Fimmtudagur 25.03.2021 - 11:32 - FB ummæli ()

Höfuðborgin eldrauð, ekki landsbyggðin

Setja ætti landsbyggðina strax í dag í varnarkví og banna ónauðsynleg ferðalög fólks, sérstaklega af höfuðborgarsvæðinu fram yfir páska og sem nú er að verða að öllum líkindum eldrautt smitsvæði. Veikir innviðir heilbrigðisþjónustunnar víða úti á landi, þola ekki fyrirséð áhlaup nýja breska afbrigðis Coronaveirunnar og sem getur haft mikil áhrif. Ekki síst nú á unga og óbólusetta.
Við sluppum rétt fyrir horn fyrir ári síðan, um páskana, með upphaflega stofninn og fyrstu bylgjurnar, en sem er nú miklu meira smitandi og alvarlegri. Sennilega mest smitandi meðal barna.
Aðgerðir sem kalla strax á samgöngubann/tilmæli stjórnvalda að mínu mati og þangað til að við sjáum a.m.k. fyrir enda fjórðu bylgju heimsfaraldursins og fáir bólusettir í þjóðfélaginu. Eins að mörgu leiti óvissa með endanleg bólusetningarplön ríkisstjórnarinnar og sem er að mörgu leiti án samráðs við sitt fagfólk (eins og t.d. Sóttvarnarráð Íslands).

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál · Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn