Færslur fyrir ágúst, 2010

Mánudagur 30.08 2010 - 19:08

Undir fölsku flaggi

Málefni Orkuveitu Reykjavíkur hefur verið mikið í opinberri umræðu eftir að tilkynnt var um allt að þriðjungs hækkun á rafmagni og hita í haust. Forsendur fyrir hækkuninni er gríðarleg skuldabyrgði fyrirtækisins á nokkrum árum, langt út fyrir það sem eðlilegt getur talist. Stjórn þessa ætlaðs gullkálfs í meirihlutaeigu höfuðborgarinnar vekur upp margar spurningar um ábyrgð […]

Sunnudagur 29.08 2010 - 10:54

Haustar að

Nú húmar að hausti og farið að kólna. Styttist í göngur og fjárréttir um allt land. Þá verður féð flokkað og dregið í dilka. Tími uppskerunnar er runninn upp og mikil eftirvænting er meðal bænda hvernig lömbin koma af fjalli. Hér áður fyrr var óspart beitt í úthagana og féð hafði úr nógu að moða. […]

Fimmtudagur 26.08 2010 - 15:45

Í túninu heima

Nú fer að verða tímabært að kveðja frábært sumar. Töðugjöld hétu hátíðir hér áður fyrr þar sem menn gerðu sér glaðan dag og fögnuðu að hafa komið björginni í bú fyrir veturinn. Mosfellingar hafa haldið upp þessi tímamót með bæjarhátíð sem kölluð er „Í túninu heima“ sem er tilvitnun í fyrstu minningarskáldsögu sveitungans Halldórs Laxness […]

Þriðjudagur 24.08 2010 - 17:37

Almannatengsl þjóðkirkjunnar

Aðalatriðið er varðar umræðuna nú um meint kynferðisafbrot séra Ólafs Skúlasonar heitins á sínum tíma er hvernig kirkjan ætlar að bæta þann trúnaðarbrest sem þegar hefur átt sér stað gagnvart sóknarbörnum hans um árabil og þar með almenningi. Mat á sannleiksgildi frásagna fórnalamba kynferðisofbeldis, afsökunarbeðnir kirkjunnar til brotaþola, þagnarskylda presta varðandi kynferðismisbeitinngu á börnum ásamt fyrirbyggjandi aðgerðum gegn þöggun innan kirkjunnar eru […]

Þriðjudagur 24.08 2010 - 13:22

Flaggskipið

Enn og aftur erum við minnt á innustæðuleysi þess sem við töldum okkar traustustu stofnanir. Þetta á meðal annars við um flestar fjármálastofnanir í dag. Sorglegasta dæmið er þó stofnun sem var treyst til að sjá um auðlind höfuðborgabúa og orkudreyfinguna. Stofnun sem fékk allt upp í hendurnar og sem sat á gullkistu en sem nú er orðin að einum mesta skuldaklafa almennings. Skuldir sem hanga […]

Föstudagur 20.08 2010 - 20:38

Traust á trú

Trúin er heilög og einstaklingsbundin. Íslenska þjóðkirkjan er samnefnari þess sem almenningur trúir á og hefur trúað á. Til þess að geta trúað verður maður að treysta, skilyrðislaust. Æðra máttarvald er vanfundið dags daglega en öll viljum við njóta vafans og við tökum þátt í athöfnum kirkjunnar í góðri trú. Ef í ljós kemur að […]

Þriðjudagur 17.08 2010 - 13:37

Lyfjakostnaður áfram hár

Lyfjastofnun Íslands birti í gær á heimasíðu sinni nýjar upplýsingar um lyfjanotkun á fyrri hluta þessa árs samanborið við sama tímabil í fyrra. Þótt heildarnotkunin hafi minnkað um 1.2% samanborið við sama tímabil í fyrra, reiknað í magni skilgreindra dagskammta (DDD) að þá hefur verðmæti sölunnar sem eru 13,0 milljarðar króna hækkað um 1,2% milli tímabila, […]

Mánudagur 16.08 2010 - 11:36

Þegar smáfuglarnir byrja að syngja aftur

Ringt hefur öll ósköp um helgina. Það breytir ekki þeirri staðreynd að fara verður með hundana í göngutúrinn sinn. Rokið bættist svo við í gær og óneytanlega kom haustið upp í hugann. Á regndögum breytist allt og allt verður drungarlegra. Það er eins og tíminn standi líka í stað og allt verður svo ósköp hversdagslegt þótt […]

Laugardagur 14.08 2010 - 11:31

Ofurbakteríur þrífast best í veiku þjóðfélagi

Skildum við Íslendingar þurfa að fá hjálp frá Evrópusambandinu til að ráða niðurlögum ofurbaktería hér á landi eins og við þurftum hjálp Dana til að ráða niðurlögum bólusóttar fyrir rúmlega tveimur öldum síðan þegar við vorum undir þeirra forræði? Eða höfum við burði til að ráða við vandamálin á eigin forsendum? Margt gott hefur verið […]

Fimmtudagur 12.08 2010 - 13:35

Ofurbakteríurnar á Íslandi

Ofurbakteríur hafa verið til umfjöllunar í heimsfjölmiðlunum og hér heima á Vísi.is og Fréttablaðinu í morgun vegna nýs afbrigðis af sýklalyfjaónæmi sem er bundið við ákveðna ensímvirkni. Erfðaefnið sem ákveður slíka virkni getur borist á milli bakteríustofna, jafnvel stofna sem eru hvað algengastir að valda sýkingum í þjóðfélaginu og sem smitast auðveldlega á milli manna. Allir sjá hvað vandamálið er […]

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn