Færslur fyrir september, 2011

Sunnudagur 11.09 2011 - 23:35

Stóra eplið

Það er einkennilegt að vera staddur í uppáhalds stórborginni minni, New York á þessum degi. Borg sem ég hef oft heimsótt áður og sem hefur að mörgu leiti verið tákngervingur hins vestræna heims og alþjóðlegri en flestar aðrar, að minnsta kosti í mínum huga. Þar sem þú getur gengið á milli ólíkra menningarheima og flestir […]

Fimmtudagur 08.09 2011 - 21:09

Hugleiðingar um byggingaráformin við Hringbraut

Heilbrigðisþjónustuna hefur tekið langan tíma að byggja upp á Íslandi, ekki síst á höfuðborgarsvæðinu með sjálfan Landspítalann í fararbroddi og þangað sem flestra leiðir liggja einhvern tímann á ævinni. Fátt er okkur mikilvægara í mestri neyð lífsins en gott sjúkrahús með góðri bráðaþjónustu, en líka góðri heilsugæslu og dvalarstofnunum fyrir aldraða um allt land auk […]

Miðvikudagur 07.09 2011 - 17:03

Umferðarhraðinn og slysin

Margir látast árlega í umferðarslysum hér á landi auk þess sem hundruðir slasast alvarlega, oft af því einhver fór óvarlega eða sýndi af sér vítavert gáleysi. Þar sem hraðinn var of mikill miðað við aðstæður. Á einu augnabliki breyttust þannig aðstæður þúsunda manna og sem eiga um sárt að binda. Margar fjölskyldur í landinu, nánir […]

Mánudagur 05.09 2011 - 14:00

Þáttaskil

Nú má segja að sumarið sé nánast liðið og haustið að taka við. Sumarhitinn liggur samt ennþá í loftinu og jörðin er hlý og köld í senn. Nóttin heit en dimm. Haustið sem er svo fallegt með allri sinni litadýrð, en um leið sorglegt því það markar það sem koma skal. Og eftirsjá hvað tíminn leið […]

Laugardagur 03.09 2011 - 12:20

Sortuæxlin og „elsku ég“

Líkamanum er oft líkt við musteri sálarinnar sem okkur á að þykja vænt um. Því er afskaplega mikilvægt að fara eins vel vel með þá byggingu eins og við getum, ekki síst yfirborð hennar og sem er mikilvægasta vörnin gegn umhverfinu. Sérstaklega sólinni sem allt elskar og vekur með kossi, eða hvað? Engin æxli eru algengari og […]

Föstudagur 02.09 2011 - 13:34

Erfiðara að sanna það góða en slæma

Sumt er reyndar líka of gott til að vera satt. Gera má samt ráð fyrir að flest gott sé hollt í hófi, a.m.k. ef við treystum bragðlaukunum okkar eins og dýrin gera. Margt af því er samt erfitt að sanna. Um mikilvægi ákveðinna fæðuefna fyrir heilsuna er oft allt of lítið vitað um þótt kenningarnar […]

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn