Miðvikudagur 13.02.2019 - 21:28 - FB ummæli ()

Blóðvatn og lækningar næmra sjúkdóma

Eir, tímarit alþýðunnar um heilbrigðismál 1899 (J.Jonassen dr.med og landlæknir)

Við sem teljum okkur lifa í svo öruggum heimi í dag, en sem læknavísindin sköpuðu okkur á löngum tíma!

Skoðum aðeins sögu blóðvatnslækninga og sem fékk nýja þýðingu í neyðarmeðferð gegn Ebolu-veirunni um árið og sem er enn og aftur að blossa upp í Afríku og glænýtt bóluefni er enn af skornum skammti.
Blóðvatn nær aðeins til takmarkaðrar tímabundnar meðferðar og er byggð á grunnfræðum ónæmisfræðinnar eins og við skiljum hana í dag, með tímabundinni virkni mótefna (monoklónal) í blóðvatni (sermi) sem annar sýktur hefur framleitt sjálfum sér til varnar (maður eða dýr, t.d. apar eða hestar)), en sem skapar ekkert ónæmisminni hjá þeim sem fær. Blóðvatnslækningar voru reyndar í lækningu á Barnaveikinni (Diptheria), þeim skelfilega smitsjúkdómi, fyrir meira en öld síðan, en sem flest börn eru nú bólusett gegn með varanlegri vörn (bólusetningu með sjálfu smitefninu (veirur og bakteríur) og sem stuðlar síðan að mótefnaframleiðslu sem eitilfrumur líkamans framleiða sjálfar).

Barnaveikin olli slæmri hálsbólgu í byrjun, síðar öndunarerfiðleikum  og köfnun og sem læknar stóðu meira og minna ráðalausir gagnvart. Læknar í Reykjavík höfðu þó vissa möguleika strax um aldarmótin 1900 að skaffa blóðvatn gegn barnaveikinni í sérútbúnum lyfjaglösum sem voru pöntuð erlendis frá (Danmörku). Blóðvatn og þannig mótefni úr smituðum hestum með barnaveikinni sem hjálpað gat í vörnum þess sjúka, ef beitt var nógu snemma. Löngu áður en menn vissu raunverulega um tilvist mótefna og ónæmisfræðin sem vísindagrein ekki enn til til að auka skilning manna á vörnum gegn smitsjúkdómunum og sem voru þá kallaðir næmir sjúkdómar.
Svipaðar aðferðir með blóðvatni voru reyndar notaðar stundum gegn alvarlegum lungnabólgum, löngu fyrir tíma sýklalyfjanna.

Frá tímamótum blóðvatnslækninga í læknisfræðinni gegn barnaveiki var greint frá í heilbrigðistímariti alþýðunnar á Íslandi, Eir, árið 1899 sem og eins lýsingu á einkennum sem sá skelfilegi sjúkdómur olli, en sem er flestum gleymdur í dag. Löngu áður en menn í raun skildu og gátu framleitt sjálf bóluefnin gegn smitsjúkdómunum. Bólusetning” gegn stóru-bólu virkaði engu að síður með kúabólusetningu (kúabólusmiti í húð). Þar sem tilgangurinn helgaði meðalið sem bólusetning án þess að menn vissu í raun hvernig bólusetning virkaði, en sem bjargaði íslenskri þjóð sem var nálægt því að deyja út upp úr aldarmótunum 1800. Stærsta lýðheilsuátaki Íslandssögunnar. Í dag má mest þakka almennri þátttöku í bólusetningum og góðum sýklalyfjum (kraftaverkalyfi 20. aldarinnar) langri lifun meðal þjóðarinnar. Vaxandi sýklalyfjaónæmi sýkingarvalda, er hins vegar ein mesta heilbrigðisógn framtíðarinnar í dag að mati Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar (WHO). Eins er versandi þátttaka almennings í ýmsum bólusetningum gegn hættulegum smitsjúkdómum mikið áhyggjuefni, eins og lesa má nú t.d. í fréttum um þátttöku í mislingabólusetningu ungbarna víða í Evrópu.

Þannig er spáð er að fleiri deyi úr sýklalyfjaónæmum sýkingum árið 2050, en af völdum illkynja sjúkdóma (krabbameinum). Staða sem þá óneytanlega fer að minna á tímann fyrir tilkomu sýklalyfjanna og bólusetninga og þegar reyndar voru jafnvel blóðlækningar í blindni en góðri trú fyrir meira en öld síðan, meðal annars hér á landi. Þróun sem við viljum jafnvel flytja inn til landsins í allt öðum skilningi blóðvatns, með fersku kjöti erlendis frá og sýklalyfjaónæmi þá í sameiginlegri nærflóru manna og dýra (svokölluðum súnu-bakteríum). Mjög vel þekkt vandamál í landbúnaði erlendis vegna mikillar sýklalyfjanotkunar um árabil og síðan smiti til mannfóksins, en sem hefur verið nær óþekkt vandamál hér á landi!!

Dr. J.Jónassen skrifaði í bestu trú um blóðvatnið til meðhöndlunar gegn barnaveikinni á Íslandi árið 1899 og þegar almennar bólusetningar voru óþekktar (aðrar en kúabólusetning) og sýklalyfin ekki til. Þegar góðu ráðin voru verulega dýru verði keypt „Síðan 1895 hefir meðalið (blóðvatnið) verið búið til á efnafræðistöð háskólans í Kaupmannahöfn og sent læknum ókeypis, er beðið hafa um það. Síðustu tvö árin hefi ég fengið eigi all-fá glös með meðalinu í og hafa nokkrir læknar fengið það hjá mér og reynt það, en það hefir verið svo sjaldan tækifæri til að nota það, að ekki er hægt að vita, hvort það hefir komið að nokkru liði.
Það eru ýmis vandkvæði á því að viðhafa blóðvatnslækningar. Ekki er takandi í mál, að nokkur annar en læknir hafi þær um hönd, því til þess þarf sérstakt verkfæri og mestu varkárni verður að viðhafa, þegar spýta skal meðalinu inn. Víðast er hér langt til læknis og af því leiðir, að oftast mun sjúkdómurinn vera byrjaður fyrir nokkru áður læknir kemur til sjúklingsins og er þá liðinn sá tími, sem ákjósanlegastur er til innspýtingar, nfl. byrjunin, og því lítið eða ekkert gagn að henni. Læknirinn verður að vera yfir sjúklinginum um nokkurn tíma, því oftast þarf að viðhafa innspýtinguna oftar en í eitt skipti, er því auðsætt, að hann getur ekki sinnt fleiri sjúklingum í einu, ef veikin gengur víða í umdæmi hans, þótt hann allur væri af vilja gjörður.“

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál · Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn