjórnvalda. Núverandi drög (frá 2021) að Nýjum Sóttvarnalögum fyrir Ísland þarfnast endurskoðunar að mínu mati fyrir komandi afgreiðslu á Alþingi í vetur. Sérstaklega vil ég nefna aðild almennra lækna (tilnefnda af Læknafélagi Íslands) að Farsóttanefndinni svokölluðu og sem annars er að fullu stjórnskipuð í frumvarpsdrögunum, án tilnefninga fagfélaga heilbrigðisstétta. Og af hverju í ósköpunum er lagt til að nú verði sóttvarnarlæknir ráðinn/skipaður beint undir heilbrigðisráðherra (pólitískt vald) í stað að hann fái áfram að vera embættislæknir Landlæknis? Jú, til að gera pólitískt vald ráðherra sterkara í sóttvörnum landsins!

 Vegna umræðu um sjúkraflutninga á Suðurlandi í dag og viðbragðsmöguleika björgunaraðila vegna slysa og skyndilegra veikinda er rétt að árétta að víðar er pottur brotinn í þessum málum hér á landi. Þrátt fyrir margfaldan umferðarþunga og mikils fjölda ferðamanna hefur lítið verið byggt upp til að styrkja þessa þjónustu og á mörgum stöðum hefur þjónustunni úti á landi hrakað mikið sl. áratugi miðað við þörf og álag. Sjúkrabílaþjónustan hefur víða staðið í stað, vegir víða verri og oft lengri vegalengdir að fara til sjúkrastofnana sem tekið geta á móti bráðsjúkum og slösuðum. Þótt íbúafjöldinn hafi ekki aukist á mörgum afskekktari stöðum á landinu, hefur almenn þjónusta sérstaklega veitingaþjónusta og gisting fyrir ferðafólk stóraukist. Þetta á ekki síst við í svokölluðum „brothættum byggðum“ sem stjórnvöld skilgreina sem svo og þar sem í auknum mæli er treyst á nýsköpun tengt ferðamennsku. Erlendir ferðamenn ganga auðvitað út frá lágmarks innviðaþjónustumöguleikum á ferðalögum sínum um landið þegar þeir huga að heimsókn. Heilbrigðisþjónustu, björgun í vanda og löggæslu. Hundruð milljarða króna árleg innkoma í íslenska hagkerfið hefur áunnist með að hafa gert Ísland að vinsælum ferðamannastað á heimsvísu og þar sem íslensk nátttúra er  í aðalhlutverki í öllum auglýsingum. Það skýtur því skökku við að innviðaruppbygging er varðar almenna öryggisþætti haldist ekki í hendur við þessa þróun. Sumir myndu vilja segja vörusvik og hvers eiga síðan íbúarnir að gjalda sem frekar fá minni þjónustu fyrir sig og sína en meiri miðað við það sem áður var!
Vegna umræðu um sjúkraflutninga á Suðurlandi í dag og viðbragðsmöguleika björgunaraðila vegna slysa og skyndilegra veikinda er rétt að árétta að víðar er pottur brotinn í þessum málum hér á landi. Þrátt fyrir margfaldan umferðarþunga og mikils fjölda ferðamanna hefur lítið verið byggt upp til að styrkja þessa þjónustu og á mörgum stöðum hefur þjónustunni úti á landi hrakað mikið sl. áratugi miðað við þörf og álag. Sjúkrabílaþjónustan hefur víða staðið í stað, vegir víða verri og oft lengri vegalengdir að fara til sjúkrastofnana sem tekið geta á móti bráðsjúkum og slösuðum. Þótt íbúafjöldinn hafi ekki aukist á mörgum afskekktari stöðum á landinu, hefur almenn þjónusta sérstaklega veitingaþjónusta og gisting fyrir ferðafólk stóraukist. Þetta á ekki síst við í svokölluðum „brothættum byggðum“ sem stjórnvöld skilgreina sem svo og þar sem í auknum mæli er treyst á nýsköpun tengt ferðamennsku. Erlendir ferðamenn ganga auðvitað út frá lágmarks innviðaþjónustumöguleikum á ferðalögum sínum um landið þegar þeir huga að heimsókn. Heilbrigðisþjónustu, björgun í vanda og löggæslu. Hundruð milljarða króna árleg innkoma í íslenska hagkerfið hefur áunnist með að hafa gert Ísland að vinsælum ferðamannastað á heimsvísu og þar sem íslensk nátttúra er  í aðalhlutverki í öllum auglýsingum. Það skýtur því skökku við að innviðaruppbygging er varðar almenna öryggisþætti haldist ekki í hendur við þessa þróun. Sumir myndu vilja segja vörusvik og hvers eiga síðan íbúarnir að gjalda sem frekar fá minni þjónustu fyrir sig og sína en meiri miðað við það sem áður var!





 Fæði sem í daglegu tali hefur verið kallað erlendis „functional food“ inniheldur hins vegar meira af allskonar lífrænum efnum til verndar. Efni sem virka gegn oxun og þránun próteina í frumunum okkar og á erfðaefninu sem öllu stjórnar. Oxunin er nefnilega stöðugt að verki og óumflýjanleg, ekkert ólíkt og þegar fita þránar og járn ryðgar. Eins á heildrænt fæði að tryggja hagstæðari gerla fyrir flóruna okkar sem hafa skaddast einhverja hluta vegna, eins og t.d. við sýklalyfjainntöku. Gerla sem hægt er að taka inn sem
 Fæði sem í daglegu tali hefur verið kallað erlendis „functional food“ inniheldur hins vegar meira af allskonar lífrænum efnum til verndar. Efni sem virka gegn oxun og þránun próteina í frumunum okkar og á erfðaefninu sem öllu stjórnar. Oxunin er nefnilega stöðugt að verki og óumflýjanleg, ekkert ólíkt og þegar fita þránar og járn ryðgar. Eins á heildrænt fæði að tryggja hagstæðari gerla fyrir flóruna okkar sem hafa skaddast einhverja hluta vegna, eins og t.d. við sýklalyfjainntöku. Gerla sem hægt er að taka inn sem
 Um árið var mikið talað um að styrkja “brothættar byggðir” til að tryggja að land héldist í byggð. Í því fellst mikil menningarleg verðmæti og þar sem saga okkar allra á oft rætur. Þrátt fyrir miklu meiri umferð tengt ferðamönnum og þungaflutningum gegnum héruð, hefur víða hallað stöðugt undan fæti og þótt íbúar geri sitt besta til atvinnusköpunar og í frumkvöðlastarfi í heimabyggð. Öryggisleysi tengt skertri heilbrigðisþjónustu og möguleikanum á öruggum sjúkraflutningum er víða mjög ábótavant og sem samfélagsumræða þessa daganna ber með sér. Skertar flugsamgöngur og lélegir eða jafnvel stórskemmdir vegir lýsa augljósu hættuástandi, ekki síst þegar mest á reynir í lífi okkar og við þurfum hjálp til að komast í öruggt var t.d. vegna bráðra veikinda eða slysa.
 Um árið var mikið talað um að styrkja “brothættar byggðir” til að tryggja að land héldist í byggð. Í því fellst mikil menningarleg verðmæti og þar sem saga okkar allra á oft rætur. Þrátt fyrir miklu meiri umferð tengt ferðamönnum og þungaflutningum gegnum héruð, hefur víða hallað stöðugt undan fæti og þótt íbúar geri sitt besta til atvinnusköpunar og í frumkvöðlastarfi í heimabyggð. Öryggisleysi tengt skertri heilbrigðisþjónustu og möguleikanum á öruggum sjúkraflutningum er víða mjög ábótavant og sem samfélagsumræða þessa daganna ber með sér. Skertar flugsamgöngur og lélegir eða jafnvel stórskemmdir vegir lýsa augljósu hættuástandi, ekki síst þegar mest á reynir í lífi okkar og við þurfum hjálp til að komast í öruggt var t.d. vegna bráðra veikinda eða slysa.
 Við segjum stundum börnum ævintýri og hvernig konungssonurinn leystist úr álögum þegar prinsessan kyssti dauða svaninn í sögunni um Dimmalimm. Ekki það að í dag væru sennilega aldrei skrifuð ævintýri eins og Muggur gerði þegar hann skrifaði eitt frægasta ævintýri nokkurs Íslendings, Dimmalimm (1921). Sagan segir að hann hafi hugsað sér svaninn sem tákngerving íslensku þjóðarinnar sem var undir álögum Dana og kossinn hafi verið sjálfstæðisbarátta okkar Íslendinga og sigur til fullveldis, þótt opinbera sagan hafi átt sér einfaldari skýringar enda Muggur búsettur í Danmörku. Enginn myndi heldur þora að kissa dauðan fugl í dag af hræðslu við að smitast af fuglaflensu.
Við segjum stundum börnum ævintýri og hvernig konungssonurinn leystist úr álögum þegar prinsessan kyssti dauða svaninn í sögunni um Dimmalimm. Ekki það að í dag væru sennilega aldrei skrifuð ævintýri eins og Muggur gerði þegar hann skrifaði eitt frægasta ævintýri nokkurs Íslendings, Dimmalimm (1921). Sagan segir að hann hafi hugsað sér svaninn sem tákngerving íslensku þjóðarinnar sem var undir álögum Dana og kossinn hafi verið sjálfstæðisbarátta okkar Íslendinga og sigur til fullveldis, þótt opinbera sagan hafi átt sér einfaldari skýringar enda Muggur búsettur í Danmörku. Enginn myndi heldur þora að kissa dauðan fugl í dag af hræðslu við að smitast af fuglaflensu. Nú bíðum við eftir endanlegri stofngreiningu á inflúensunni sem drepur gæsirnar í Vatnsmýrinni – Væntanlega H5N5 og hefur fyrir verið að greinast hér á landi einkum í gæsum og álftum í vetur og því vonandi sami stofninn. Sá stofn er hinsvegar einnig farinn að smita ketti hér á landi sem er einstakt á heimsvísu og því mögulegt að fari að styttast í mannainflúensu og þar með nýjum heimsfarldri (ólíkt verður samt að teljast að það gerist á litla Íslandi, en maður veit ekki!) Og eins og áður sagði hefur H5N5 stofninn ekki greinst í köttum annar staðar í heiminum, sem nánr tiltekið er með mótefnavakan N5 og sem er mjög sérstakt.
Nú bíðum við eftir endanlegri stofngreiningu á inflúensunni sem drepur gæsirnar í Vatnsmýrinni – Væntanlega H5N5 og hefur fyrir verið að greinast hér á landi einkum í gæsum og álftum í vetur og því vonandi sami stofninn. Sá stofn er hinsvegar einnig farinn að smita ketti hér á landi sem er einstakt á heimsvísu og því mögulegt að fari að styttast í mannainflúensu og þar með nýjum heimsfarldri (ólíkt verður samt að teljast að það gerist á litla Íslandi, en maður veit ekki!) Og eins og áður sagði hefur H5N5 stofninn ekki greinst í köttum annar staðar í heiminum, sem nánr tiltekið er með mótefnavakan N5 og sem er mjög sérstakt. Ráðlegg því fólki sem er með veikan kött á heimilinu og sem haft hefur áður frjálsa útigöngu, en sem fær síðan ILI (inflúenslík einkenni) að það láti taka PCR póf (svipað og gert var í Covid19 faraldrinum). Svar gæti verið komið degi síðar. Eins er auðvitað skynsamlegar að hefta frjálsa útigöngu katta tímabundið strax eins og reyndar yfirvöld mæla með í dag.
Ráðlegg því fólki sem er með veikan kött á heimilinu og sem haft hefur áður frjálsa útigöngu, en sem fær síðan ILI (inflúenslík einkenni) að það láti taka PCR póf (svipað og gert var í Covid19 faraldrinum). Svar gæti verið komið degi síðar. Eins er auðvitað skynsamlegar að hefta frjálsa útigöngu katta tímabundið strax eins og reyndar yfirvöld mæla með í dag.
 Vilhjálmur Ari Arason
			Vilhjálmur Ari Arason
			