Laugardagur 02.03.2019 - 10:24 - FB ummæli ()

Kaupmaðurinn og margnota innkaupapokinn okkar

Hreinlæti og handþvottar hafa hingað til gagnast best í baráttunni gegn smitnæmu sjúkdómunum okkar og dýranna og sem ekki eru loftborið smit.

 

Stjórnvöld ætla að fara leyfa innflutning á ófrosnu kjöti erlendis frá, oft í lekum umbúðum og smitar þá auðveldlega frá sér sýklalyfjaónæmar bakteríur allt í kring, í kjötborðinu og jafnvel á aðrar nærliggjandi vörur eða í margnota innkaupapokann okkar. Sem frosið kjöt gerir þúsundfalt minna!
Álíka viturleg ákvörðun og leggja til að handþvottur sé óþarfur sem og aðrar skynsamlegar almennar smitvarnir gegn næmu sjúkdómunum okkar og sem í þokkabót verða nú miklu sýklalyfjaónæmari en áður á Íslandi!!!!

Já, til hvers sprittum við hendurnar milli sjúklinga á spítölunum ef við fáum svo bara slæmu bakteríurnar á hendurnar í kjötborðinu hjá kaupmanninum og í margnota innkaupapokann sem við erum hvött til að nota.

“ONE HEALTH” – er mál sem flestir fjölmiðlar Íslands eiga erfitt með að skilja m.a. RÚV ohf. eða vilja ekki vegna hagsmunatengsla við Samtök verslunarinnar, tengt auglýsingatekjum sem hart er barist um þeirra á milli. Manna og dýraheilbrigði eru ar hins vegn nátegnt hverju öðru hvað almennar sýkingarvarnir varðar, eða að 60% segir Alþjóða heilbrigðisstofnunin (WHO).

Auk þekktra matarareitrunar sýkingarvalda eins og Kamphýlóbakter og Salmonellu (jafnvel sýklalyfjaónæmra) sem mesta athygli fær þessa daganna, snýr þetta ekki síður að þætti sameiginlegrar “eðlilegrar” nærflóru dýra og manna (í görn, loftvegum og á húð) eða svokölluðum súnu-bakteríum, eins og t.d. E.coli og klasakokkum og sem geta fundist sýklalyfjaónæmir (ESBL og MÓSAR) í allt að helmingi eldisdýra erlendis og í vissum tilvikum orsakað sýkingar sem geta verið illviðráðanlegar vegna sýklalyfjaónæmisins. Klasakokkarnir geta til dæmis borist með í allt að helmingi eldissvína frá Danmörku (Samfélags-MÓSAR) og coli-bakteríuranar í allt að þriðjungi kjúklings frá Svíþjóð (ESBL) og nýleg dæmi sanna. Sýklar sem smitast mjög auðveldlega í mannaflóruna við meðhöndlun á ófrosnu kjöti sérstaklega og ef t.d. umbúðir leka og eins ef ekki er gætt 100% hreinlætis við hverskonar handfjötlun kjötsins í verslunum og öllum flutningi.

Landbúnaðarmál snúa því jafnframt að mikilvægustu heilbrigðis- og lýðheilsumálum þjóðarinnar og sem ekki er hægt að fara með að hentisemi markaðshyggjunnar hverju sinni og nýlegt frumvarp landbúnaðarráðherra um frjálsan innflutning á fersku erlendu kjöti ber nú glöggt með sér.

http://www.euro.who.int/en/health-topics/disease-prevention/antimicrobial-resistance/news/news/2018/11/of-all-human-diseases,-60-originate-in-animals-one-health-is-the-only-way-to-keep-antibiotics-working?fbclid=IwAR00d8OJnxwL97E34pEt8A15kA1x06AI10VSglkyE5wOpERkjFSxDO_G51Q

https://www.bbl.is/frettir/frettir/erum-ad-taka-rosalega-ahaettu/15246/

https://www.laeknabladid.is/tolublod/2016/02/nr/5746

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál · Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn