Þriðjudagur 15.02.2022 - 10:04 - FB ummæli ()

Sóttvarnaráð Íslands – að vera eða vera ekki með.

Neðanrituð er umsögn undirritaðs til stuðnings efnisatriðum í umsögn Atla Árnasonar, sérfræðings í heimilis- og heilsugæslulækningum,
https://samradsgatt.island.is/Skrar/$Cases/GetAdviceFile/… á stjórnarfrumvarpi til laga um ný sóttvarnalög.
Eins til stuðnings umsagnar Umboðsmanns barna á sama frumvarpi og þar sem kemur í ljós álit hans á vöntun samráðs stjórnvalda fagaðila í sóttvarnaaðgerðum.
Lítil virkni Sóttvarnaráðs Íslands (SÍ) sl. rúm 2 ár í heimsfaraldri Covid19 er vægast sagt umdeild staðreynd, sérstaklega í ljósi þess að í nýju frumvarpi heilbrigðisráðherra er lagt til að leggja ráðið alfarið niður. Lítil vikni SÍ í mótandi stefnu sóttvarnayfirvaldi í heimsfaraldri Covid19 2019-2022 má jafnvel túlka sem stjórnsýslubrot af hálfu stjórnvalda m.t.t. gildandi laga um mikilvægi.
Æðstu stjórnvöld, heilbrigðisráherra sem og sóttvarnalæknir (ritari SÍ) og formaður sem báðir eru smitsjúkdómalæknar, ákveða virkni ráðsins á hverjum tíma. Mjög svo strjálir fundir hafa verið hjá ráðinu sl. rúm 2 ár og f.o.f. haldnir til að kynna stöðu sem flestum í ráðinu var kunnugt, eða til kynningar á áformum sem þegar höfðu verið ákveðin af hálfu stjórnvalda. Ráðið þannig ekki nýtt sem mótandi þverfaglegt afl í stefnumörkun stjórnvalda og lögin gera ráð fyrir. Heilbrigðisráðherra sótti til að mynda aldrei eftir áliti ráðsins (síns eigin ráðs), þrátt fyrir endurteknar opinberar yfirlýsingar um víðtækt samráð allra mikilvæga aðila, á mjög svo íþyngjandi tímum. Heilbrigðislega, félagslega og atvinnulega. Almenn umræða um þessi mál var takmörkuð á fjarfundunum og tíminn naumt skammtaður. Margir mánuðir liðu síðan oft á milli funda og ekki endilega í takti við stefnu heimsfaraldursins hverju sinni. Umræða sem svo ákveðin var í boðaðri dagskrá fundar í byrjun árs 2021 um hlutverk ráðsins að ósk fulltrúa LÍ (undirritaðs), var felld niður án skýringa.
Eftir nýtt frumvarp um sóttvarnalög sem samþykkt voru með breytingum á Alþingi í febrúar 2021, stóð hlutverki SÍ óbreytt. Tillaga um breytingar í frumvarpinu á 5 gr. frumvarpsins var feld út og stóð því þannig óbreytt. Frumvarpið sjálft hafði hins vegar gert ráð fyrir breytingu á hlutverki SÍ og að það yrði aðeins ráðgefandi fyrir sóttvarnalækni, ekki ráðherra eða æðstu stjórnsýslu. Í undirbúningi afgreiðslu laganna og til að hnekkja þessari fyrirhugaðir breytingu á 5 gr. laganna, mættu til fundar Velferðanefndar m.a. undirritaður fulltrúi LÍ í SÍ og formaður LÍ.
Í áliti starfshópsins fyrir frumvarpinu (2021), en sem hafði starfað án vitneskju flestra meðlima SÍ frá hausti 2020, var í raun áréttað mikilvægi mótandi hlutverks Sóttvarnaráðs Íslands og þannig virkni (ekki síst í heimsfaraldri). “Lögð var til breyting á hlutverki SÍ svo skýrt sé að það sé ráðgefandi við mótun stefnu í sóttvörnum og að hlutverk þess skarist ekki við hlutverk sóttvarnalæknis” eins og sagði í áliti nefndarinnar. Hvergi varminnst á að leggja það niður. Tilnefnd var fulltrúi SÍ án umræðu eða vitneskju undirritaðs. Ekki heldur um tilnefningu fulltrúa sóttvaranlæknis í nefndinni.
Í tilögum sama starfshóps og sem var endurskipað af ráðherra sumarið 2021 fyrir nýtt frumvarp að sóttvarnalögum og sem nú liggur fyrir Alþingi, er hins vegar lagt til að leggja ráðið niður. Tillaga sett fram þess í stað um svokallaða Farsóttanefnd, með tilnefningu frá stjórnsýslu sjálfri. Eins og stendurí nýja frumvarpinu “…að nýtt fjölskipað stjórnvald, farsóttanefnd, verði sett á laggirnar sem skilar tillögum til ráðherra til opinbera sóttvarnaráðstafana vegna samfélagslega hættulegra sjúkdóma. Samhliða stofnun farsóttanefndar verður sóttvarnaráð í núverandi mynd lagt niður. Þó er lagt til að sóttvarnalæknir hafi heimild til að kveða sér til ráðgjafar sérfræðinga vegna þeirra verkefna sem falla undir hlutverk sóttvarnalæknis.”
SÍ var heldur ekki haft með í ráðum í gerð nýja frumvarpsins nú. Ekki heldur með vitneskju um starfshópinn sem vann áfram að tillögum fyrir nýja frumvarpið nú. Illskiljanleg er engu að síður sú breyting sem varð á áliti starfshópsins, nú og fyrir ári. Utanaðkomandi þrýstingur frá stjórnsýslunni, sóttvarnalækni sjálfum og hagsmunaaðilum öðrum en fagfélögum heilbrigðisstétta hlýtur að hafa komið til.
SÍ var ekki haft með í ráðum um bólusetningar og forgangshópa bólusetninga í covid-faraldrinum um áramótin 2020-2021 og sem ákveðin var einhliða með reglugerð ráðherra. Ekki heldur er varðar síðari bólusetningar og bólusetningar barna og ungmenna eins og undirritaður veit best. Öll þau ár sem undirritaður hefur setið í SÍ (fyrir Covid-faraldurinn), hefur ráðið hins vegar fjallað um allar fyrirhugaðar, og mögulegar bólusetningar (t.d. heilahimnubólgubólusetningar, pneumókokkabólusetningar, bólusetning gegn HPV, og hlaupabólubólusetningar) sem og forgangsröðun verkefna er lúta að sóttvörnum hverskonar. M.a. gagnvart notkun sýklalyfja í þjóðfélaginu og varnir gegn sýklalyfjaónæmi, matvælaöryggi tengt innflutningi ferskvara, varnir og aðgerðir gegn kynsjúkdómum og lyfjameðferð Lifrabólgu C meðal smitaðra í þjóðfélaginu öllu.
Þöggun og baktjaldamakk gagnvart SÍ hefur þannig einkennt starfsemi og virkni ráðsins sl. 2 ár. Unnið var jafnvel að því að leggja ráðið niður með nýju lagafrumvarpi um sóttvaranlög nú og þannig þverfagleg sjónarmið heilbrigðisstétta útilokuð frá umræðunni. M.a. sjónarmið hins almenna læknis og heilsugæslunnar sem undirritaður hefur alltaf reynt að taka mið af. Undirritaður óskaði því eftir að losna undan trúnaði við ráðherra sl. vor og endurskipun í ráðið eftir 8 ára setu.
Smitsjúkdómar hverskonar og þá sérstaklega öndunarfærasýkingar í þjóðfélaginu eru meðal algengustu lýðheilsusjúkdóma og mikilvægt viðfangsefna heilsugæslulækna hverju sinni. Að þeir hafi síðan ekki úr sínum röðum beina aðkomu að sóttvarnastefnu stjórnvalda á hverjum tíma, er ótækt að mínu mati og lítilsvirðing gagnvart starfsgrein heilsugæslulækna og í raun hinns almenna læknis í Læknafélagi Íslands. Gagnvart almennri heilbrigðisþjónustu, tengslum lýðheisusjúkdóma við þjóðfélagsmyndina hverju sinni og félagslega farsæld.
Vilhjálmur Ari Arason DrMed, heimilis- og heilsugæslulæknir og fyrrum tilnefndur fulltrúi LÍ í Sóttvarnaráði Íslands til 8 ára.

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál · Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn