Færslur fyrir mars, 2013

Mánudagur 25.03 2013 - 10:56

„Ólögleg“ svefnlyfjanotkun Íslendinga

Svefnlyf er ein algengasta ástæða lyfjaávísunar heimilislækna í dag og talið er að um að allt að 10% eldri en 50 ára noti svefnlyf að staðaldri. Í sjálfu væri þetta ekki í frásögu færandi ef ekki væri vegna vandamálanna sem slíkri notkun fylgir. Ekki aðeins vegna vanans og jafnvel fíknar, heldur líka vegna skertra svefngæða þegar […]

Þriðjudagur 19.03 2013 - 12:49

Hvort á maður að gráta eða hlæja?

Umræðan nú á Alþingi okkar Íslendinga, á síðustu dögum þingsins, á sér ekki nokkurt fordæmi held ég. Almenningur er algjörlega gáttaður og margir búnir að missa alla trú á stjórnmálamennina okkar. Af þessu tilefni vil ég fá að endurskrifa hluta úr tæplega 3 ára gömlum pistil sem ég kallaði, Afmæli og jarðarfarir, enda veit ég ekki hvort ég […]

Laugardagur 16.03 2013 - 13:39

Blóð jarðar

Nú er það aftur landið okkar og vorið sem er á næsta leiti, sem eru tilefni skrifanna. Hækkandi sól og vangarnir okkar farnir að roðna. Þegar samsvörun íslenskrar náttúru sem vaknar af vetrardvalanum er mest við lífið sjálft. Skynjun sérstakrar fegurðar rétt á milli veturs og sumars í okkar nánasta umhverfi. Bráðum fara lækirnir að […]

Þriðjudagur 12.03 2013 - 09:04

Vér göngum svo léttir í lundu….

Marsmánuður er fyrirboði vorsins. Sól hækkar hratt á lofti og við njótum útiverunnar meir en á köldum og dimmum vetrarmánuðunum á undan. Við gleðjumst í hjartanu og hlökkum til sumarsins. Staðreyndir sem breyta samt ekki lífins gangi hjá okkur strákunum og sem erum hvort sem er oftast glaðir. Við tökum allir þátt í mottumarsinum á […]

Sunnudagur 10.03 2013 - 10:04

„Stormurinn“ í vatnsglasinu

Mikið hefur verið fjallað um falsaðar kjötvörur og rangar merkingar á matvörum hverskonar sl. vikur. Ekkert virðist koma manni lengur á óvart, en hver fréttin reynir þó alltf að toppa þá fyrri og ganga lengra í að sýna hvað neytandinn hefur látið teyma sig lengi á asnaeyrunum. Hrosskjötsát úr oft nær sjálfdauðum dýrum sem blandað […]

Þriðjudagur 05.03 2013 - 12:50

Að lokinni sjálfskoðun heimilislækna á kerfinu

Marsmánuður er mest tileinkaður mottumarsinum í fjölmiðlum, hvatningu til að þukla á líkamanum í leit að meinsemdum, jafnhliða peningasöfnun Krabbameinsfélagsins. Einnig þeirri ákvörðun stjórnmálamannanna að byggja nýtt háskólasjúkrahús á Landspítalalóð. Átaksverkefni sem snýr að eigin árvekni og að karlar þurfi að þukla punginn og hinu málinu sem farið er mikið mýkri höndum um að margra mati. Allt of mjúkum og […]

Mánudagur 04.03 2013 - 13:00

Bólusetning gegn algengum krabbameinum

Í tilefni af mottumarsinum 2013, vil ég benda á mikilvægi HPV (Human Pappiloma Virus) bólusetningar kvenna til að verjast leghálskrabbameini og sem gagnast líka körlum. Ekk síst er varðar áhættuna á af fá HPV orsakað krabbamein í munn og jafnvel endaþarm. Krabbameinum sem tengjast langvinnum veirusýkingum í slímhúðum og kynhegðun í nútíma samfélagi hjá báðum […]

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn