Færslur fyrir júní, 2010

Mánudagur 28.06 2010 - 22:24

Skynsamleg ákvörðun um afnám sumarlokana

Heilbrigðisráðherra, Álheiður Ingadóttir hefur ákveðið að síðdegismóttökur heilsugæslustöðva á höfuðborgarsvæðinu skulu vera að einhverju leiti opnar í sumar þrátt fyrir að löngu hafi verið búið að ákveða lokun á þeim frá kl. 16 alla virka daga frá 15. júní sl. og fram til 15. ágúst. Þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV í kvöld. Ég fagna […]

Föstudagur 25.06 2010 - 01:43

Myndin dökk

„Myndin of dökk“ getur haft þrenna merkingu. Myndin er óskýr eins og á tölvuskjánum þegar birtan umhverfis er of mikil eða þá að mynd eins og ljósmynd sem fær ekki nóga lýsingu þegar hún er tekin og verður þannig dökk og óskýr á pappírnum. Í þriðja lagi getur mynd verið máluð dökk og drungleg sem […]

Þriðjudagur 22.06 2010 - 12:13

„Svarthvíta hetjan mín..,“

„hvernig ert þú í lit“, segir í frægum dægurlagatexta með Dúkkulísunum. Textinn er samt ekki svo voða gamall en höfðar til gömlu svart-hvítu kvikmyndanna, hetjudýrkunar og síðan hversdagsleikans eins og hann blasir við okkur. Nú er að nálgast mitt sumar, ég kominn í sumarfríið og litadýrðin í náttúrunni í hámarki. Hvað gefur lífinu meira lit […]

Fimmtudagur 17.06 2010 - 10:19

Hátíð í bæ

Í Skagafirðinum í gamla daga var aðeins einn dagur haldinn hátíðlegur á sumrin. Það var 17. júní og þá gjarnan farið í messu og drukkið kakó með rjóma á eftir. Ekki svo að skilja að ég sé svo gamall því eins man ég eftir hefðbundnum hátíðarhöldunum árin á undan í Reykjavík. Einhvern veginn fannst mér […]

Miðvikudagur 16.06 2010 - 09:01

Óábyrg heilbrigðisstjórnun

Það er með ólíkindum að í dag skuli vera auðveldara að fá þjónustu fyrir bílinn sinn en líkamann sinn. Eins er með ólíkindum að það skuli verða auðveldara að fá grunn heilbrigðisþjónustu á afskktustu stöðum landsins en í sjálfri höfuðborginni. Eins er með ólíkindum að almenningur skuli ekki vera farinn að gera kröfu um eðlilega […]

Þriðjudagur 15.06 2010 - 13:32

Íslenski fáninn

Þessa daganna er til umræðu hjá allsherjarnefnd alþingis að breyta íslensku fánalögunum og leyfa fánanum að blakta við hún allan sólarhringinn á sumrin, jafnvel alla daga og síðar jafnvel árið um kring. Flutningsmaður tillögunnar er Siv Friðleifsdóttir, alþingismaður. En svo segir m.a. í tillögu til þingsályktunarinnar: „Flutningsmaður leggur til það svigrúm að hafa megi fánann uppi allan sólarhringinn yfir […]

Laugardagur 12.06 2010 - 10:18

Sagan endalausa

Tjáningarfrelsið og er sennilega eitt það dýrmætasta sem við eigum. Það frelsi er hornsteinn lýðræðisins, en vandmeðfarið. Aðgát skal í nærveru sálar og orð geta sært. Frásögnin er líka  hluti af tjáningunni og það geta orðið til sögur. Börnin eru sérstaklega góðir hlustendur og ævintýr er þeirra uppáhald. Með sögum er lagður grunnur í  þroska þeirra og tjáningu síðar. Þetta köllum við nauðsynleg […]

Mánudagur 07.06 2010 - 15:35

Maðkar

Nýlega hefur verið fjallað um ræktun ánamaðka hér á landi fyrir bændur, garðáhugafólk og veiðimenn. Ljóst er að þeir auka verulega á frjósemi  fósturmoldarinnar auk þess að vera besta beita sem völ er á. Agn á öngul veiðimannsins. Eins manns dauði annars brauð. Jafnframt getur ræktun þeirra verið atvinnuskapandi og er mjög í anda nýsköpunar á nýja Íslandi.  Ein af […]

Sunnudagur 06.06 2010 - 09:45

Hrun og heilsa þjóðar, fyrr og nú

Nú nálgast 17. júní, þjóðhátíðardags okkar Íslendinga og visst stjórnleysi ríkir í höfuðborginni. Því verður manni hugsað til sögunnar. Eins hef ég alltaf haft dálæti á íslenska fánanum og ungur lærði ég að umgangast hann af mikilli virðingu hjá skátunum. Síðar fékk ég stundum af flagga á hátíðisdögum hjá afa mínum. Mig hefur reyndar alltaf langað til […]

Þriðjudagur 01.06 2010 - 16:53

Borgin mín fríða

 Fá hugtök hafa jafn jákvæða merkingu og „fyrramálið“ enda vísar það til nýs dags með öllum þeim möguleikum og væntingum sem nýr dagur hefur upp á að bjóða. Í fyrramálið er maður væntanlega upplagður og úthvíldur. Fullur orku til að takast á við vandamál dagsins. Góðar ákvarðanir ru best teknar að morgni. En fyrst þarf […]

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn