Þriðjudagur 06.04.2021 - 09:56 - FB ummæli ()

Hlutverk Sóttvarnaráðs Íslands í heimsfaraldri !

Hvað sem hverjum finnst um mótvægisaðgerðir stjórnvalda vegna landamæranna nú gegn nýjum og jafnvel alvarlegri Covid19 smitum til landsins, að þá er rétt að árétta að þær eru ekki gerðar í neinu samráði við Sóttvarnaráð Íslands. Sú staðreynd ein og sér vekur upp spurningar um tilgang þess ráðs og hvort það sé meðvituð ákvörðun stjórnvalda að sniðganga skoðanir þess og álit.
Samkvæmt sóttvarnalögum á ráðið að vera stjórnvöldum til ráðgjafar í stefnumótun smitvarnaaðgerða Íslands. Þar sem segir í lögunum; “Ráðið mótar stefnu í sóttvörnum og skal vera heilbrigðisyfirvöldum til ráðgjafar um aðgerðir til varnar útbreiðslu smitsjúkdóma.” https://www.althingi.is/lagas/nuna/1997019.html
Sóttvarnaráð er skipað af heilbrigðisráðherra, fulltrúum úr röðum heilbrigðisstétta, 4 ár í senn. Fagfólki með sérþekkingu á smitsjúkdómum, faraldsfræði og smitvörnum til almannaheilla og með tilliti til innviða heilbrigðiskerfisins. Undirritaður þar á meðal eftir tilnefningu frá Læknafélagi Íslands og setið í ráðinu sl. 8 ár.
Ekki einu sinni frá því Covid19-heimsfaraldurinn byrjaði fyrir meira en ári síðan, hefur ráðherra eða ríkisstjórn Íslands, kallað eftir samráði við ráðið eða sérstöku áliti á sóttvarnaraðgerðum. Ekki heldur varðandi varnir á landamærum landsins eða bólusetningaáformum og forgangsröðun. Á sama tímabili hafa stjórnvöld hrósað sér við hvert tækifæri um mikilvægi viðtæks samráðs við alla hagsmunaaðila þjóðfélagsins!
Samráðsleysi stjórnvalda við Sóttvarnaráð Íslands í sóttvarnaðgerðum í heimsfaraldri Covid19 sl.ár og sem ætti að geta gefið ráðleggingum sóttvarnalæknis a.m.k. meira vægi, er stjórnsýslubrot að mínu mati og grefur undan ætluðum tilgangi ráðsins.
Ég hef tilkynnt ráðherra að ég vill segja mig frá Sóttvararáði Íslands og óskað eftir að verða ekki endurskipaður í  ráðið til næstu 4 ára. Vill þannig losna undan trúnaði við ráðherra í ráðinu og sem mér sýnist hvort sem er ekkert vilja með slíkt ráð hafa að gera. Fagráð sem aldrei ætti samt að vera mikilvægara og virkara og mörg ágreiningsefni liggja fyrir í sóttvarnaaðgerðum stjórnvalda. Ráð sem landslög hafa gert ráð fyrir að sé til staðar í mótun sóttvarnarstefnu/sóttvarnaráðstafana Íslands.

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál · Íþróttir · Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn