Færslur fyrir flokkinn ‘Óflokkað’

Föstudagur 12.04 2024 - 13:05

Hættuleg stjórnsýsla hjá VG

Í stjórnartíð VG hefur margt farið á versta veg í heilbrigðismálum. Loforð hafa ekki staðist, þrátt fyrir fögurð orð um uppbyggingu. Grunnþjónustan hrunið niður, í heilsugæslunni og á BMT LSH. Óafturkræfar skipulagsbreytingar í heilbrigðiskerfinu sem hefur fært okkur aftur um jafnvel öld. Við þessu hefur verið endurtekið varað, en stjórnvöld ófús að hlusta. Fyrrverandi heilbrigðisráðherra, […]

Laugardagur 24.02 2024 - 14:15

Vaxandi sýklalyfjaónæmi baktería í sameiginlegri flóru manna og sláturdýra á Íslandi

Landamæri Íslands bakdyrameginn eru galopin fyrir einni alvarlegustu heilbrigðisvá mannkyns samkvæmt mati WHO – Alþjóðlegu heilbrigðisstofnunarinnar- Sýklalyfjaónæmum flórubakteríum!!! Á sama tíma er nú áætlaður kostnaður ísl. stjórnvalda til ársins 2030 samkvæmt nýútkominni skýrslu heilbrigðisráherra um aðgerðir gegn sýklalyfjaónæmi sýkingarvalda meðal manna og dýra um 1,7 milljarða króna.  https://www.stjornarradid.is/library/04-Raduneytin/Heilbrigdisraduneytid/ymsar-skrar/Aðgerðaáætlun%20gegn%20sýklalyfjaónæmi.pdf Sumir vilja meina að stefni í alvarlegri […]

Laugardagur 17.02 2024 - 18:12

Sjálflægur þankagangur gamlingja á Ströndum.

Í lok 19. aldar fluttu/flúðu um 15.000 Íslendingar til Vestursheims. Um 20 % þjóðarinnar frá þá fátækasta landi Evrópu. Um 20% þjóðarinnar höfðu þegar látist áður af völdum hungurs, smitjúkdóma og hamfara hverskonar öldina áður og síðarn í byrjun 20 aldarinnar. Ungbarnadauðinn var hvað skelfilegastur. Sagan og annálar geyma þessa sögu vel og sem ég […]

Þriðjudagur 28.11 2023 - 14:51

Nýtt bráðasjúkrahús á Hringbraut með skertu og hættulegu aðgengi sjúkraflutninga.

Í aðalskipulagi Reykjavíkurborgar sem lá upphaflega til grundvallar staðsetningu Nýja þjóðarsjúkrahússins á Hringbraut, var áréttuð nauðsynleg þörf sjúkraþyrluflugs. Allt var gert af þeirra hálfu að halda í stærsta vinnustað landsins á Hringbrautinni og öllu fögru lofað. Lögð var blessun yfir fyrirhuguðum þyrlupalli á 5 hæð nýja rannsóknahússins. Gert var ráð fyrir stórum þyrlum svipuðum og […]

Miðvikudagur 08.11 2023 - 14:57

Læknisstarfsspegillinn góði

í Læknablaðinu sá ég viðtal við gamlan kunningja, lækni sem ég starfaði með á Barnadeild Hringsins um 1980 og sem var að láta nú af störfum, rúmlega sjötugur. Hann fór þar yfir farinn veg og minntist sérstaklega með hlýjum orðum á gömlu lærifeður sína, sérstaklega þá sem störfuðu á barnadeild LSH. Fannst þeir hafa tekið […]

Miðvikudagur 20.09 2023 - 19:53

Umræðan, gömul og ný um frjálsa sölu áfengis- til góðs eða ills?

Enn og aftur liggur fyrir frumvarp stjórnarþingmanna um frjálsa sölu áfengis, í matvöruverslunum og jafnvel heilsu- og blómabúðum, í nafni frjálshyggjunar. Skrifaði pistil um sama efni fyrir 8 árum um umræðan er ekki ný. Netsala áfengis hefur aukist gríðarlega sl. ár og áfengisneysla Íslendinga stóraukist, jafnhliða áfengistengdum sjúkdómum og vímuvanda. Áfengisbölið var þegar mikið í […]

Þriðjudagur 23.05 2023 - 18:46

Læknisþjónusta á Hólmavík, í tímans rás

Eitt elsta húsið á Hólmavík er gamla læknahúsið byggt 1896-1897. Nú hýsir það Kvennfélagið á Ströndum. Fyrsti læknirinn er þangað flutti 1897 var Guðmundur Scheving Bjarnason og sem þjónaði héraðinu til 1909. Annar var Magnús Pétursson sem þjónaði héraðinu frá 1910-1922. Baráttu hans gegn Spænsku veikina er vel getið m.a. í söguriti Strandamanna 1918. Honum […]

Laugardagur 11.03 2023 - 14:09

Þú uppskerð eins og þú sáir

Þetta ættu allir bændur að þekkja best. Þú undirbýrð akurinn fyrir bestu uppskeru sem mögulegt er og tryggir síðan sjálfbærnina og gæðin. Samt selur afurðasölufyrirtæki í þeirra eigu (Esja gæðafæði ehf) ásamt reyndar fleiri fyrirtækjum, kjúkling ólöglega til landsins beint frá Úkraínu samkvæmt frétt Bændablaðsins í vikunni. Þar sem miklar líkur eru á að kjötið […]

Fimmtudagur 26.01 2023 - 22:23

Skálmöldin í íslenska heilbrigðiskerfinu

  Samhverfu hagsmunapólitíkurinnar á Íslandi í fornöld og í dag má sjá víða. Hjá þjóð, með sömu gen að mestu leiti, en í öðru formi en landvinningum og í vígabrögðum beinna stríðsátaka. Í mannauðsstjórn heilbrigðiskerisins hins vegar sem litast hefur af sérhagsmunagæslu og allt að kúgun á starfsliði “á gólfinu”. Mikið með leppastjórn millistjórnenda stjórnvaldspýramídanum. […]

Miðvikudagur 30.11 2022 - 17:43

Ný sóttvarnalög 2022 – í þágu stjórnvalda

Æðstu stjórnvöld höfðu aldrei samráð við Sóttvarnaráð Íslands, sitt eigið fagráð í heimsfaraldri Covid19. Aðeins við sóttvarnalækni og sem var ritari ráðsins og sem gaf af og til stöðumat á fyrirhuguðum ráðstöfunum stjórnvalda. Jafnvel þótt undirritaður meðlimur ráðsins margkallaði eftir fullri virkni ráðsins og þannig nauðsynlegs samráðs við heilbrigðisstéttir. Skoðanir sem ég vildi koma á […]

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn