Fimmtudagur 17.06.2010 - 10:19 - FB ummæli ()

Hátíð í bæ

vidimyriÍ Skagafirðinum í gamla daga var aðeins einn dagur haldinn hátíðlegur á sumrin. Það var 17. júní og þá gjarnan farið í messu og drukkið kakó með rjóma á eftir. Ekki svo að skilja að ég sé svo gamall því eins man ég eftir hefðbundnum hátíðarhöldunum árin á undan í Reykjavík. Einhvern veginn fannst mér samt hátíðlegra í sveitinni enda naut maður í fyrsta skipti frídags sem barn og þess sem var viðhaft á borðum til hátíðarbrigða. Heyskapur var heldur ekki byrjaður og sauðburðurinn rétt búinn. Sumardaginn fyrsta var maður líka búinn að halda upp á með skátunum í skrúðgöngu með fánum og blöðrum rétt áður. Njótum dagsins með börnunum og rifjum upp gamla tíma með þeim. Í kirkjum lansins og fánanum okkar sameinast nútíð og fortíð. Gleðilega hátíð.

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · Lífstíll · Vinir og fjölskylda

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn