Færslur fyrir flokkinn ‘Vinir og fjölskylda’

Mánudagur 11.04 2016 - 23:15

Kálfanes á Ströndum

Nú ég staddur við læknisstörf norður á Ströndum, nánar tiltekið Hólmavík. Það var einkennilegt síðan að fylgjast með umræðunni í fjölmiðlum sl. þriðjudag langt norður í Árneshreppi þegar ég átti þangað leið í blíðskapa veðri. Náttúran á Ströndum í öllu sínu veldi og snjór á Veiðileysuhálsi. Í Norðurfirði í hádegismatnum hjá Margéti Jónsdóttur og Gunnsteini […]

Fimmtudagur 21.05 2015 - 10:27

Van

Í ferð okkar hjóna sl. sumar til norðausturhluta Tyrklands og sem ég hef greint frá í fyrri pistlum, upplifði ég og íslenska samferðafólkið ekki bara tignarlegt landslag, stundum ótrúlega líkt því sem við þekkjum á Íslandi, heldur vítt bil í mannkynssögunni. Þúsund ár gátu skilið á milli einstakra staða, og þar sem fornminjarnar og byggingar […]

Þriðjudagur 07.10 2014 - 15:54

Gangan á Ararat og reiði guðanna

Síðsumars gekk ég og konan mín á fjallið Ararat í norðaustur hluta Tyrklands ásamt 15 öðrum Íslendingum í gönguhópnum Fjöll og Firnindi. Sannkölluð ævintýraferð á framandi slóðir. Sennilega er fjallið frægast fyrir að vera fjallið sem segir frá í Biblíunni að hafi verið strandstaður arkarinnar hans Nóa og sem sumir telja að finna megi leifarnar […]

Miðvikudagur 20.06 2012 - 22:06

Bóndi er bústólpi

Á undanförnum vikum höfum við fengið að kynnast ágætum forsetaframbjóðendum sem allir boða nýja tíma, en hver á sinn hátt. Í miðri kreppu og á viðsjárverðum tímum, um það eru allir sammála. Sitjandi forseti er hins vegar tákn síns eigin tíma, tíma sem við viljum öll gera upp sem fyrst. Gamla bóndans þar sem búskapurinn […]

Fimmtudagur 23.02 2012 - 12:18

Halldór Fannar

Halldór Fannar (f. 28.apríl 1948), tannlæknir og kennari við tannlæknadeild Háskóla Íslands til marga ára varð bráðkvaddur 15. febrúar síðastliðinn, aðeins 63 ára að aldri. Hann verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju á morgun. Halldór var mikill mannvinur og gleðigjafi sem var nátengdur fjölskyldu minni og tannlæknir margra ættingja sinna og vina. Það kólnaði snögglega í hjartarótunum […]

Þriðjudagur 24.05 2011 - 12:06

Orðin og þjóðin

Íslendingar eru bjartsýn þjóð og hugsa alltaf að bráðum komi betri tíð með blóm í haga. Hjá þjóðinni hefur enda alltaf skipst á skin og skúrir, blómaskeið og hamfarir, góðæri eða kreppur. Stundum hamfarir, öflug eldgos og kreppa allt í senn, eins og maður hugsar nú til í norðan nepju, ösku og frosti í lok maí. Sumir segja að á Íslandi búi […]

Mánudagur 18.04 2011 - 22:13

Sjálfbærni í sveit

Nýlega fjallaði ég um framtíðarfyrirmynd að sjálfbærni í landbúnaði og plönturæktun hverskonar hér á landi í Draumnum um aldingarðinn Eden. Önnur sjálfbærni sem snýr að samfélagi fatlaða er ekki síður mikilvæg, þar sem Íslendingar hafa verið í fararbroddi í bráðum öld. En nú eru blikur á lofti með áframhaldið. Í allri ljósadýrðinni sem naut sín […]

Föstudagur 24.12 2010 - 14:30

Hvíti stígurinn minn

Á jólunum er við hæfi að koma með smá hugvekju enda fæðist þá jólabarnið í manni og maður lítur öðrum augum á umhverfið. Boðskapur jólanna er svo sem alltaf skýr enda hugsum við þá meira hvert um annað. Lífið er þó ekki alltaf gefið og hver og einn er sinn gæfu smiður að vissu marki. Við getum líka öll lagt ýmislegt að mörkum […]

Sunnudagur 12.12 2010 - 16:10

Ævintýri gerast

Oft er erfiðara að fjalla um persónulega reynslu en þjóðmálin, þótt hvortveggja litist af hvoru öðru. Hversdagsleikinn og neikvæðnin heur átt allt of stóran hluta í hugsunum okkar síðastliðið ár, enda geisað mikið gjörningaveður í þjóðfélaginu og sem reynt hefur mikið á okkur öll. Árin líða hins vegar hraðar og hraðar eftir sem við eldumst og sem betur fer fjölgar líka minnisvörðunum […]

Sunnudagur 05.09 2010 - 10:23

Helgafellið

Mikið er rætt um trúmál þessa daganna. Mest hefur verið rætt um stjórnunarvanda kirkjunnar og afleiðingarnar á íslenskt þjóðfélag. Minna er rætt um þýðingu trúarinnar. Sennilega höfum við sjaldan verið í meiri þörf fyrir trú en einmitt þessa daganna. En hvað er trú og fyrir hvað stendur trúin? Trúum við á guð eða eitthvað annað? Sumir […]

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn