Laugardagur 24.02.2024 - 14:15 - FB ummæli ()

Vaxandi sýklalyfjaónæmi baktería í sameiginlegri flóru manna og sláturdýra á Íslandi

Landamæri Íslands bakdyrameginn eru galopin fyrir einni alvarlegustu heilbrigðisvá mannkyns samkvæmt mati WHO – Alþjóðlegu heilbrigðisstofnunarinnar- Sýklalyfjaónæmum flórubakteríum!!!
Á sama tíma er nú áætlaður kostnaður ísl. stjórnvalda til ársins 2030 samkvæmt nýútkominni skýrslu heilbrigðisráherra um aðgerðir gegn sýklalyfjaónæmi sýkingarvalda meðal manna og dýra um 1,7 milljarða króna.  https://www.stjornarradid.is/library/04-Raduneytin/Heilbrigdisraduneytid/ymsar-skrar/Aðgerðaáætlun%20gegn%20sýklalyfjaónæmi.pdf
Sumir vilja meina að stefni í alvarlegri heimsfaraldur en við höfum áður kynnst – í raun ekki faraldur heldur varanlegt ástand. ESBL colibakeríum hefur t.d. fjölgað úr 1-10% sl. áratug og stefir nú óðfluga í > 20% á næstu árum. Orsakana er f.o.f. að leita til túrisma og kjötinnflutnings erlendis frá til landsins og þar sem eftirlit er mjög takmarkað með flórubakteríum (nær aðeins til eftirlits með svoköllum matareitrunarbakteríum, Salmonellu og Kampýlobakter). Óhjákvæmilega smitast alltaf eitthvað af flórubakteríum sláturdýs í kjötið og sem síðan berst með því í flutningi eins og t.d ESBL bakteríur.
Sýklslyfjaónæmi meðal sameiginlegra flórubaktería en sem jafnframt eru helstu sýkingarvaldar manna, eykst hröðum skrefum í heiminum, sérstaklega sýklslyfjaónæmum colibakteríum eins og E.coli (ESBL) sem þegar í dag eru orsakavaldir 10% slíkra coli blóðsýkinga. Gert er ráð fyrir að slíkum sýkingum fjölgi mikið á komandi árum og með jafnvel enn ónæmari stofnum (CPO) (sjá mynd að neðan) og útbreiðsla þessarra bakería verði jafnvel ráðandi í flóru landsmanna (lifa þar vel og lengi eftir að hafa haslað sér völl). Slíkar bakteríur finnast í dag mest í erlendu kjúklingskjöti. MÓSA sem eru sýklalyfjaónæmir klasakokkar í sláturafurðum erlendis, er einnig vel þekkt vandamál, mest í erlendu svínakjöti.
Óheyrilegur kostnaður verður af þessum sýkingum, svo ekki sé talað um dauðsföl. WHO telur sýklalyfjaónæmi vera eina helstu heilbrigðisógn framtíðar hjá mannkyninu og skynsamlegri notkun sýklalyfa gefi besta sóknarfærið til að stemma stigum við þróunina. Eins hreinlæti, ekki síst í matvælaframleyslu og síðari flutningi sem hefur til skamms tíma gefið Íslendingum einstakt forskot á flestar aðrar þjóðir. Forskot sem er á nú hröðu undandaldi í boði markaðsafla og veslunarinnar. Skerðir á sama tíma sjálfbærni íslensks landbúnaðar.
Þessar sýklalyfjaónæmu flórubakteríur koma nefnilega sennilega mest með innfluttum matvælum, aðallega kjöti og þar sem allt af helmingur kjöts er smitaður af ónæmum flórubakteríum í erlendum landbúnaði. Eins og áður sagði er lítið sem ekkert eftirlit er með þessum flórubakterium í kjöti á landamærum Íslands.
Íslenskur landbúnaður hefur til skamms tíma verið laus við sýklalyfjaónæmi, þökk sé skynsamlegri sýklalyfjanotkun í íslenskum landbúnaði til langs tíma. Hins vegar flytjum við nú vandsmálið tilbúið erlendis frá bakdyrameginn með erlendum innflutningi, í kjötborðið hjá kaupmanninum og á hendur okkar og barnanna. Að lokum jafnvel til íslenskra dýra. Auðveldlega hefði mátt koma í veg fyrir þessa þróun með meiri höftum og eftirliti á innflutningi hrárrar kjötvöru erlendis frá, ekki síst frá löndum jafnvel sem vitað var/er um landlægan faraldur slíkra baktería og að Íslendingar og íslensku landbúnaður fengi að njóta eitthvað lengur forskots hvað þetta mjög svo mikilvæga lýðheilsumál varðar.

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · heilbrigðismál · Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn