Föstudagur 23.12.2011 - 09:16 - FB ummæli ()

Stormar um jólin

Oft stormar um jólin í margskonar skilningi og heimsfréttirnar bera með sér. Og aðrir stormar eru líka mikið í fréttum sem tengjast færðinni um landið okkar. Eg það eru ekki allir sem upplifað hafa alvöru snjóstorm. Á  vegum landsins þegar skyggnið er ekkert og bílarnir dansa eins og beljur á svelli. Líka þegar tíminn stendur eins og í stað og snjódrífan kemur aftan frá og þér finnst eins og bíllinn standi kjurr þótt hann sé á fleygiferð. Jafnvel hvort verið sé að keyra eftir veginum eða af honum, út í móa eða eitthvað annað. Þegar öll tæknin skiptir í raun minnstu máli og þú þakkar mest fyrir að fá að vera í skjóli og hlýju. Eins og ég lenti í um daginn og fékk góða hjálp.

Nú er veðráttan rysjótt og margir á faraldsfæti fyrir jólin. Fólk sem vill hitta sína kærustu yfir hátíðarnar. Marga fjallvegi oft yfir að fara og mikið á sig lagt þegar dagurinn er hvað stytstur. Sjaldan er mikilvægara að fara varlega. Sjaldan er maður oft í meiri þakkarskuld við náungann sem vill koma manni til hjálpar.

Áramótin er líka tími annarra óveðra. Bólgustorma sem lagst geta á menn. Stormar sem engu hlífa, síst lungunum okkar sem loftrýmið fylla af bólgu. Á tímum þegar Inflúensan geisar. Oftar þegar um svínainflúensu H1N1 er að ræða og að ekki sé talað um fuglainflúensu H5N1 sem nú eru meiri líkur á en áður að geti brotist úr höftum eins og síðust fréttir herma. Nema við séum áður bólusett. Nema við sýnum fyrirhyggju í tíma og fáum bólusetningu þegar hennar er völ. Sem því miður er allt of oft vannýttur möguleiki. Á sama hátt og þú vilt alltaf komast öruggur á leiðarenda, hvert sem ferðinni er heitið og þegar þú treystir á veðurspánna, vegagerðina og björgunarsveitirnar. Auðvelt val sem kallast að sýna umhyggju og fyrirhyggju í lífinu.

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál · Lífstíll · Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn