Sunnudagur 10.03.2013 - 10:04 - FB ummæli ()

„Stormurinn“ í vatnsglasinu

big_sodaMikið hefur verið fjallað um falsaðar kjötvörur og rangar merkingar á matvörum hverskonar sl. vikur. Ekkert virðist koma manni lengur á óvart, en hver fréttin reynir þó alltf að toppa þá fyrri og ganga lengra í að sýna hvað neytandinn hefur látið teyma sig lengi á asnaeyrunum. Hrosskjötsát úr oft nær sjálfdauðum dýrum sem blandað hafði verið ólöglega með nautahakki var bara byrjunin á martröðinni. Eftir að upp komst, létu enda ýmsir forráðamenn virtra matvörukeðja sannleikann sér í léttu rúmi liggja og þögðu mánuðum saman. Sá sem kenndur eru við fæðukeðjuna ICELAND erlendis, kallaði málið aðeins „storm í vatnsglasi“. En stormurinn átti eftir a versna til muna og nú orðinn að miklu óveðri.

Stjórnvöld sátu lengi vel aðgerðarlaus hjá, sennilega til að valda ekki óþarfa röskun á matvælamarkaðinum og vitandi um þá staðreynd, að ekki mætti svelta lýðinn til að friður héldist í samfélaginu. Í tilefni af nýálögðum sykurskatti hér á landi er samt rétt að líta nú á bjartari hliðar mögulegrar stýringar á neysluvenjum okkar og hvernig við ættum betur að geta verið í stakk búin, með eftirsjá af krónunum okkar, að forðast það sem veldur mestum heilsuskaða. Hinum áþreyfanlega stormi sem við finnum og hann kemst í vatnsglasið. Gosinu. Neysluvöru sem stórkaupmennirnir geta ekki neitað að leggi ofuráherslu á að selja, heslt í anddyrum stórverslana sinna, í sífellt stærri, en reyndar vel merktum og neytendapakkningum. Að öllu leiti nema að það vantar varnaðarmerkingar að sykurinn geti drepið. En auðvitað liggur ábyrgðin síðast hjá vel upplýstum neytandanum, sem ákveður hvað hann lætur ofan í sig. Því skulum við ræða staðreyndir um neysluvenjur okkar aðeins nánar.

Stóraukin neysla á óhollum skyndibita og gríðarlegt sykurát er mesti heilsuvandi samtímans, ekki síst hér á landi. Langstærsta orsök offitufaraldursins. Tengsl matarfíknar, þar sem salt og sykur spilar nánar saman en nokkuð annað. Samspil hvítu efnanna sem drepa þegar þeirra er neytt í óhófi. Lögleg fíkniefni í ákveðnum skilningi sem nær auðveldlega til barnanna okkar. Jafnvel íþróttahreyfingin tekur þátt í leiknum til þess eins að græða. Sælgætis og gossjálfsalar settir upp í anddyrunum til að lokka börnin og unglingana.

Mikil neysla sykurs veldur ákveðinni fíkn til lengdar, það er staðreynd, en sem við erum misviðkvæm fyrir eins og með alla fíkn. í stöðugt meiri sykur og meira en líkaminn ræður við með góðu móti. Þegar löngunin verður ómótstöðuleg svipað og fíkniefni gera. Að lokum gefur brisið sig og vöntun verður á insúlíni sem stjórna á magni sykurs í blóðinu, auk þess sem líkaminn verður ónæmari gegn insúlíninu. En samt sjáum við aðeins toppinn á ísjakanum í dag, enda tífalt fleiri taldir vera með byrjunarstig sykursýki en sem við vitum um í dag. Í Bandaríkjunum, frumkvöðlum skyndibitamenningarinnar, eru um 25%, 65 ára og eldri þegar komnir með sykursýki (diabetes mellitus). Sjúkdómur sem síðan veldur öðrum orsökum frekar, alvarlegustu sjúkdómum samtímans. Má þar t.d. nefna alvarlegustu hjarta- og æðasjúkdómana, nýrnabilun, heilablóðföll, blindu og lífshættulegar sýkingar. Samkvæmt nýjustu upplýsingum á Íslandi eru um 60% fullorðinna þegar of þungir og um þriðjungur barna. Skipum við okkur þar meðal feitustu þjóða heims ásamt vinum okkar Bretum, næstir á eftir Bandaríkjamönnum.

Einn sykraður gosdrykkur á dag í 20 ár eykur hættu á að fá hjartaáfall (coronary heart disese, CHD) um 20% samkvæmt rannsókn sem birtist í Circulation, tímariti bandarísku hjartasamtakanna, AHA fyrir ári síðan og sem náði til yfir 40.000 karla sem fylgt hafði verið eftir yfir tveggja áratuga skeið. Áhættan mælist þegar tekið hefur verið tillit til annarra þekktra áhættuþátta svo sem þyngdar, kólesteróls, reykinga og sykursýki. Áhrifin eru hins vegar mun meiri en kom fram í sambærilegri rannsókn meðal kvenna (Nurses’ Health Study). Áhætta sem mælist þá engu að síður næstum jafn mikil og hátt kólesteról og reykingar meðal karla!

Skýringin á hvað ein lítil dós af sykruðum gosdrykk getur verið skaðleg er talin vera skyndileg hækkun á blóðsykri og sem nái þá að hraða meingerð kransæðasjúkdómsins og kölkunar sem annars myndi þróast hægar. Sennilega með því að flýta fyrir bólgum í æðaveggjunum. Algengustu hjartaáföllin sem um ræðir er einmeitt bráð kransæðastífla, hjartadrep og síðan hjartabilun sem síðan getur leitt til dauða.

Amerísku hjartasamtökin (AHA) mæla ekki með að meira en 150 kcal af daglegri hitaeiningaþörf séu fengnar úr hvítum sykri hjá körlum (26 gr) og að þær hitaeiningar dreifist þá yfir daginn með annarri fæðu. Magnið er álíka mikið óg fæst úr einni lítill gosflösku, og þá aðeins í nokkrum sopum!
Hins vegar er ekki mælt með að meira en að 100 kcal fáist úr hvítum sykri (20 gr) meðal kvenna. Þannig að ein lítil gosdós yfir allan daginn er þriðjungi of mikið fyrir konur!

Niðurstöðurnar ofangreindrar rannsóknar ætti a.m.k. að hvetja alla karla að halda sykurneyslu sinni í lágmarki, sérstaklega hvað varðar reglubundna neyslu gosdrykkja þar sem hver lítil dós inniheldur hámarksdagsakmmti sem ráðlagður er af hvítum sykri. Jafnvel þótt viðkomandi sé grannur og hreyfi sig reglulega. Aðrar rannsóknir hafa sýnt fram á áhættu á að fá hjarta- og æðasjúkdóma tengt mikilli neyslu diet drykkja hjá báðum kynjum, m.a vegna þyngdaraukningar og hugsanlega ákveðinna efnaskiptatruflana sem gervisætuefnin geta valdið .

Alls drekka Íslendingar um 130 lítra af sykruðum gosdrykkjum á ári hverju og innbyrða að meðaltali sem samsvar allt að 1 kíló af hreinum sykri á viku, töluvert meira en nokkur önnur Norðurlandaþjóð. Í hverjum 500 ml. Coca Cola gosdrykk er sykurmagn sem samsvarar 27 sykurmolum eða  54 grömmum af hreinum sykri. Ekki er óalgengt að sumir unglingar drekki allt að 2 lítra á dag, sem samsvarar neyslu á 216 grömmum af hreinum sykri. Burt séð frá öðrum óhollum og örvandi efnum eins og coffein, sem gos- og orkudrykkir kunna að innihalda og einnig hefur mikið verið til umræðu í vetur.

Offitufaraldurinn og sykursýkin eru sannarlega slæmir tvíburafaraldar. Mestu heilbrigðisgrýlur 21. aldarinnar og sem voru til ýtarlegrar umræðu á málþingi á nýyfirstöðnum fræðadegi heilsugæslunnar 2. mars sl. (AstraZeneca deginum). Bregðast verður við af krafti gegn þeim með öllum hugsanlegum ráðum, enda hefur allt of hægt gengið hingað til. Við virðumst ekki lengur geta treyst á þær kenningar að neytandinn eigi alltaf að fá njóta vafans með frjálsu vali og sýnt er að markaðurinn er farinn að vinna gegn honum og heilsunni. Sumir segja svipað og tóbaksfyrirtækin gera. Vörurnar eru einfaldlega oft hættulegri en þær sýnast og erfitt er orðið að treysta á innihaldslýsingar.

Stjórnvöld verða að hjálpa neytandanum meira en þau gera, m.a. með meiru gæðaeftirliti og kröfu á framleiðendur að innihaldslýsingar séu alltaf réttar, ásamt verðstýringu, s.s. lægri sköttum á ferskri matvöru, grænmeti og ávöxtum, en hærri sköttum á sykur og annarri óhollustu. Bresku læknasamtökin hafa ályktað um með sykurinn, enda þolinmæði heilbrigðisstarfsfólks þar í landi löngu þrotin. Meðal fagfólks í grasrótinni sem þekkir betur til vandans en oft misvitrir stjórnmálamenn sem vinna fyrst og fremst með markaðsöflunum.

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál · Íþróttir · Lífstíll · Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn