Færslur fyrir apríl, 2020

Sunnudagur 26.04 2020 - 13:14

Villtari Freyjukettir

Fyrir öld síðan var sjötta hvert barn óskilgetið á Íslandi. Fjöldi lekandatilfella árið 1914 voru 235 og sárasóttartilfellin 40, einu mestu samfélagsvandamáli þess tíma. Í þá daga voru ungir ungir menn hvattir til að lesa handbækur um það hvernig þeir ættu að hegða sér gagnvart hinu kyninu, ekki síst áður en þeir lögðu út í […]

Fimmtudagur 23.04 2020 - 19:30

Hjarðónæmi eða ekki hjarðónæmi

Hef tekið eftir töluverðum misskilningi með notkun hugtaksins, hjarðarónæmi (herd immunity). Hjarðarónæmi kallast það hins vegar þegar ónæmir eru svo margir í þjóðfélaginu að það hindri smit í þá næmu og sem hafa þá ekki sýkst áður og myndað mótefni eða með gilda/virka bólusetningu gegn samsvarandi veiru eða bakteríu. Vörnin sem aðeins hjörðin veitir og […]

Mánudagur 13.04 2020 - 21:58

„Það má ekki láta oss standa uppi með ótendraða lampa eins og óforsjálu meyjarnar“ – Eir árið 1900

  Sagan kennir okkur margt og farsóttir ekki nýjar af nálinni. Inflúensa, bólusótt, taugaveiki og barnaveiki, ásamt berklum og holdsveiki voru allt að því hversdagsleg vandamál hér áður fyrr. Fátækt, hungur og lélegur húsakostur ásamt náttúruhamförum, fylgdi auk þess þjóðinni fram á 19. öldina. Hef nokkrum sinnum áður vitnað og haft eftir texta úr greinum […]

Föstudagur 10.04 2020 - 18:35

Hús læknanna

  Ekkert er betra en eiga góða fjölskyldu, góðan samanstað og gott nábýli við nágrannana. Er nú læknir á Hólmavík tímabundið yfir páskana eins og svo oft áður sl. rúma tvo áratugi. Nú á tímum Covids-heimsfaraldurs, en þar sem allir þekkja alla svo vel. Líka þann sem hefur barist fyrir lífi sínu vegna covidsýkingar og […]

Mánudagur 06.04 2020 - 19:05

Smitvarnir okkar og frjáls innflutningur á ófrosnu kjöti til Íslands!

Vaxandi sýklalyfjaónæmi helstu sýkingavalda mannsins skýrist í allt að 60% á fráflæði ákveðinna sýklalyfjaónæmra dýraflórusýkla í menn, svokallaðra súnu-baktería og sem eru í grunninn sameiginlegar stofnar flórubaktería dýra og manna og smitast geta á báða vegu. Sýklalyfjaónæmi í heiminum er skilgreind nú sem mesta heilbrigðisógn framtíðar af Alþjóða heilbrigðisstofnuninni, WHO. Sýklalyfjaónæmar flórubakteríur geta þannig auðveldlega […]

Laugardagur 04.04 2020 - 17:11

Er kvef sóttnæmt?

Í tilefni af „kvefveirunni“ Covid19 og þegar heimurinn okkar fór á hliðina, 2020, köldum vetri á Íslandi í ár og nú slæmrar veðurspáar um helgina, endurrita ég hér grein Jónasar Jónassen landlæknis úr alþýðutímaritinu Eir, nánar tiltekið nóvemberheftinu 1899. Dreifbýlið og kaldar aðstæður hér á landi þurfa þannig alls ekki alltaf að vera ókostir. Jafnvel […]

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn