Mánudagur 16.08.2010 - 11:36 - FB ummæli ()

Þegar smáfuglarnir byrja að syngja aftur

raudtoppurRingt hefur öll ósköp um helgina. Það breytir ekki þeirri staðreynd að fara verður með hundana í göngutúrinn sinn. Rokið bættist svo við í gær og óneytanlega kom haustið upp í hugann.

Á regndögum breytist allt og allt verður drungarlegra. Það er eins og tíminn standi líka í stað og allt verður svo ósköp hversdagslegt þótt um frídaga sé að ræða. Fréttir af mannlífinu fá á sig annan blæ og sumir verða viðkvæmari og svartsýnari á lífið og tilveruna.

En í morgun stytti upp og sólin sendi nokkra sumargeisla á vot túnin heima. Og ekki stóð á fuglasöngnum úr görðunum sem annaðhvort var orðinn svo hversdagslegur í góðviðrinu fyrir helgi að maður heyrði hann ekki lengur eða þá sem líklegra er að smáfuglarnir tóku gleði sína aftur svo um munaði. Mávarnir hins vegar þögðu í morgun, aldrei þessu vant og kvakið í þeim heyrðist ekki lengur úr svörtu klettunum í Hamrahlíðarbjörgunum. Þá varð mér einhverja hluta vegna hugsað til stjórnlagaþingsins í haust, þings alþýðunnar sem svo mikið er rætt um þessa daganna. Og fleiri verða tilbúnir að mæta en kallaðir.

Hrafnaþingin halda samt áfram og gargið í vargfuglinum í björgunum sem teygja sig út í móana hverfur því miður ekki í bráð. Mófuglarnir horfnir. Smáfuglarnir minntu þó vel á sig í morgun eftir tíðindi helgarinnar og þar ríkti gleði. Það birtir alltaf upp um síðir þótt sá tími geti verið afar afstæður í mannheimum. Smáfuglarnir kveiktu von í morgun.

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn