Þriðjudagur 17.08.2010 - 13:37 - FB ummæli ()

Lyfjakostnaður áfram hár

salalyfja

Notkun lyfja í skilgreindum dagskömmtum (DDD) efftir lyfjaflokkum (SJÁ SKÝRINGAR Á BÓKSTÖFUM (LYFJAFLOKKUM) Á NÆSTU MYND)

lyfjavalLyfjastofnun Íslands birti í gær á heimasíðu sinni nýjar upplýsingar um lyfjanotkun á fyrri hluta þessa árs samanborið við sama tímabil í fyrra. Þótt heildarnotkunin hafi minnkað um 1.2% samanborið við sama tímabil í fyrra, reiknað í magni skilgreindra dagskammta (DDD) að þá hefur verðmæti sölunnar sem eru 13,0 milljarðar króna hækkað um 1,2% milli tímabila, reiknað á smásöluverði með vsk.

Fyrirfram hefði maður búist við meiri minnkun og minni kostnaði á þessu ári. Sjúkratryggingar Íslands hafa t.d. breytt reglugerðum varðandi ávísun á lyf þannig að hagstæðast er fyrir sjúklingana að ávísað sé á ódýrustu lyfin í sama samheitalyfjaflokki og í sumum tilfellum að ávísað sé frekar á „sambærileg“ lyf þegar mikill verðmunur er á milli lyfja með svipaða, en þó ekki alveg sömu verkun. Vitað er að þessar breytingar hafa þegar skilað nokkra milljarða króna sparnaði fyrir ríkið (í blóðfitulækkandi lyfjum, blóðþrýstingslækkandi lyfjum, magalyfjum, geðlyfjum og öndunarfæralyfjum). Eins hefði mátt búast við að jafnvel sjúklingar spöruðu við sig lyf vegna slæms fjárhags sem er auðvitað ekki gott mál þegar um nauðsynleg lyf er að ræða. Skýringar á auknum kostnaði og nánast óbreyttri heildarnotkun hlýtur því að skýrast að mestu í hærra lyfjaverði og meiri notkun lyfja í dýrustu lyfjaflokkunum.

Þessar niðurstöður má m.a. finna þegar bornar er saman upplýsingar um notkun lyfja eftir flokkum sem fjölda notenda per 1000 íbúa á ári annars vegar og hins vegar sem kostnaði  á sömu flokkum. Í magni talið eru æða- og hjartasjúkdómalyf (C) ásmt tauga- og geðlyfjum (N) mest notuðu lyfin en ef við lítum á hversu margir fá lyfin eftir hinum ýmsu lyfjaflokkum eins og birtist í lyfjatíðindum Landlæknisembættisins í sumar að þá eru það sýklalyfin (J) sem flestir fá eða tæpl. annar hver maður á ári og tauga- og geðlyfin eru þar í öðru sæti eða sem samsvarar þriðja hverjum einstaklingi í þjóðfélaginu. Í þessum lyfjaflokki vega þyngst þunglyndislyf, svefnlyf og lyf við athyglisbresti.

Notkun tauga/geðlyfja og sýklalyfja er mikil, sérstaklega ef litið er til kostnaðar þar sem geð- og taugalyf skipa toppsætið. Sýklalyfin skipa síðan 3. sætið þrátt fyrir litla heildarnotkun í dagskömmtum talið og notkun sem yfirleit er tímabundin í hvert sinn.

Flestir eru sammála að sýklalyf og tauga- og geðlyf séu of mikið notuð. Hvað sýklalyfin varðar hefur almennt verið talað um að helmingur notkunarinnar sé óþarfur auk þess sem mikil sýklalyfjanotkun skapar sýklalyfjaófnæmi og þörf fyrir sífellt breiðvirkari og dýrari lyf. Spara má augljóslega nokkra milljarða króna með betri notkun lyfjanna, ekki síst í þessum tveimur flokkum.

http://ruv.is/frett/mikil-aukning-i-notkun-gedlyfja 2013

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · heilbrigðismál · Lífstíll · Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn