Föstudagur 25.06.2010 - 01:43 - FB ummæli ()

Myndin dökk

IWasNotTheOne„Myndin of dökk“ getur haft þrenna merkingu. Myndin er óskýr eins og á tölvuskjánum þegar birtan umhverfis er of mikil eða þá að mynd eins og ljósmynd sem fær ekki nóga lýsingu þegar hún er tekin og verður þannig dökk og óskýr á pappírnum. Í þriðja lagi getur mynd verið máluð dökk og drungleg sem boðar ekki gott. Allt þetta getur átt við í dag. Stjórnmálamennirnir tala nú mög óskýrt, jafnvel í myrku máli, þótt almenningur væri farin að verða bjartsýnn, að minnsta kosti þeir sem áttu allt undir með skuldsetningu gjaldeyrislána. Góðar afkomutölur bankanna fuku enda úti í veður og vind í sumarlogninu með úrskurði hæstaréttar á dögunum. Myndin sem dregin hafði verið upp fyrir okkur til þess dags var ósönn, mislukkuð, enda tekin í ósönnu ljósi og í raun lögleysa frá upphafi. Lögleysa þýðir það nefnilega að afleiðingarnar snerta þriðja aðila á einhvern hátt með neikvæðum formerkjum eins og t.d. hinn almenna skattborgara. Í þriðja lagi að þá er myndin í dag afskaplega óskýr enda illa máluð af stjórnmálamönnum hvað framtíðina varðar og þungt í mönnum. Sumir sjá sér samt leik á borði of ala á enn meiri tortryggni. Ef ganga á gegn niðurstöðu hæstaréttar og búa til nýja jöfnun meðal almennings má búast við fleiri lögsóknum, skerðingu og niðurskurði í velferðarmálunum og jafnvel ótrygga bankastarfsemi í landinu. Sumir eru jafnvel farnir að hvetja til úttektar á öllum sparnaði, eða fyrir þá sem á annað borð eiga einhvern sparnað, og flýja land fyrir næsta hrun. Og til að kóróna þetta allt saman fara stjórnmálamenn nú í frí frá öllu saman fram á haustið.

Myndin hefur reyndar verið dökk að mörgu leyti í sumar, a.m.k. afskaplega óskýr þrátt fyrir veðurblíðu og sól í heiði. Fjölmiðlar hafa forðast að fara í gagnrýna umfjöllun á málefnum dagsins sem þó eru yfirþyrmandi þótt nú sé mitt sumar. En tímarnir í dag eru ekki venjulegir. Ríkisfjölmiðlarnir fóru samt frí og einbeita sér nú einna helst að fótboltanum. Jafnvel fréttatímar eru látir fjúka eða víkja og umræðuþættir lagðir niður þegar e.t.v. aldrei hefur verið meiri þörf að kryfja málin til mergjar. Almenningur vill fá að taka þátt í umræðunni og umræðuþættir og vandaður fréttaflutningur eru lykilatriði og forsenda slíkrar umræðu. Netmiðlarnir standa sig hvað best hvað þetta allt varðar og ef ekki væri fyrir þeirra tilstuðlan að þá væri allt þaggað niður með allsherjar þöggun. Neðanjarðarpóstar, neðanjarðarhreyfingar og skuggaráðuneyti myndu þá e.t.v. blómstra betur fram að stjórnlagaþinginu, hvenær sem svo það verður. En e.t.v er meira að gerast á bak við myrkvuð tjöldin en við vitum um.

En hvernig væri nú að fara að taka betri myndir. Hvernig væri að fara að mála myndir í bjartari tónum. Hvernig væri að fara að mála myndir í raunverulegum litum. Ræða málefnin út frá bestu þekking hvar sem við erum stödd. Hættum að taka þátt í þeirri þöggun sem gegnsýrt hefur íslenskt samfélag sl. áratugi. Áður var það fyrst og fremst vinasamfélagið sem réð öllu en nú er það hræðslusamfélagið þar sem enginn er öruggur með sitt nema að eiga vin og jafnvel dómstólarnir rugla okkur í ríminu. Nefnum hlutina réttum nöfnum. Skilgreinum hagsmunahópa og hlustum á grasrótina og þá sem hafa faglega þekkingu. Látum stjórnvöl heyra að kerfin geta talað saman og að þau þurfi að leita eftir því á öllum sviðum. Við þurfum að spara mikla peninga á næstu misserum. Við viljum öll hafa afskipti af því hvernig það verður gert. Við gætum haft skoðun sem skiptir okkur öll máli. Alþingi og fjölmiðlar verða að halda áfram að taka þátt í leiknum, honum er ekki lokið.

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál · Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn