Færslur fyrir október, 2012

Þriðjudagur 30.10 2012 - 13:11

..og getur ráðið miklu um ávísun lyfja?

Lyfjamál eru nær daglega til umræðu í þjóðfélaginu, en því miður oftast ekki af góðu þar sem ofnotkun eða misnotkun ber oft á góma. Sumum reynist auk þess erfitt að skilja tengsl notkunarinnar við gæði heilbrigðisþjónustunnar. Gæði viðtalsins við sjúklinginn skiptir þannig oft meira máli en magn eða fjöldi viðtala m.a. í bráðaþjónustunni og sem velferðarráðherra hefur […]

Laugardagur 27.10 2012 - 11:04

Þar sem vítamínið vantar..

Seint verður sagt að hunangið drjúpi af hverju strái hér á landi um þessar mundir. Ekkert síður í heilsugæslunni sjálfri og þangað sem þeir veikustu leita oft ráða. Þó má segja að nóg sé af öðru hunangi, gullnu og seigfljótandi sem kemur úr hafinu okkar, en sem því miður fer oft forgörðum eða við náum ekki að […]

Fimmtudagur 25.10 2012 - 23:10

Verður „íslenski ruddinn“ bannaður líka?

Mikið hefur verið fjallað um söluhöft munntóbaks í Evrópu sl. daga, m.a. í fjölmiðlum hér á landi, en minna um sölu á íslenska fínkornótta neftóbakinu hér á landi. „Íslenska ruddanum“ eins og hann er oft kallaður, enda oftast notaður sem munntóbak nú orðið. Munntóbakið snus er hins vegar framleitt undir ströngu gæðaeftirliti í stöðluðum neytendapakningum […]

Miðvikudagur 24.10 2012 - 18:18

Allskonar „monsterdrykkir“ líka algengir hér á landi

Eins og kemur fram í DV í dag, greindi Bloomberg fréttaveitan frá því í vikunni að Monster drykkurinn sé talinn hafa átt þátt í dauða fimm einstaklinga á árinu 2009 í Bandaríkjunum en sama ár fengu rúmlega þrettán þúsund einstaklingar læknishjálp þar í landi eftir að hafa neytt orkudrykkja. Um helmingur þeirra voru einstaklingar á […]

Mánudagur 15.10 2012 - 16:06

Faraldurinn skelfilegi sem við ættum öll að hræðast

Heilsuhrun þjóðar er mun alvarlegra hrun en efnahagshrun og sem mesta athygli hefur fengið hér á landi sl. ár. Annað hrun sem margt bendir til að við séum að stefna hraðbyr inn í þótt öll viðvörunarljós blikki eins og áður. Þegar algengustu sjúkdómarnir varða síðan sífellt algengari meðal þeirra sem yngri eru og meðlífaldur lækkar í stað þess að […]

Föstudagur 12.10 2012 - 23:39

Líka gott fyrir heilann

Lengi hefur verið vitað hvað grænmetið er hollt, en á sama tíma hvað ýmislegt annað er óhollt, en sem við eigum oft erfitt með að forðast. Óhollusta sem snýr að algengum lifnaðarháttum okkar í dag. Stærstu áhætuþættir fyrir flestum sjúkdómum eru jú reykingar, hreyfingarleysi, sykurát, ofát og óhollur matur og ýmsir drykkir. Nokkuð sem allir vita […]

Miðvikudagur 10.10 2012 - 18:50

..sem ærir okkur öll.

Ég vil byrja á að óska öllum geðsjúkum og aðstandendum þeirra til hamingju með baráttudaginn, Alþjóðageðheilbrigðisdaginn, 10. október 2012. Fyrir betri skilningi stjórnvalda á vandamálum geðsjúkra svo og betri meðferð sjúklinga. Hvort heldur er með aðstoð geðlækna og sálfræðinga, lyfjameðferðar eða bættum aðbúnaði á sjúkrastonunum. Allt svið sem betur má bæta í dag, svo og […]

Þriðjudagur 09.10 2012 - 09:50

Að leiðarlokum í Marokkó

Það er tímabært að kveðja Afríku í þetta sinn. Eins að þakka öllum samferðamönnum okkur hjónana fyrir frábæra samveru í heila viku og ferð um ókunnugar slóðir í Atlasfjöllunum. Einnig Íslensku fjallaleiðsögumönnum fyrir að skipuleggja þessa ferð fyrir okkur, Jóni Gauta Jónssyni og Hamid sem var aðal leiðsögumaðurinn okkar í Marokkó og helsti tengiliður við heimamenn. Ferðin var […]

Sunnudagur 07.10 2012 - 14:40

Þegar Afríka vaknar

Í velheppnaðri gönguferð á fjöll er fátt skemmtilegra en að hugsa um tindana. Ekki síst þegar maður er staddur í Norður-Afríku og ófært er vegna snjókomu og ísingar í yfir 4000 metra hæð. Hæsti tindurinn, Toubkal toppurinn sem ferðinni var heitið á, var einmitt í 4167 metra hæð. Í góðra manna hópi undir öruggri farastjórn. […]

Laugardagur 06.10 2012 - 10:27

Svarti stormurinn

Það er furðuleg upplifun að lenda í sandstormi frá Sahara. Ekki síst þegar maður er hátt upp í Atlasfjöllunum og á hans alls ekki von. Eins að bera slíkan storm saman við aðra storma sem maður þekkir svo vel á Íslandi. Kalda snjóstorma á veturna eða með suðaustan roki og rigningu á sumrin. Þegar við köllum okkur […]

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn