Föstudagur 19.11.2021 - 16:52 - FB ummæli ()

Fredriksborgargarðurinn 2021

Um síðust helgi dvaldist ég í Kaupmannahöfn með konunni minni sem sat norræna ráðstefnu um mikilvægi góðra tengsla móður og ungbarns. Ein mikilvægustu tengslin okkar til tilfinninga og  félagslegrar hæfni. Mín tengsl þarna voru hins vegar nokkuð óvænt við annan veruleika í Fredriksborgarlistigarðinum sem ég gekk daglega til og sem Friðrík VI danakonungur (1768-1839) lét hanna á valdatíð sinni (1808-1839). Undurfagur og margbrotinn í haustlitadýrðinni, með ótal gönguleiðum milli trjáa og vatna.

Ég skynjaði óvænt óvænt tengsl við Danina sem þar gengu um í sennilega svipuðum tilgangi og ég, en þó mest til að bæta tengslin sín á milli. Mest voru áberandi ungbarnamæður og feður með barnavagnan sína, gjarnan í smá hópum. Einning tengsl við kyrrðina og náttúrunna, innan garðveggjanna og utan við ys og þys borgarumferðarinnar. Nýr heimur sem tengdur var fortíðinni, tengslunum og lífinu í núinu.

Öll þessi tengsl sem ég skynjaði komu mér á óvart, enda hugsaði ég aðeins í byrjun um að komast í góðan göngutúr. Hugurinn reikaði óhjákvæmilega aftur til tíma Friðríks VI konungs og það síðan á sama tíma og ég var að lesa Sigurverkið eftir Arnald Indriðason, verðlaunahafa Jónasar Hallgrímssonar verðlaunana á degi íslenskrar tungu um síðustu helgi. Konungungi sem leiða má líkum að hafi verið bjargað frá stórubólu með bólusetningu með kúabóluefni (1769), löngu áður en hún var viðurkennd samfélagsaðferð í heimi læknavísindanna. Sami konungurinn og skaffaði okkur síðan kúabóluefni í leirkrúsum til að bólusetja íslenska þjóð upp úr 1803 og þegar hann var tekinn við stjórn utanríkismála Dana (1797) af föður sínum Kristjáni VII sem Sigurverk Arnalds fjallar mikið um.

Langlanglangafi minn Ari Arason, læknir í Skagafirði (1763-1840) og nánast jafnaldri Friðriks VI, tók einmitt við innsigluðu skjali 1803 sem fylgdi kúabóluefnunum í litlum leirglösum, til staðfestingar á gæðunum og sem er nú til varðveislu á söguminjasafninu á Sauðarkróki. Bóluefnin sem réðu miklum úrslitum í lifun þjóðarinnar í einu stærsta lýðheilsuátaki Íslandsögunnar. Þar sem prestarnir tóku síðan þátt í bólusetningaherferðinni og skráðu bólusetningarnar í kirkjubækurnar.

Tengslin þarna í heimsfaraldri Kóvíd19 við stórubóluna í upphafi 18 aldar og síðan velvilja Friðriks VI voru ljóslifandi. Launfaðir systur hans Johann Friedrich Struensee (1737-1772) og sem var víðsýnn læknir, réð þar sennilega mest úrslitum um allan þennan bólusetningagjörning, en sem engu að síðar var pyndaður og aflífaður vegna þröngsýni dönsku valdaklíkunnar og þar sem hann var talinn ógna stöðugleika konungsfjölskyldunnar með mannvillu „konungsdótturinnar“ Lovísu Ágústu.

Tengsl okkar við fortíðina og í nútíðinni skiptir auðvitað máli og sem vel tókst að mynda í Fredriksgarðinum góða og fagra sl. helgi. Þar sem hægt var að ganga inn í sjálfa fortíðina og sjá framtíðnia jafnvel speglast í vötnunum og félagslegu tengslunum.

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál · Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn