Þriðjudagur 01.02.2022 - 18:42 - FB ummæli ()

Birtingamynd íslensku heimsfaraldranna í heilbrigðiskerfinu og stjórnun

Sl. 2 ár sýnir best hverjir bera mestu vinnubyrðarnar í Covid19 heimsfaraldrinum, heilbrigðisstarfsfólkið. Aðilar og starfsemi þeirra sem samt hefur verið reynt að hlífa við ofurálagi með sóttvarna- og neyðaraðgerðum stjórnvalda og sem eru jú allavega. Að hlífa heilbrigðiskerfinu við að fara alveg á hliðina og þjóðarsjúkrahúsið rekið ýmist á hættustigi eða neyðarstigi. Það þrátt fyrir að sjaldnast liggi svo margir á gjörgæslu hverju sinni, tengt faraldrinum.
Úrræðið með Covid-göngudeildinni hefur auðvitað skipt sköpum að ekki hefur farið verr. Engu að síður kemur mörgum stjórnmálamanninum þetta aukaálag á óvart sem Covid faraldurinn veldur. Staðreyndin er að sl. tvo áratugi hefur álag á spítalann oft verið yfirgengilegt og sem margoft hefur verið bent á og fjallað um í fjölmiðlum. Nýting sjúkrarúma á LSH langt yfir það sem eðlilegt getur talist (> 80% og oft upp undir 115%) og sem valdið hefur miklum fráflæðisvanda af Bráðamóttöku spítalans. Fleiri tugir sjúklinga beðið þar jafnvel dögum saman, á göngunum. Ásókn eftir hverkyns bráðaþjónustu eins stöðugt aukist þess utan. Vegna álagsins hefur stór hluti lækna og hjúkrunarfræðinga sagt þar upp störfum sl. ár. Eins vegna vöntur á góðri stjórnun að margra mati, vöntunar á forgangáherslum kjarnastarfsemi deildarinnar til að sinna bráðveikum og slösuðum. Að hlustað sé a.m.k. á starfsfólkið sem best þekkir til og sem á auk þess stöðugt yfir sér áhættu á málsóknum og kærum fyrir mistök í starfi, tengt stjórnleysi og álagi.
Fyrir Covid19 gekk nefnilega annar faraldur yfir heilbrigðiskerfið sem ekki er mikið fjallað um þessa daganna og sem þá sérstaklega sneri að almennri bráðaþjónustu slasaðra og bráðveikra. Túristaflæðið til Íslands. Vel yfir 2 milljónir á ári, rétt fyrir Covid19 í árslok 2019. Þrátíuprósenta aukning milli ára og eins á ferðalögum þeirra um landið okkar. Án nokkurs viðbúnaðar stjórnvalda til að styrkja innviðaþjónustu heilbrigðiskerfisins á þjóðarsjúkrahúsinu. Heilbrigðisþjónustu og löggæslu er varðar öryggi í strjálbýlinu og á vegum landsins.
Enn á ný, eins og eftir efnahagshrunið 2008 en í góðærinu nú, hugsa stjórnvöld mest um gróðamöguleikana og enn betri efnahagsleg innkomu tekna fyrir ríkissjóð og atvinnulífið með vaxandi fjölda túrista. Ekki með minnstu bakþanka um tímann sem hefur farið forgörðum og tækifæra á nauðsynlegri styrkingu á innviðum heilbrigðisþjónustunnar. Þjónusta sem víða hefur bara veikst. Reynsla þannig ekki nýtt til að laga og bæta það sem allt hefur snúist um í þjóðfélaginu sl. 2 ár. Mikla veikleika heilbrigðiskerfisins. Með hins vegar meiri hömlum á atvinnu-, skóla- og menningarlíf þjóðarinnar en efni stæðu til ef allt væri í lagi. Biðlistar jafnframt lengst inn í framtíðina á eðlilegri almennri heilbrigðisþjónustu fyrir unga sem aldna, tengt andlegri sem líkamlegri vanheilsu.
Stærsti hluti vandamálsins liggur þannig enn í dag í vöntun þess að stjórnvöld hlusti á grasrótina í heilbrigðiskerfinu og á starfsfólkið sem þar vinnur. Taki mark á því sem það segir. Óvirkt Sóttvarnaráð Íslands, skipað fulltrúum heilbrigðisstétta og sem á að móta sóttvarnaráðstafanir stjórnvalda og ráðherra heilbrigðismála með Sóttvarnalækni samkvæmt gildandi landslögum, er auðvitað ekkert annað en stjórnsýslubrot á Covid tímum. Ráð sem ráðherra vinnur nú að með frumvarpi sínu um ný Sóttvarnalög á Alþingi, að verði aflagt í núverandi mynd. Ráð sem annars og undir eðlilegum kringumstæðum gæti komið með þverfagleg nálgun á mótun sóttvarnaráðstafana, eða fengið a.m.k. að vera með í samtalinu margfræga.
„Í frumvarpinu er einnig lagt til að sóttvarnalæknir verði skipaður af ráðherra eins og landlæknir. Og að ábyrgð sóttvarnalæknis heyri beint undir yfirstjórn ráðherra en ekki landlækni. !!!
„Ný fjölskipuð farsóttanefnd á að taka við af sóttvarnaráði sem verður lagt niður.“  !!! https://www.ruv.is/…/willum-thor-vill-fara-donsku…
Eftir stendur engu að síður og hvað sem snýr að sóttvörnum, vanræksla stjórnvalda á heilbrigðiskerfinu um árabil og sem aldrei fyrr hefur verið berskjaldaðri og augljósari en nú. Á sama tíma og heilbrigðiskerfið þarf nú enn og aftur að fara að takast á við kunnan faraldur sem lamið hefur áður á starfsfólki og starfsemi bráðaþjónustunnar vegna undirmönnunar.

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn