Þriðjudagur 21.09.2021 - 19:57 - FB ummæli ()

Stjórnsýslualræði og mannauðsfirring í íslenska heilbrigðiskerfinu

Helsta kosningamál alþingiskosninga 2021 eru heilbrigðismálin og sem margir telja í miklum ólestri. Allir stjórnmálaflokkarnir eru a.m.k. sammála um að margt þurfi að bæta. Ólík rekstrarform, bættur aðbúnaður aldraða, fjölgun öldrunarstofnana og betri fjármögnunarmöguleiki stofnana ber þar hæst. Það sem miklu síður er rætt um er hvernig bæta megi mannauðinn sjálfan, stjórnun og að kerfin vinni betur saman. Á liðnu kjörtímabili sjást augljósar staðreyndir um það gagnstæða.
Stjórnunarmistök hver á fætur öðrum ættu að vera augljós. Vöntun á samráði við grasrótina og skeytingaleysi um mannauðinn. Starfsmannaflótti sem rekja má til óstjórnar og álags er víða staðreynd og sjá má vel í starfsemi BMT LSH þar sem um þriðjungur sérfræðinga eru hættir eða sagt upp störfum frá síðustu áramótum og þar sem jafnframt er mikill skortur á að manna vaktir hjúkrunarfræðinga. Engin raunveruleg viðleitni einu sinni til að bæta stöðuna og sem hefur verið kallað er eftir að ræða. Vísindastarfsemi LSH eins í frjálsu falli sl. ár vegna vinnuálags og aðstöðuleysis starfsmanna til vísinda-og rannsóknastarfa.
Svo mætti halda af umræðu ráðamanna og sérstaklega heilbrigðisráðherra, að nýr Landspítali (NLSH) eftir 7 ár á Hringbraut og sem hefur þar að auki verið 15 ár á teikniborðinu, ætti að leysa mesta vandann. Miklu kostnaðarsamari framkvæmdir en þurft hefði ef valinn hefði verið betri og hagstæðari staður og þar sem aðgengi og sjúkraflutningar væru öruggari. Nú, jafnvel rétt þegar sjálfar byggingaframkvæmdirnar eru hafnar í djúpa grunninum, eru komnir í ljós stórkostlegir hönnunargallar sem snúa að öruggum vinnurýmum í rannsóknarhúsi og meðferðarkjarnanum. Eins mengunar- og stórslysahætta vegna fyrirhugaðs þyrlupalls sem áætlað er að reisa á 5 hæð rannsóknarhússins! Allt atriði og sem fyrir löngu var búið að vara við, en sem stjórnvöld kusu að hundsa.
Heilbrigðisráðherra vildi heldur ekki hlusta á sitt eigið stjórnskipaða fagráð í sóttvörnum í heimsfaraldri Covid19 og sem ávallt átti að koma að mótun sóttvarnaráðstafana stjórnvalda. Með faglegri nálgun ólíkra heilbrigðisstétta.
Heilbrigðisráðherra klúðraði fyrirkomulagi leghálsskimana eins og frægt er orðið og jafnvel fyrirkomulagi brjóstaskoðun kvenna í dag þar sem mikið vantaði upp á samráð hluteigandi fagaðila.
Heilbrigðisráðherra vildi ekki heldur hlusta á fagráð blóðmeinalækna og yfirlæknis Blóðbankans varðandi öryggistilhögun í blóðgjöfum samkynhneigðra.
Málefni forgangsverkefna BUGL hafa ekki náð fram að ganga og biðlistar eftir þjónustu aldrei lengri og enn óssamið við sálfræðinga í stofurekstri. Ósamið hefur verið lengi sömuleiðis um allan stofurekstur íslenskra sérfræðilækna við Sjúkratryggingar Íslands og sem eru eitt megin burðavirki heilbrigðisþjónustunnar ásamt heilsugæslunnar í landinu.
Allt eru þetta dæmi um einræðistilburði í stjórnsýslunni og þar sem ekki er kosið að ræða við fagfólkið sem vinna þarf verkin og best þekkir til þjónustunnar og mikilvægi forgangsverkefna. Þöggun á skoðunum meðal almenna starfsmanna í opinbera heilbrigðiskerfinu lýsir ástandinu líka vel og þar sem endurtekin áköll um samráð er hafnað. Svona stjórnsýsla er auðvitað óþolandi og sem kjósendur dagsins ættu a.m.k. að forðast að kjósa yfir sig aftur.

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál · Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn