Mánudagur 30.08.2010 - 19:08 - FB ummæli ()

Undir fölsku flaggi

pirate-flagMálefni Orkuveitu Reykjavíkur hefur verið mikið í opinberri umræðu eftir að tilkynnt var um allt að þriðjungs hækkun á rafmagni og hita í haust. Forsendur fyrir hækkuninni er gríðarleg skuldabyrgði fyrirtækisins á nokkrum árum, langt út fyrir það sem eðlilegt getur talist. Stjórn þessa ætlaðs gullkálfs í meirihlutaeigu höfuðborgarinnar vekur upp margar spurningar um ábyrgð enda umsvif og laun æðstu fyrrverandi stjórnenda í samræmi við kjör bankastarfsmanna fyrir hrun þar sem arðgreiðslur af viðskiptavild var mergsoginn úr fyrirtækinu. Skuldastaða upp á á þriðjahundrað milljarða segir alla þá sögu svo og önnur umsvif eins og nýlegt flaggskip Orkuveitunnar ber glöggt vitni um. Meirihluti kostnaðarins var í væntanlegum kostnaði vegna hugsanlegrar stóriðju í framtíðinni. Því er eðlilegt að spyrja hvort hinn almenni neytandi rafmagns og hita eigi að bera einn þessar skuldabyrgðar.

Það að neytendur séu látnir bera þessar byrgðar í afnotaverði er ekkert annað en rán úr vösum almennings. Afnotaverð á að vera reiknað eftir kostnaði við afla þeirrar orku sem við erum að nota en ekki vegna skuldasöfnunar á væntanlegri stóriðju sem væntanlega á að verða arðvænleg fjárfesting þegar til langs tíma er litið. Sala á orkunni til hennar hlýtur að þurfa að taka mið af stofnkostnaðinum (og skuldunum í dag) en ekki niðurgreidd fyrirfram af hinum almenna neytanda sem kaupir orkuna til heimilsnota. Þar fyrir utan að ef almenningur á að koma Orkuveitunni til hjálpar að þá þarf að gera það með skattlagningu eins og annarri nauðsynlegri þjónustu. Nefna hjálpina með réttu nafni. Sem dæmi um fáránleika hækkananna nú er að ef almenningur sparar við sig orkuneysluna að þá gefur auga leið að þessar nauðsynlegu tekjur skila sér aldrei inn til fyrirtækisins. Það myndi þá væntanlega þýða að ef þessi samdráttur á sölunni væri um fjórðungur að þá yrði Orkuveitan að fara fram á aðra fjórðungshækkun á orkuverðinu. Þarna er um einokunarstefnu að ræða þar sem þú ert látinn borga hvað sem það kostar. Því má segja að þeir sigli undir fölsku flaggi til þess eins að ná í peningana okkar, með góðu eða illu. Jón Gnarr og félagar í Besta flokknum verða nú að láta til sín taka. Annars sigla þeir undir sama fána og forverarnir.

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · Lífstíll · Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn