Fimmtudagur 26.08.2010 - 15:45 - FB ummæli ()

Í túninu heima

mosfellingurNú fer að verða tímabært að kveðja frábært sumar. Töðugjöld hétu hátíðir hér áður fyrr þar sem menn gerðu sér glaðan dag og fögnuðu að hafa komið björginni í bú fyrir veturinn. Mosfellingar hafa haldið upp þessi tímamót með bæjarhátíð sem kölluð er „Í túninu heima“ sem er tilvitnun í fyrstu minningarskáldsögu sveitungans Halldórs Laxness heitins. Andi stórskáldsins svífur enda yfir sveitinni, ekki síst á túninu við Lágafellskirkju sem er annað sögusviðið í skáldsögu hans Innansveitarkroniku og sem segir frá miklum kirkjudeilum í Mosfellssveit á ofanverðri 19 öld. Tiltölulega ný timburkirkja í Mosfellsdal var rifin niður en ný kirkja reyst að Lágafelli sem var meira miðsvæðis í sveitinni sem náði þá niður að Elliðaám. Löngu síðar var síðan byggð ný kirkja í Mosfellsdalnum og allir urðu aftur ánægðir í sveitinni. Þannig átti kirkjan og á enn mikið í sveitungunum. Nú á hins vegar sér stað önnur og miklu alvarlegri deila milli þjóðarinnar sjálfrar og kirkjunnar sem skrifað verður um síðar.

Nú er samt tími til að gleðjast og þakka fyrir sig. Að búa í borg en lifa í sveit er eldri færsla sem lýsir vel hug mínum til sveitarinnar ásamt nokkrum öðrum bloggfærslum á Eyjunni. Enn meiri gleði er í gula hverfinu okkar, Túnunum, þar sem verið er að gera nýja vegatengingu til nágrannanna okkar á Mýrunum og losna þannig við stórhættulega vegtengingu sem er beint niður á Vesturlandsveginn.

Öryggi okkar og barnanna er fyrir mestu. Vitna að lokum í orð skáldsins „því sem manni er trúað fyrir, því er manni trúað fyrir“ og á það að sjálfsögðu að eiga jafnt við um málefni sveitafélaganna sem og kirkjunnar.

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · Lífstíll · útivist · Vinir og fjölskylda

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn