Færslur fyrir desember, 2011

Laugardagur 31.12 2011 - 09:33

Nýmjólkin og krabbamein

Um áramót mætir gamli tíminn þeim nýja á áberandi hátt. Nýi tíminn boðar þá alltaf von um að maður getur gert betur, en sá gamli skilur stundum eftir sig sögu mistaka, sem maður vill ekki endurtaka. Út á þetta ganga meðal annars vísindin. Ný íslensk rannsókn sýnir tengsl mikillar mjólkurneyslu á unglingsárum drengja við hættuna […]

Fimmtudagur 29.12 2011 - 09:37

Heilbrigðisannáll 2011

Á flestum sviðum læknisfræðinnar höfum við Íslendingar talið okkur standa fremstir meðal þjóða, læknismenntunin góð og boðið er upp á hátæknilækningar á flestum sviðum. Þetta er svo sem allt gott og blessað ef heilbrigðisþjónustan sjálf stæði í blóma og að ekki væru efasemdir forgangsröðun verkefnanna á niðurskurðartímum. Á tímum þegar velmegunarsjúkdómarnir eru farnir í að sliga heilsuna […]

Mánudagur 26.12 2011 - 15:22

Evrópa og íslenski jólaandinn

„Nú árið er liðið í aldanna skaut og aldrei það kemur til baka.“ Árið hefur verið viðburðaríkt eins og vænta mátti, ekki síst miðað við allt sem á undan er gengið. Við heldur aldrei nær því að ganga í Evrópusambandið og margt augljósara nú en fyrir ári síðan. Við erum líka nær því að vera […]

Laugardagur 24.12 2011 - 16:11

Sjór, snjór og jól

Fáir staðir ná jafn vel anda jólahátíðarinnar og lítlil og einangruð sjávarpláss úti á landi. Þar sem gömlu húsin og bryggjurnar segja svo mikla sögu. Þar sem ennþá er unnið með það sem náttúran gefur okkur hvað mest af, fisk og annað sem tengist sjónum og flestir una nokkuð glaðir með sitt. Eins og þeir […]

Föstudagur 23.12 2011 - 09:16

Stormar um jólin

Oft stormar um jólin í margskonar skilningi og heimsfréttirnar bera með sér. Og aðrir stormar eru líka mikið í fréttum sem tengjast færðinni um landið okkar. Eg það eru ekki allir sem upplifað hafa alvöru snjóstorm. Á  vegum landsins þegar skyggnið er ekkert og bílarnir dansa eins og beljur á svelli. Líka þegar tíminn stendur eins og í stað og snjódrífan […]

Miðvikudagur 21.12 2011 - 09:55

Aðeins hálfur maður

Athyglisverðar greinar hafa verið að birtast á síðastliðnum árum um karlaheilsu og meintan skort á karlkynshormóninu testósteróni. Umfjöllunin var valin sú áhugaverðasta í endurmenntun fyrir heimilislækna á bandaríska vísindavefnum MedScape árið 2011. Sennilega ekki bara vegna ímynd okkar karlmanna sem tengist „testósterón“-hugtakinu sem slíku, heldur allskonar áhættum á fylgisjúkdómum sem gæti tengst testósterónskorti, m.a. alvarlegum æða- og hjartasjúkdómunum. Sýnt hefur verið […]

Mánudagur 19.12 2011 - 16:17

Förum varlega með Parasetamól

Parasetamól (Panodil) er sennilega til á flestum heimilum landsins. Lyf sem slegið getur á milda verki og er talið öruggasta lyfið við sótthita hjá börnum sem fullorðnum. Eins besta lyfið ef talin er þörf á stöðugri meðferð við slitgigt og vöðvabólgum. Lyf sem gigtlæknarnir mæla með, öðrum gigtarlyfjum fremur (NSAID), sem fyrsta valkosti vegna minni hættu á aukaverkunum og milliverkunum með öðrum […]

Föstudagur 16.12 2011 - 10:54

Hvítir sloppar

Það er alltaf eitthvað sérstakt á döfinni þegar maður klæðist hvítri skyrtu. Tandurhreinni og stífstraujaðri. Tími eftirvæntinga og gleðilegra stunda, en stundum líka sorglegra, meðal kvenna, karla og barna. Þegar við viljum sýna okkar bestu hliðar. Undanfarna mánuði finnst mér hins vegar margir hafa klæðast hvítum skyrtum af tilefnislausu. Þar sem óeining og óánægjan ríkir og hver höndin er uppi á […]

Miðvikudagur 14.12 2011 - 12:10

Eins og fiskar á þurru landi

Nú er búið að vera lengi kalt, þurrt og frost flesta daga. „Frýs í æðum blóð“.  Nálgumst háveturinn og mesta skammdegið. Allt sem hefur áhrif á líðan okkar, ekki síst skapið. En líka húðina, einkum barna. Þegar húðin þornar í réttu hlutfalli við lækkandi rakastig sem oft er ansi lágt í kuldanum. Þegar í stað gulu sólarinnar, […]

Laugardagur 03.12 2011 - 09:37

Íshallirnar á Íslandi

Tvennt er líkt með íshöllum á Íslandi og Kauphöllinni. Þær byggjast á ákveðinni draumsýn í kulda og bráðna þegar sagan er öll. Reyndar má segja svipaða sögu með uppbyggingu alls fjármálalífs hér á landi sl. áratugi, sem var eins og slæm draumsýn sem endaði illa. Og þeir sem urðu ríkir, gerðu það gjarnan á kostnað þeirra sem urðu fátækari. En […]

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn