Sennilega gera ekki allir sér grein fyrir þeim tímamótum sem við stöndum frammi fyrir varðandi öryggi sýklalyfjameðferða okkar og fjallað hefur verið um í síðustu pistlum. Sýklalyfjaópnæmi helstu sýkingarvalda okkar er ein helsta heilbrigðisvá nútímans að mati Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar WHO og sem tengist óhóflegri notkun sýklalyfja. Sýklarnir hafa þróað með sér vörn gegn sýklalyfjaþrýstingnum og eru enn […]
Það er ekki nema rúm hálf öld síðan sýklalyf fóru að vera aðgengileg og í raun ekki fyrr en í seinni heimstyrjöldinni sem þau voru verksmiðjuframleidd, þá fyrst fyrir hermenn bandamanna okkar. Eitt sterkasta vopnið í heimsvánni á þeim tíma. Rúmlega tíu árum fyrr hafði Alexander Flemming tekist að einangra penicillín úr sveppaskánum og er […]
Klasakokkar (Staphylococcus aureus) valda langflestum sárasýkingum meðal mannfólks og dýra. Þeir eru hluti normalflóru nefsins hjá flestum okkar. Þúsundir einstaklinga þurfa að leita til Bráðadeildar LSH til sýklalyfjagjafar í æð vegna slíkra alvarlegra sýkinga og þar sem við höfum hingað til getað treyst vel á breiðvirkari penicillín (methicillin) með góðum árangri. Fátt hef ég þakkað […]