Færslur fyrir júlí, 2010

Fimmtudagur 29.07 2010 - 08:57

í mýrinni

Ein besta sakamálasaga sem komið hefur út á Íslandi og sem reyndar hefur verið gefin út víða erlendis er án efa Mýrin eftir Arnald Indriðason. Kvikmyndin (Jar city) sem var gerð eftir bókinni er ekki síður frábær og drungalegar senur sem gerðust í Reykjavík við undirsöng angurværa söngradda Lögreglukórsins líða manni seint úr minni. Í […]

Þriðjudagur 27.07 2010 - 13:30

Ábyrgir og góðir viðskiptahættir lyfjafyrirtækja

Enn og aftur erum við minnt á óeðlilegan lyfjaskort í landinu á ódýrum lyfjum sem framleiðendur annað hvort hætta framleiðslu á tímabundið til að koma dýrari lyfjum á markað eða einfaldlega vegna þess að framleiðslan skilar ekki nógu miklum arði. Skipir engu máli hvort lyfin teljist nauðsynleg á markaði eða ekki. Lyf í öllum lyfjaflokkum […]

Mánudagur 26.07 2010 - 14:32

Vatnið og orkan okkar

Fátt er meira rætt um þessa daganna en Magma-málið. En einu sinni er hið opinbera að klúðra málum og ráðuneyti orkumála gjörsamlega sofandi yfir gjörningi sem bæði virðist hafa verið lögleysa í upphafi, strangt til tekið, og sem er að minnsta kosti siðlaus aðgerð gagnvart almenningi landsins. Sala á meirihluta auðlindar þjóðarinnar og blóði landsins á ákveðnum svæðum til […]

Laugardagur 24.07 2010 - 22:04

Gamli góði Vesturbærinn

Mér hefur oft verið tíðrætt um sveitina mína þar sem ég bý nú og ekkert síður þá gömlu góðu í Hjaltadalnum í Skagafirði. En til er önnur veröld sem bauð upp á mikið frelsi og sem er ekki er í sveit sett en tilheyrir engu að síður ævintýralandi í huga barns sem þar ólst upp og mótaði huga þess […]

Mánudagur 19.07 2010 - 14:13

Planta dagsins

Fáar plöntur hafa gefið manni jafn mikið í aðra hönd og peningagrasið eða lokasjóður sem svo heitir réttu nafni og stendur nú í hvað mestum blóma. Plantan er merkileg lækningajurt sem vex víðast í graslendi á landinu og er afar sérstök að mörgu leiti sem rétt er að gefa sérstakan gaum í dag, enda tilheyrir hún hinni sönnu gömlu og góðu íslensku […]

Föstudagur 16.07 2010 - 11:03

Rekstur og ábyrgð í íslenska heilbrigðiskerfinu.

Undanfarið hefur töluvert borið á umræðu um mismunandi rekstrarform í heilbrigðiskerfinu. Sitt sýnist hverjum og menn vísa til kerfa vestan hafs og austan. Gamlar breytingar og nýjar. Einkareksturs og ríkisreksturs. Umræðunni er mest haldið á lofti af hagfræðingum og örðum með sérþekkingu í ríkisrekstri. Vil benda á tvö góð blogg hér á eyjunni sl. daga […]

Sunnudagur 11.07 2010 - 11:44

Eitt skref í einu

Nú, enn einu sinni, er verið að kynna nýjar byggingartillögur á Landspítalalóðinni fyrir hið nýja sameinaða hátækni- og háskólasjúkrahús Landspítala við Hringbraut. Sem barn og við börn sín hefur maður farið í leikinn, Hvað gerðir þú við peningana sem frúin í Hamborg gaf þér? Í sjálfu sér væri fátt við nýju tillögurnar að athuga ef […]

Sunnudagur 04.07 2010 - 22:26

Náttúruval hjá börnum á Íslandi

Mikil umræða hefur átt sér stað um nýjan landnema hér á landi, lúpínuna og sitt sýnist hverjum um ágæti hennar í flóru landsins. Stofnanir og samtök hafa ólík sjónamið og menn skrifa lærðar greinar í blöðin og netmiðla og ýmist lofa hana eða hallmæla. Náttúrufræðistofnun er e.t.v. sú stofnun sem ætti að hafa mesta að […]

Fimmtudagur 01.07 2010 - 23:17

Gamli minn og ESB

Nú á að vera tími uppgjöra í þjóðfélaginu eftir skellinn mikla, ekki síst á sviði stjórnmálanna. Íslendingar ganga samt á sama tíma til undirbúningsviðræðna um Evrópusambandsaðild. „Sterka Ísland- þjóð meðal þjóða“ eru m.a. einkunnarorð sem heyrst hafa og sem er tileinkað viðræðunum. Tvö megin sjónarmið eru uppi. Gamla góða Ísland eða land með löndum tækifæranna. […]

Fimmtudagur 01.07 2010 - 16:55

Slá þú hjartans hörpustrengi

Fátt veldur meiri gleði og eftirvæntingu meðal þjóðarinnar en Tónlistar- og ráðstefnuhúsið Harpa sem nú er að rísa við Reykjavíkurhöfn. Jafnframt verður húsið alla tíð minnisvarði um það sem það sem við höfðum ekki efni á en langaði alltaf svo mikið í og fengum fyrir rest, jafnvel eftir fjármálahrun. Menning og menntun verður aldrei metin […]

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn